Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
8.4.2008 | 17:35
Það er bara þetta sem vefst fyrir mér
Ekki ætla ég að setjast í dómarasæti vegna kostnaðar forsætisráðherra og hans fylgdarliði með einkaþotum til annarra landa og hér eru komin svör til almennings frá ráðuneytinu og þetta virðast nú ekki vera svo ýkja háar upphæðir sem um munar.
Öll vitum við að tími kostar peninga og þessir heiðursmenn eru jú að vinna fyrir okkur alla daga svo í þessum tilvikum er ríkið að spara bara heil ósköp fyrir þjóðina, ja eða þannig, verðum við ekki að trúa því?! Við vitum jú að ráðamenn dvelja einungis á fimm stjörnu hótelum og nóttin þar er ekki gefin. Bílakostnaður ef ekki er um opinbera heimsókn að ræða og prívat móttökur kosta jú sitt. Sem sagt safnast þegar saman kemur.
Að fljúga svona beint án millilendinga er kostur, ráðamenn geta hvílst á leiðinni og komið eiturhressir á fundi. Reyndar veit ég að þeir vinna viðstöðulaust á meðan þeir eru í loftinu. Það þarf að fara yfir ræður og önnur nauðsynleg gögn svo þeir sitja þarna kófsveittir á kaf í vinnu. Já eða þannig!!!
Ég hef heyrt að þetta sé þrælavinna, aldrei stund á milli stríða svo eigum við bara ekki að leyfa þeim að ferðast eins og þeim finnst þægilegast, málið er að við, almenningur höfum akkúrat ekkert með þetta að segja, þeim er svo nákvæmlega sama hvað við röflum og ósköpumst, það bítur ekki á þau.
En þetta er það sem vefst fyrir mér:
OPINBERIR FUNDIR ERU ÁKVEÐNIR MEÐ LÖNGUM FYRIRVARA! ÞAÐ ER VEL HÆGT AÐ PANTA FLUG Í TÍMA! NATO FUNDIR ERU EKKI HALDNIR BARA SÍ SVONA UPP ÚT ÞURRU, ÞETTA ER AÐ MINNSTA KOSTI GERT MEÐ ÁRS FYRIRVARA.
Svo af hverju var ekki búið að panta flug fyrir þetta heiðursfólk löngu fyrr og fá þ.a.l. betra verð?
Annað: HVAÐ ER Í GANGI? AF HVERJU ÞIGGUR RÁÐUNEYTIÐ EKKI ÞESSA GREIÐSLU FRÁ FRÉTTASTOFU MBL. HALDA ÞEIR AÐ VIÐ SÉUM AMERÍKA MEÐ MEIRU? ,,FIRST LADY" OG ALLES? ÞJÓÐIN Á EKKI AÐ BORGA FYRIR FRÉTTAMENN!!!!!
Jæja þetta var nú það sem ég var að velta fyrir mér hér í ljósaskiptunum.
Fakta: Nú er komin hefð á að ríkisstjórnin ferðist með einkaþotum og því verður ekki breitt héðan af, alveg klárt mál.
Þotuleigan var 4,2 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
7.4.2008 | 10:10
Aðalræðismaðurinn var heiðraður fyrir vel unnin störf.
Þórir Gunnarsson, minn elskulegi var ,,tekinn á teppið" af Heimsforseta FICAC ( World Federation of Consuls) hér á laugardagskvöld þar sem honum var veitt viðurkenning fyrir vel unnin störf í 15 ár sem Aðalræðismaður Íslands hér í Tékklandi.
Það virðist með þessu ekki farið fram hjá þeim í Alþjóðastjórninni hversu gott og mikið starf hann hefur unnið hér fyrir land og þjóð. Mikið er ég stolt af honum! Hann átti þessa viðurkenningu svo sannarlega skilið. Til hamingju minn elskulegi. Alltaf flottastur!
3.4.2008 | 07:31
Nú bunar gullvökvinn í tonnatali úr slöngunni hingað inn
Ekki skrítið að olíumálið hafi skotist hér upp á eldhúsborðið, allt að verða vitlaust á Íslandi, bílar blásandi um allar götur svo stoppa varð umræður á Alþingi hvað þá meir.
