Svokallaðar ,,partí- línur" voru algengar hér og spæjarar á hverju horni.

Um leið og ég heyri orðið hlerun fer um mig ískaldur gustur.  Áður en við lögðum leið okkar hingað til Tékklands vorum við oft gestir í sendiráði Tékkóslóvakíu í Reykjavík.  Það var altalað að hvert orð væri hlerað og hljóðnemar í hverju herbergi.  Okkur var ráðlagt að tala varlega jafnvel á okkar eigin móðurmáli því heimilisfólkið skildi meir en það vildi láta uppi í okkar ylhýra tungumáli.

Þegar við fluttum síðan hingað 1991 var maður hvergi öruggur, spæjarar í hverju horni og síminn var hleraður og það var ekkert leyndarmál á þeim tímum.  Ekki það að þetta böggaði okkur hið minnsta, okkur stóð svo nákvæmlega á sama hvort fylgst væri með okkur þar sem við höfðum ekkert að fela og síðan hefðu þeir orðið að hafa ansi færan túlk til að túlka okkar tungumál.  Ef til vill var það gert, hvað veit ég?  Hér var engin óhultur á þeim árum.

Símalínur voru fáar og ófullkomnar svo algengt var að fjórar til fimm fjölskyldur deildu einu símanúmeri.  Maður varð að sæta lagi til að ná línu út.  Um leið og maður tók upp tólið heyrði maður hvort einhver var á línunni og gat fylgst með fjörugum samræðum eða hávaðarifrildi ef maður var hnýsinn á annað borð. 

Ég skal nú samt viðurkenna að við vorum afskaplega fegin þegar ástandið fór batnandi með árunum og síminn varð okkar prívatapparat. Shocked 


mbl.is Dómarar ekki viljalaus verkfæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Persónunjósnir eru með ógeðfelldari hlutum.  Skil þig vel.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2008 kl. 19:49

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Æi, sakna þess soldið að geta ekki fylgst með nágrönnunum eins og í den.

Hjá okkur voru tvær stuttar og ein löng, símstöðin í Brú var þrjár stuttar.

Djö...hvað maður er orðin gamall.

Þröstur Unnar, 28.5.2008 kl. 20:36

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

"Sjarminn" af hlerunum leið undir lok með sveitasímanum gamla á Íslandi

Tek undir með Jenný, persónunjósnir eru mjög ógeðfellt fyrirbæri.

Marta B Helgadóttir, 29.5.2008 kl. 00:14

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Voðalegur barnaskapur er þetta! heldur einhver að hleranir séu hættar núna árið 2008? Bæði í pólitík og á hvern sem er? Eini glæpurinn í dag er þegar kemst upp um hleranir og það er sjaldgæfara núna enn nokkru sinni áður að það komist upp..hélt að allt viti borið fólk vissi þetta..

bara fara í Veiðimanna búðina í skipholtinu og kaupa labbrabb tæki, og svo getur hver sem er hlerað alla GSM síma sitjandi í bíl fyrir utan. Hvert einasta GSM tæki í 200 metra radíus. Svo er hægt að kaupa "laukföng" á netinu ef fólk vil skoða hvað sem er, hvar sem er með mynd og hljóði!

GSM sími er ekkert öðruvísi enn þegar smanúmerinn voru 2 langar og ein stutt og öll sveitin hlustaði.. 

Óskar Arnórsson, 29.5.2008 kl. 06:19

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Að lesa blogg er einhverskonar njósn... eða?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.5.2008 kl. 08:31

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ekki skemmtileg tilfinning Ía mín.
Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.5.2008 kl. 08:41

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Óskar Arnórsson, 29.5.2008 kl. 12:08

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það óhugnanlega við hleranirnar sem ræddar eru um í dag, voru þau orð sem sögð voru á Alþingi Íslendinga í gær,  og voru notuð sem rök fyrir því,  að það hafi þurft að hlera símana hjá þessu fólki.

 Það var óhugnanlegra en orð fá lýst. - Ég er en ekki búin að jafna mig á þeim orðum og þeirri heift sem fylgdi þeim orðum sem sögð voru úr ræðustól á Alþingi. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.5.2008 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband