Færsluflokkur: Dægurmál
2.1.2008 | 13:02
Á nýju ári 2008
Gleðilegt nýtt ár! Búin að keyra áramótaskaupið hehemm, varð dálítið ,,Lost" yfir því. Ef til vill ekki nógu vel inn í þjóðarsálinni svo ekki skal dæma hart. Tóm smákökubox, ekkert nema heilsufæði í ísskápnum og fullt af góðum fyrirheitum fylgja okkur nú inn í nýtt og farsælt ár.
Nenni ekki að fylgjast með völvuspámennsku læt bara mína einkaspá reyna að rætast eins vel og hægt er. Hér eru jólakortin enn að berast í póstkassann frá vinum og ættingjum. Betra sent en aldrei og takk fyrir að muna eftir okkur útlögunum.
Lagaði aðeins myndina af mér svo fólk getur nú séð aðeins betur framan í þá ,,gömlu" Segi nú bara eins og Halla vinkona orðaði það í jólakveðjunni: ,,Einu sinni vorum við bæði ungar og fallegar en nú erum við bara fallegar" Gott að húmorinn í lagi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2007 | 10:57
Áramótakveðja héðan frá Stjörnusteini
..GAMLÁRSKVÖLD er sú stund sem minnir okkur best á vanmátt sjálfsins í tímanum. Þannig kemst Búi Árland að orði í Atómstöðinni. Dulítið sem vert er að hugleiða á tímamótum.
Öll skiljum við eftir eitthvað af okkar sjálfi í formi minninga þegar gamla árið kveður og vonandi horfa flestir björtum augum til komandi árs 2008. Að lifa fyrir líðandi stund og getað þakkað fyrir hvern dag, hvort sem okkur finnst hann hafa verið okkur gjöfull eða erfiður er mikil kúnst en ætti að takast ef við leggjum okkur fram. Grasið er heldur ekki alltaf grænna hinum megin girðingar.
Við hér að Stjörnusteini óskum ykkur öllum farsældar á nýju ári hvar sem þið eruð stödd í heiminum. Þökkum vináttu ykkar á lífsleiðinni og sendum ykkur ljós á nýju ári 2008.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.12.2007 | 11:51
Naglasúpan endalausa.
,,Ertu svöng?" spyr minn elskulegi í gærkvöldi og ég svara ,,nei, plís ekki meiri mat!" En fyrr en varir er komin kalkúnsamloka á disk með bacon og majó og auðvitað er þessu skóflað í sig með góðri lyst enda getur minn búið til veislumat eins og kerlingin sem notaði naglann í ævintýrinu góða.
Við höfum svo sem farið í skógargöngu með hundinn til að létta aðeins á okkur en þegar heim er komið er bara farið í það að laga heitt súkkulaði með Marshmallow! Hreint út sagt ógeðslegt! En mikið rosalega er það samt gott!
Sem betur fer held ég að allir afgangar séu á þrotum. Hangikjötið var notað kalt með uppstúf og grænum Ora, rjúpurnar fóru í tartalettur og svo síðast en ekki síst kalkúninn góði. Í gær tók ég mig til og henti öllu úr báðum ísskápunum sem ekki var nógu gott í hundskjaft. En ég tímdi ekki að farga restinni af kalkúninum sem auðvitað kom sér vel í gærkvöldi.
Var að hugsa um að henda öllu sælgæti sem fyrirfinnst hér í húsinu í poka og gefa hússtýrunni á morgun. Þá loksins verð ég ánægð, ekkert gúmmelaði lengur til!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gæti hugsast að sumir færu bara út að skjóta upp einni rakettu með börnum sínum nú eða fá sér fá sér aðeins meira af nýjársborðinu svo eru þó kokkuð margir sem nota auglýsingatímann í það að fara á salernið. Þar færi nú rándýr auglýsing fyrir bý. Klár á því að það verður skoðanakönnun á nýju ári, hversu margir horfðu á herlegheitin. Og gaman verður að heyra svörin. ,, Nei ég skrapp nú bara sí svona á klóið" eða ,, nei amma hringdi einmitt í mig þá" eða eitthvað annað skemmtilegt.
Annars man ég eftir því í gamla daga þegar Bessi heitinn Bjarnason og Árni Tryggva héldu uppi mjög skemmtilegum auglýsingum fyrir Happdrætti Háskólans. Faðir minn, blessuð sé minning hans, mátti aldrei missa af þessu og beið alltaf spenntur eftir að sjá hvaða grín vinirnir kæmu með á nýju ári og skemmti sér alltaf jafn vel.
Ég var nú líka svo fræg að koma fram eitt árið í nýjársauglýsingu Happdrætti Háskólans með Randveri vini mínum Þorlákssyni. Nú kemur hann fram með ekki ófrægari manni en John Cleese, sko minn mann, góður!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.12.2007 | 23:31
Ó helga nótt.
Nú hefur færst ró yfir heimilið og stjörnubjartur himinn hvelfist yfir okkur með allri sinni dýrð hér að Stjörnusteini. Við erum búin að eiga yndisleg jól með litlu fjölskyldunni okkar bæði í gær og í dag og nú sit ég hér ein við kertaljós og nýt kyrrðarinnar. Litla sálartetrið mitt er fullt af þakklæti fyrir þá blessun sem fylgir barnaláni en mikið hef ég saknað Soffíu minnar, litla skriðdrekans,Þóri Inga og Steina þessi jól. En það er ekki hægt að heimta allt hér í henni veslu, svo maður verður bara að vera þakklátur fyrir það sem Guð gefur manni hverju sinni. Og það koma jól eftir þessi jól.
Þegar þið vaknið í fyrramálið, gleymið ekki að gefa smáfuglunum. Það leynist alltaf einn og einn á meðal þeirra sem fylgja ykkur á lífsleiðinni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.12.2007 | 13:47
Jólaklukkur hljóma í byrjun lesturs jólakveðja hjá Ríkisútvarpinu
Það var ekki laust við að lítið tár eða tvö læddust í augnkrókana áðan þegar lestur jólakveðja hófst nú fyrir stuttu í Ríkisútvarpinu. Síðan ég man eftir mér hafa jólakveðjur landsmanna verið órjúfanlegur hluti Þorláksmessu ef frá eru talin þau ár sem við náðum ekki útvarpstengingu hér í Tékklandi.
Á okkar heimili á Íslandi var Þorláksmessa ávallt mjög skemmtileg. Minn elskulegi var yfirleitt á kaf í vinnu þar sem við rákum veitingastað í miðborginni en ég naut þess að vera heima með börnunum og klára undirbúning jólanna. Um kvöldið þegar búið var að loka Matstofunni fengum við hjónin okkur göngutúr niður Laugarveginn og alltaf var stoppað hjá gull- og úrsmiðunum Jóni og Óskari og fengið sér koníakslögg. Haldið var síðan áfram alla leið niður í miðbæ með smá stoppum hingað og þangað þar sem kunningjum og vinum var óskað Gleðilegra Jóla. Eftir bæjarrölt var haldið í Hraunbæinn og kíkt aðeins inn hjá góðvinum okkar. Þegar heim kom var síðan jólatréð skreytt. Yfirleitt var það nú minn elskulegi sem stóð í því en ég var góð þar sem ég sat í stól og stjórnaði verkinu með harðri hendi. Stundum laumaðist ég aftur inn í stofu þegar minn elskulegi var sofnaður og ,,lagaði" aðeins skreytinguna eftir mínu höfði.
Já það hefur mikið breyst hér síðan við héldum okkar fyrstu jól hér í borg og ein Þorláksmessa er mér ofarlega í huga núna þegar ég skrúfa til baka. Ekki man ég nú hvaða ár það var en það er örugglega langt síðan.
Allavega var Soffa okkar ekki hér þá með okkur þau jólin því annars hefði ég ekki verið svona alein á Þorláksmessu. Ætli sonurinn og minn elskulegi hafi ekki verið á kafi í vinnu því ég man bara eftir því að ég var að ganga hér ein um götur Prag í frostkaldri nóttinni og tárin streymdu niður andlitið, mikið fannst mér ég þá vera einmanna. Mikið saknaði ég þá þess að vera ekki heima á rölti niður Laugarveginn.
Já stundum var erfitt að vera hér í ókunnu landi en mikið má ég vera þakklát fyrir að þessi tilfinning kemur örsjaldan yfir mig og í dag hef ég næstum alla fjölskylduna hér hjá mér. Alla nema Soffu mína og hennar fjölskyldu. Mikið sakna ég þeirra núna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2007 | 08:15
Jólaskaup Orkuveitunnar
Allgjör snilld! Starfsfólk með húmorinn í lagi. Þeir sem ekki hafa kíkt á myndbandið ættu að gera það hið snarasta. Lífgar upp á svartasta skammdegið og kemur öllum í gott skap. Ætli þau verði fengin til að troða upp í Áramótaskaupinu? Það mætti alveg borga fyrir svona skemmtilegheit!
Rei, rei, ekki um jólin" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2007 | 12:48
Celine Dion versus Bette Midler
Celine Dion hætt að skemmta í Las Vegas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2007 | 11:03
Nú klikkuðu Svíar aldeilis....
....því jólasveinarnir búa enn á Íslandi og meira að segja svo tugum skiptir. Það vitum við sem fylgjumst með fréttum og þjóðarsálinni. Ekki aðeins jólasveinar heldur líka fullt af jólasveinkum sem afneita bleika litnum bara svo eitthvað sé nefnt.
Leppalúði, Grýla, Leiðindarskjóða og Bóla eru þarna einhvers staðar líka og stjórna öllum þessum skara með harðri hendi. Það hefur ekkert breyst og mun ekki breytast. Við höldum fast í okkar menn og engin von um að þeir finnist í Kirgistan.
Íslenski jólasveinninn verður alltaf á okkar góða landi, bara misjafnlega sjáanlegur.
Leita að Sveinka í Kirgistan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2007 | 09:22
Heimþráin gerir vart við sig - er eitthvað svo blue
Ég get varla sagt að ég hafi fengið heimþrá öll þessi ár okkar hér fjarri heimalandinu en þar sem ég sat og fletti blaði landsmanna með morgunkaffinu helltist þetta bara yfir mig sí svona.
Ég saknaði þess allt í einu að komast ekki á Jólatónleika, ekki það að hér geti ég ekki hlýtt á fallega tónlist í hundrað turna borginni en það eru svo ótal margir tónleikar í gangi heima sem ég gæti hugsað mér að hlýða á og ég las einhvers staðar að það væru yfir 100 tóleikar í gangi núna á aðventunni.
Ég gæfi mikið fyrir að geta dólað mér í svona klukkutíma inn í góðri bókaverslun og gluggað í jólabækur, rölt niður Laugarveginn og fá mér kaffitár með dóttur minni. Já ætli það sé ekki það sem kemur þessari heimþrá af stað. Undanfarin ár hefur dóttir okkar búið í London en er nú komin aftur heim með fjölskyldu sína og í gær hringdi hún í mig og var að fara að baka smákökur með vinkonum sínum og mikil jólastemmning í gangi.
En það þíðir ekki að súta þetta, ég bara skelli mér núna í að skreyta húsið og panta mér miða á Hnotubrjótinn og málinu er reddað.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)