Eftir mikla útreikninga og málaþras á milli hjóna hér í gærkvöldi komumst við að þeirri niðurstöðu að við erum að borga nákvæmlega sömu upphæð fyrir olíulítrann hér í Tékklandi og þið þarna heima. Verðum samt að taka með í reikninginn gengisbreytingar síðustu daga.
Hér er samt allt með kyrrum kjörum, engin mótmæli á almannafæri, umferðin gengur sinn vana gang og við bara fyllum bílana með þessum gullvökva og borgum steinþegjandi og hljóðalaust.
Nákvæmlega í þessum orðum rituðum er verið að dæla í tonnatali gullvökva hér inn í húsið þar sem við kyndum húsin hér með olíu og hitalagnir í öllum gólfum. Ekkert smá sjokk þegar ég fæ reikninginn í hendurnar.
En hvað skal gera, ég þoli ekki köld hýbýli og vera með hor í nös alla daga.
Spurning er hvort ekki sé vænlegra að setja hér sólarorku?
Olíuverð hækkar á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.3.2008 | 22:12
Draumsýn eða hvað?
Við vorum á leið heim í kvöld og ég impraði á þessu við minn elskulega þar sem við keyrðum eftir hraðbrautinni heim á leið.
Ég: Hvað finnst þér um að leggja Metro í Reykjavík
Hann: Ertu eitthvað verri, það búa bara rúmlega eitthundrað þúsund manns þarna
Ég: Og so, af hverju ekki? Þetta gæti leyst samgönguvanda og auðveldað fólki að komast frá A til Ö. Sjáðu bara hvað þetta er þægilegt hér, þú hoppar upp í lest og ert kominn innan fárra mínútna á ákvörðunarstað. Hvað er svona neikvætt við þetta.
Hann: Hugarfluga ekkert annað, þetta verður ekki að veruleika á Íslandi meðan við tórum í þessum heimi.
Sem sagt þarna var einn á neikvæðu nótunum. Útilokaði bara sí svona að þetta yrði að veruleika, ja alla vega fengjum við ekki að líta þessi samgöngutæki augum á Íslandi, við værum einfaldlega of fámenn þjóð og kostnaður óyfirstíganlegur.
Ég sit hér og læt mig dreyma. Vonandi, einhvern tíma, bara ef........
Borgarráð skoðar hagkvæmni lesta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.3.2008 | 12:15
Hamingjuríkið Ísland í 16 sæti og svo er verið að kvarta
Jæja góðir hálsar þá vitum við það. Svo er bara verið að væla og barma sér alla daga. Það hafa nú orðið skipbrot áður í okkar góða þjóðfélagi og veit ekki betur en við höfum alltaf klórað í bakkann.
Ef þessar niðurstöður eru marktækar þá trónið þið góðu landar í 16 sæti og ,,við" Tékkar í því þrítugasta. Er það bara ekki nokkuð gott ef miðað er við stöðuleika og hagsæld 235 landa.
Mikil hagsæld og stöðugleiki á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2008 | 10:48
Að sjálfsögðu, hvað annað? En samt...
Getum við verið annað en stolt af þessum löndum okkar sem dvelja þarna í Afganistan? Við höfum alltaf verið kjörkuð þjóð en mín skoðun er samt sú að Ísland eigi að draga sig til baka frá Afganistan og senda fólkið heim sama hversu ,,kraft og kjarkmikil" við erum.
„Getum verið stolt af Íslendingunum“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2008 | 11:36
Ellin kemur með sín gráu hár og ég ætla að dansa á elliheimilinu hvar sem það nú verður í heiminum.
Aldur er mjög afstæður og það minnir mig á það að vinur okkar er sextugur á þessum vordegi. Til hamingju með það Jóhann Guðmundsson! Sextugur og sexý!
Alveg er mér sama hvort ég er fimmtug, fimmtíu og fimm eða alveg að nálgast sextugt. Ég er bara hæstánægð með minn aldur svo framalega sem ég þarf ekki að berjast við einhvern krankleika.
Þegar ég varð fimmtug fór ég fyrst að hafa verulegar áhyggjur af hrukkum og öðrum fellingum sem fóru rosalega í taugarnar á mér. Var að velta því fyrir mér daginn út og inn hvað ég gæti gert í málinu. Fara í lyftingu og hamast í leikfimi eða bara eitthvað sem gæti bætt þessi sýnilegu merki á mínum sérdeilis flotta skrokki. Talaði við hinar og þessar frúr sem höfðu farið í alls konar lyftingar með misjafnlega góðum árangri.
Í dag nenni ég ekki einu sinni að pæla í þessu það er annað sem ég hef miklu meiri áhyggjur af. Það er nefnilega hvar ætla ég að hola sjálfri mér og mínum elskulega niður þegar tími verður kominn til að setjast í helgan stein og hafa það huggulegt í ellinni.
Komum við til með að sætta okkur við að búa á heimili aldraða þar sem matur kemur úr lélegum mötuneytum? Enginn Kínamatur, Pizzur eða annað sem við erum vön að borða. Bannað að fá sér rauðvín með matnum, þrátt fyrir það að það sé holt fyrir æðarnar, og dansa ræl og vals þegar slíkt er boðið uppá. Humm ég held ekki.
Móðir mín sem býr í sinni eigin íbúð í húsi fyrir aldraða eða 50 ára og eldri er bara þokkalega ánægð en kvartar stunum yfir því að þetta sé nú óttalegt elliheimili. Hún fer endrum og eins með eldra fólkinu á samkomur út í næsta hús og kvartar þá mikið yfir því að það sé aldrei spilaður Jazz eða önnur musik frá stríðsárunum. Þetta var hennar musik. Af hverju er verið að troða upp á þetta fólk gömludansamusikk við harmónikkuundirleik? Mér finnst þetta niðurdrepandi og held ekki að við komum til með að samþykkja þegar kemur að okkar kynslóð. Við komum til með að vilja heyra Bítlana og Stones og alla hina kallana. Við viljum twist og djæv og rokk, ekki satt? Eða hvað, verður okkur nákvæmlega sama? Verðum við alveg í sama farinu og margt af þessu eldra fólki er í dag. Dofið, hlutlaust og lætur allt bara gott heita? Guð minn góður ég vona ekki.
Þetta er það sem veldur mér alveg óstjórnlega miklum áhyggjum í dag eða þannig og ég hef rætt þetta við mína jafnaldra og spurt spurninga sem við öll, sem erum á svipuðum aldri, erum sammála um.
Ég veit nákvæmlega hvar ég vildi helst vera og hvernig aðstöðu ég vildi hafa en það kostar óheyrilega mikla peninga svo eins gott að fara að leggja eitthvað fyrir og hætta að spreða þessum litlu krónum sem gætu annar farið upp í kostnað á því lúxusheimili sem ég kysi að eyða ellinni. Ég ætla alla vega að verða skemmtilegt gamalmenni hvar sem ég verð. Lofa því!
Íslendingar eldast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
7.3.2008 | 08:54
Sorgleg staðreynd
Hvað er það sem kallar á okkur að flytja aftur heim, jú fjölskyldan, vinirnir og sterk þjóðerniskennd sem bindur okkur við landið okkar. Ég býst við því að flestir mundu vilja flytja heim ef þess væri einhver kostur en því miður er það bara ekki svo auðvelt þá sérstaklega fyrir ungt fjölskyldufólk sem er rétt að byrja að koma undir sig fótunum.
Dóttir okkar sem bjó með sinni fjölskyldu erlendis í nær átta ár flutti heim í fyrra. Þau voru ein af þeim heppnu, áttu sína eigin íbúð og fengu góða vinnu bæði tvö. Það var sem sagt ekkert basl framundan og þau hlökkuðu mikið til að vera nálægt fjölskyldu og vinum.
Ef þú spyrð þau í dag hvernig þeim líki heyrir þú smá hálfkæring á milli orðanna. Jú, margt er gott annað er ekki svo gott. Bæði í 100% krefjandi vinnu og barnið í leikskóla, aðeins eins og hálfs árs gamall. Nánast engin tími fyrir venjulegt fjölskyldulíf vegna þess að þau eru útkeyrð þegar heim er komið. Það er engin amma eða afi til að létta undir og gefa þeim smá frí inn á milli. Hvernig verður þetta þegar drengurinn stækkar og fer að krefjast meiri tíma.
Ég yrði ekkert hissa ef þau tækju þá ákvörðun að flytja aftur erlendis, í alvöru tala. Þetta er sorgleg staðreynd og þau eru ekki ein í þessari stöðu. Fjöldinn allur af velmenntuðu fólki getur ekki hugsað sér að fara heim til þess eins að þræla sér út og láta börnin sín sitja á hakanum.
Ekkert vit í að flytja til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
22.2.2008 | 20:23
Samfélagið brást 158 einstaklingum
Eftir kvöldmatinn settum við Syndir feðrana í DVD spilarann en þá heimildamynd höfðum við keypt í fríhöfninni á leiðinni heim. Það var átakanlegt að hlusta á sorgarsögu þessara manna vitandi það að um leið bjó maður sjálfur í hlýjum heimkynnum foreldra og hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast innan veggja þessa ,,heimilis" að Breiðuvík. Ég man að ef einhver hafði orð á því að þessi eða hinn hefði verið í Breiðuvík var sneitt fram hjá viðkomandi, þetta voru ,,vandræðabörn" og maður skildi forðast alla umgengni við svoleiðis líð.
Guð minn góður hvað þessir drengir máttu þola og enginn hreyfði legg né lið. Í dag eru 25% af þessum drengjum látnir. Sjálfsagt hafa nokkrir komist áfram í lífinu af eigin ramleik en síðan eru þeir sem hafa alla tíð barist við óttann við lífið. Sumir fallið mörgum sinnum í djúpa gryfju og aldrei komist upp en aðrir krafsað í bakkann og hafið betra líf, sem betur fer.
Ég ber mikla virðingu fyrir þessum mönnum sem fram komu í myndinni og Kastljósi á sínum tíma og þeir eiga alla mína samúð. Það þarf mikla áræðni til þess að koma fram fyrir alþjóð og opna sárar minningar eftir svo mörg ár.
Stakk mig dálítið þegar ég las um skýrslu nefndar sem fjallaði um starfsemi Breiðavíkurheimilisins.
Samfélagið hefur brugðist!
Draga má lærdóm af þessu máli!
Málið enn í rannsókn!
Málið gæti hugsanlega verið fyrnt!
NEFNDIN STARFAR ÁFRAM AÐ ÞESSUM MÁLUM!!!
Þetta segir okkur aðeins eitt, málið er dautt.
Grátlegt að heyra annað eins frá prófessor í félagsráðgjöf og hennar nefndarmeðlimum!
Draga má lærdóm af Breiðavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.2.2008 | 16:23
Eitthvað hljóta þessar endalausu vegaframkvæmdir að kosta.
Þetta er nú ekki nýtt af nálinni og nákvæmlega þessa hugmynd viðraði ég við samferðamenn mína þegar við vorum að keyra til Keflavíkur í fyrradag. Svörin sem ég fékk voru eitthvað á þá leið að kostnaður væri of mikill og fjöldi ferðamanna ekki nægur til að lestarkerfi borgaði sig.
Eins og þetta lítur út í dag er vegurinn stórhættulegur og þrisvar urðum við að fara út af aðalbrautinni vegna vegaskemmda, að ég held eða framkvæmdir liggja niðri tímabundið vegna þess að verktakinn fór á hausinn. Eitthvað í þá áttina voru svörin við heimskulegri spurningu minni. Eitthvað hljóta þessar endalausu vegagerðir að kosta. Jarðýta stóð utan vegar ein og yfirgefin og við fengum þær upplýsingar að tækið væri svo gamalt og úr sér gengið að það borgaði sig ekki að selja það og allt of kostnaðarsamt að fjarlægja gripinn. Ýtan er víst búin að vera þarna í langan tíma og verður örugglega á sama stað þegar ég kem heim næst.
Vilja láta skoða möguleika á lestarsamgöngum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |