Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
30.5.2008 | 07:55
Hugurinn sækir heim á stundum sem þessum
NÚ HEYRI ÉG MINNAR ÞJÓÐAR ÞÚSUND ÁR
SEM ÞYT Í LAUFI Á SUMARKVÖLDI HLJÓÐU.
Eins og flestir landar okkar fylgdumst við með þeim ósköpum sem gengu yfir suðurlandið í gær og hugur okkar hjá þeim sem lentu í þessum náttúruhamförum. Mildi að ekki urðu alvarleg slys á fólki. Heyrði í morgunfréttum að lítill gutti hefði fæðst fyrir austan mitt í öllum látunum. Dúlluleg frétt það.
Eftir að fréttir birtust um að sá stóri hefði líklega komið strax í kjölfarið varð manni rórra og við hættum á vaktinni um miðnætti. Dóttir okkar er á leið austur í dag og ætlar að dvelja í sumarhúsi yfir helgina með vinum sínum. Ekki veit ég hvernig ástandið er þar og helst hefði ég nú bara viljað vita haf henni í bænum en ætli þetta sé ekki að ganga yfir svo það þýðir ekkert að vera með einhverja móðursýki hér handan hafsins.
Kæru landar, sendum ykkur hlýjar kveðjur og hugur okkar er hjá ykkur öllum.
Tíðindalítil nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um leið og ég heyri orðið hlerun fer um mig ískaldur gustur. Áður en við lögðum leið okkar hingað til Tékklands vorum við oft gestir í sendiráði Tékkóslóvakíu í Reykjavík. Það var altalað að hvert orð væri hlerað og hljóðnemar í hverju herbergi. Okkur var ráðlagt að tala varlega jafnvel á okkar eigin móðurmáli því heimilisfólkið skildi meir en það vildi láta uppi í okkar ylhýra tungumáli.
Þegar við fluttum síðan hingað 1991 var maður hvergi öruggur, spæjarar í hverju horni og síminn var hleraður og það var ekkert leyndarmál á þeim tímum. Ekki það að þetta böggaði okkur hið minnsta, okkur stóð svo nákvæmlega á sama hvort fylgst væri með okkur þar sem við höfðum ekkert að fela og síðan hefðu þeir orðið að hafa ansi færan túlk til að túlka okkar tungumál. Ef til vill var það gert, hvað veit ég? Hér var engin óhultur á þeim árum.
Símalínur voru fáar og ófullkomnar svo algengt var að fjórar til fimm fjölskyldur deildu einu símanúmeri. Maður varð að sæta lagi til að ná línu út. Um leið og maður tók upp tólið heyrði maður hvort einhver var á línunni og gat fylgst með fjörugum samræðum eða hávaðarifrildi ef maður var hnýsinn á annað borð.
Ég skal nú samt viðurkenna að við vorum afskaplega fegin þegar ástandið fór batnandi með árunum og síminn varð okkar prívatapparat.
Dómarar ekki viljalaus verkfæri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.5.2008 | 13:40
Sorgleg grein sem vekur mann til umhugsunar
Þegar ég las þessa grein eftir Ingibjörgu S. Benediktsdóttur í morgun setti mig hljóða. Ef þetta er staðreynd þá er mikið að í okkar fyrirmyndar þjóðfélagi. Sem betur fer hef ég aldrei orðið að horfa upp á slíkar hörmungar í minni fjölskyldu svo erfitt er að dæma en á hinn bóginn get ég heldur ekki rengt frásögn Ingibjargar.
Vonandi vekur þetta fólk til umhugsunar og hvet ég alla til að lesa greinina.
Um 20 fíklar látist frá börnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.5.2008 | 13:42
Tékkneskt fyrirbæri
Hér hef ég séð bílstjóra sitja undir ungabörnum og hundum keyrandi um á hraðbrautinni. Svo þetta hefði alveg getað gerst hér í Tékklandi.
Tékkar hefðu líka fest bjórinn kyrfilega, hann er þeirra lífselexír. Börnin hefðu þess vegna verið sett í framsætið og ekkert sérstaklega hugsað um að festa þau í belti.
Er alltaf að vona að yfirvöld fari að taka á þessum beltismálum hér en ég held þeir nenni ekki að standa í því að stoppa bíla einungis vegna kæruleysi bílstjóra.
Annað mál væri ef það væru settar háar sektir hér þá væri löggæslan eins og mýflugur um allt, því auðvitað færi helmingurinn eða meira í þeirra eigin vasa.
Setti belti á bjórkassann en ekki barnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.5.2008 | 09:20
Mæðradagsblómið
Þú varst líknin, móðir mín,
og mildin þín
studdi mig fyrsta fetið.
Í dag er mæðradagurinn og mér finnst þessi fallegu orð eiga vel við í tilefni dagsins.
Margar voru þær mæðurnar hér áður fyrr sem börðust fyrir sjálfstæði og ólu önn fyrir börnum sínum einar og óstuddar. Ein af þeim konum var Katrín Pálsdóttir móðuramma míns elskulega. Hún ól önn fyrir stórum barnahóp með því að skúra fyrir þá háttsettu menn Alþingis eftir að hún flutti á mölina þá nýorðin ekkja.
Katrín var ein af þeim konum sem stofnuðu Mæðrafélag Íslands. Mikil kjarnorkukona.
Mæðradagurinn hefur alla tíð verið dálítið ofarlega í minningunni. Sólbjartur og fallegur þar sem maður skottaðist á milli húsa í hvítum sportsokkum og seldi Mæðradagsblómið.
Brosandi var tekið á móti manni alls staðar þar sem barið var að dyrum og allir keyptu blómið, alveg sama hvað lítil peningaráð voru á heimilinu. Tíndir voru smáaurar úr gamalli, snjáðri buddu og aldrei man ég eftir því að nokkur maður skellti á nefnið á manni. Ef einhver hafði verið á undan að selja þá var annað hvort blómið hengt í stórrisan fyrir hurðinni eða brosandi andlit sagði : Nei takk góða mín, ég er búin að kaupa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.5.2008 | 13:18
Lítill pistill um umferðamenninguna í Hamingjulandinu
Það er víst ekki bara heima í Hamingjulandinu sem eitthvað er ábótavant í umferðinni. Þegar við heimsóttum landið okkar um daginn vorum við dálítið að pæla í umferðamenningunni og komumst að því að við erum mjög sjálfstæð þjóð sem setjum okkur eigin reglur og látum ekki skipa okkur fyrir að fara eftir lögum ef við komumst hjá því.
Takið eftir, nú segi ég við því við vorum sjálfsagt engin undantekning frá reglunni þegar við bjuggum heima. En það er nú þannig að um leið og við stígum fæti inn í bíl á fósturjörðinni byrjum við á því að fylgjast mjög grannt með hraðamælinum. Viljum nú ekki láta taka okkur í landhelgi svona fyrsta daginn.
Það sem við tókum strax eftir er að landar okkar vita ekki að það eru stefnuljós á bílnum og svona stöng sem þú ýtir varlega upp eða niður eftir því sem við á. Ef til vill veit fólk þetta, er bara að spara rafmagnið, hvað veit ég. Eða því finnst þetta algjör aðskotahlutur sem þjóni engum tilgangi svo best bara að hunsa þessa litlu stöng við stýrið hvort sem skipt er um akrein, innáakstur eða beygt sé inn í aðrar götur.
Innáakstur er stórvandamál, maður verður að sæta lagi til að komast inn á aðalbrautir. Enginn gefur séns, allir eru svo sjálfstæðir í sínum bíl að þeir hafa ekki hugmynd um að fleiri séu á ferli og vilji komast leiðar sinnar. Sem sagt allir ,,Palli einn í heiminum"
Rosalega mega landar mínir vera fegnir að umferðaljósin eru sægstyllt eða eru allir litblindir? Gulur litur er örugglega ekki til í heilabúi margra. Grænt er grænt, gult er grænt og rautt er appelsínugult. Og drífa sig svo yfir gatnamótin og gefa hressilega í með ískri í dekkjum. Flott maður!
Framúrakstur á hægri akrein er bara hrein snilld! Koma svo, kitla pinnann, sjá hvað kerran drífur.
Svo fannst okkur alveg með einsdæmum allir jeppaeigendurnir á 15 milljóna tækjunum sem tíma örugglega ekki að láta fjarstýringu á farsímann í bílnum, allir með Prada síma við eyrað og keyrandi eins og kóngar í ríki sínu. Flott skal það vera maður!
Á meðan dvöl okkar stóð vorum við vitni að tveimur bílveltum á Reykjavíkursvæðinu, sem betur fer urðu engin stórslys.
Þar sem ég var að koma keyrandi frá Keflavík einn morguninn um ellefu leitið beygði sendiferðabíll fyrir mig inn á veginn við afleggjarann frá Keflavík. Ég hugsaði með mér jæja greyið hann er sjálfsagt að flýta sér. Mér lá ekkert á og keyrði á löglegum hraða á eftir kauða. Allt í einu hægir bíllinn á sér og tekur að rása á veginum. Ég hugsa með mér, ætli það sé eitthvað að og hægi á mér um leið. Sé ég þá hvað bílstjórinn hallar sér yfir í framsætið og sé ég ekki betur en hann taki upp síma. Þarna keyrum við á 50 km hraða en löglegur hraði var þarna 90km.
Bannað var að keyra fram úr svo ég held mig í mátulegri fjarlægð á eftir bílnum. Eftir nokkra stund hallar bílstjórinn sér aftur til hægri og nú sé ég að hann heldur á flösku í hendinni. Bíllinn rásar og auðséð að maðurinn er að bögglast við að skrúfa tappann af, síðan leggur hann flöskuna frá sér og tekur upp eitthvað sem líktist brauði eða hvað veit ég. Þarna var hann bara að borða hádegissnarlið sitt hinn rólegasti og algjörlega einn í heiminum.
Ef ég hefði verið stressaður bílstjóri hefði ég verið búin að blikka ljósum, blása í lúðra eða hvað veit ég en ég var orðin dálítið forvitin um framvindu mála svo ég bara lullaði þarna á eftir. Þegar við komum síðan að vegaframkvæmdunum við Vatnsleysu/Voga og ,,aumingjaskiltið" sem varla sést sýnir 50 km hraðatakmörkun, haldið ekki að kauði gefi í og snarar örugglega hraðamælinum upp í 90 ja alla vega sá ég hann ekki aftur. Sem sagt matartíminn var búinn og nú bara að drífa sig í vinnuna.
Er þetta hægt, ég bara spyr?
Annars er bara hér allt í góðu og fínt veður.
Sektaðir fyrir að keyra of hægt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
6.5.2008 | 08:15
Flottir strákar á fráum fákum
Hilmir Snær og Benedikt ríða í bæinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2008 | 09:16
1. maí fyrir þrjátíu árum.
1. maí fyrir nákvæmlega þrjátíu árum stóð lítill þriggja ára gutti fyrir utan veitingastað foreldra sinna við Hlemm og vakti mikla athygli vegfarenda þar sem hann stóð klæddur í hvíta kokkasvuntu sem bundin var undir handakrikana og náði alla leið niður að strigaskónum. Í hendinni bar hann stóra sleif sem hann hélt uppi sem veldissprota. Birtist mynd af þessum litla ljóshærða baráttumanni í einhverju dagblaðanna daginn eftir þar sem hann stóð þetta líka vígalegur tilbúinn í slaginn.
Fólk var að safnast saman með kröfuspjöldin og verkalýðsfána því nú átti að halda fylktu liði niður Laugaveginn. Þar sem litli guttinn stóð í sinni sértöku múnderingu og fylgdist með þegar fólk fólk fór að raða sér upp eftir öllum kúnstarinnar reglum tók hann allt í einu eftir því að nú hafði bæst í hópinn Lúðrasveit sem hann kallaði alltaf hornablástur. Sá stutti kætist allur og þar sem hann hafði nýlega farið í skrúðgöngu með foreldrum sínum á sumardaginn fyrsta og mundi vel eftir fánum og blöðrum sem fylgdu svona skrúðgöngum., hélt hann auðvitað að nú ætti að endurtaka leikinn.
Hann segir við föður sinn sem stendur þarna með honum: Pabbi koma í skrúðgöngu.
Nei, við förum ekki í þessa skrúðgöngu.
En pabbi það er hornablástur, ég vil fara í skrúðgöngu.
Nei, við förum ekki í svona skrúðgöngu, þetta eru bara kommúnistar.
Sama hvernig sá stutti suðaði, pabba var ekki haggað. Sjálfsagt hafa fallið nokkur tár enda hvernig átti lítill þriggja og hálfs árs gutti að skilja að pabbi vildi ekki fara með honum í skrúðgöngu. Hann varð að láta sér nægja að fylgjast með þegar fylkingin hélt af stað niður Laugaveginn með gjallandi hornablæstri.
Orðið kommúnisti bættist við orðaforða barnsins og var það versta sem hann gat sagt ef honum mislíkaði og þar sem bannað var að blóta á heimilinu var þetta orð notað í staðin.
Svona var nú uppeldið á þeim bænum. Ekki þori ég að segja til um hvar hann stendur nú í pólitíkinni en ég hallast að því að hann sé hægrisinnaður í dag.
Kröfuganga frá Hlemmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2008 | 07:33
Æ, nú bætist þetta við vorverkin í borginni.
Nýbúið að gefa út þá yfirlýsingu að allt ætti að vera orðið spik og spa fyrir 17. júní. Yfirlýsing sem mér fannst nú dálítið hlægileg. Er það ekki sómi hverrar borgarstjórnar hvar sem er í heiminum að sjá um að borgin okkar sé hrein og snyrtileg. Þarf að auglýsa það í öllum fjölmiðlum. Er ekki líka sjálfsagður hlutur að borgarbúar gangi sómasamlega um sína borg og beri virðingu fyrir mannvirkjum og öllu umhverfi sínu.
Hvað er svona merkilegt við það að götuhreinsun fari fram, eða veggjakrot hreinsað af húsum, þarf að mynda það í bak og fyrir og útlista það í fréttamiðlum og væla yfir því hvað kemur undan sjónum. Veit ekki betur en allir verði að taka til hendinni við vorverkin hvar sem er í veröldinni.
Ætli borgarstjórinn ykkar verði bara ekki að selja annan lystigarð núna til að ná upp í hreinsunarkostnað. Það er nú líka eitt axarskaftið í viðbót.
Nú ætla ég að láta taka mynd af mér þar sem ég og minn elskulegi erum á kafi í vorverkunum og við bíðum ekkert eftir sóparanum frá borginni, við hreinsum okkar götu sjálf.
Krotað á strætó í skjóli nætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2008 | 09:45
Enn eitt slysið við Vogaafleggjara
Hvað er eiginlega í gangi þarna, er verið að bíða eftir dauðaslysi? Hver er ábyrgur fyrir þessum vegaframkvæmdum? Er ekki löngu kominn tími til að setja alla vega viðeigandi aðvörunarskilti og fullkomin aðvörunarljós fyrst enginn ætlar að sjá sóma sinn í því að laga þennan spotta?
Skil ekki svona framkvæmdaleysi og sofandahátt.
Umferðaræðar opnaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |