Færsluflokkur: Dægurmál

Mikið má þakka barnalánið

Tárin leituðu ósjálfrátt í augnkrókana þar sem ég sat við matarborðið á laugardaginn og horfði á fallegu fjölskylduna mína samankomna.  Barnabörnin okkar tvö Elma Lind, sem var að koma í fyrsta skipti í heimsókn til afa og ömmu, Þórir Ingi alla leið frá Íslandi, börnin okkar tvö og tengdabörn.  Amma Sóley frá Grenivík og Ingunn frænka.  Mikið fannst mér við vera rík!

Þar sem þakkargjörðarhátíðin var senn á enda fór vel á því að þakka fyrir barnalánið og þá blessun sem fylgir velgengni í lífi og starfi.  Afinn stóð sig að sjálfsögðu vel í eldhúsinu og kalkúninn rann ljúffenglega niður með tilheyrandi stuffing og gúmmelaði.  Kærkomin stund með fjölskyldunni.


Calendar Girl

Sko þá gömlu. Ég er mörgum sinnum búin að segja vinkonum mínum í International Womens Club að koma með svona dagatal til fjáröflunar í staðin fyrir hundleiðinlegar myndir af styttum og húsþökum hundrað turna borgarinnar. Við gætum stórgrætt og hjálpað miklu fleirum en hingað til.  En það bara þorir enginn að taka af skarið.  Ætti ég að slá til á næsta ári?Wink 
mbl.is 101s árs ellilífeyrisþegi afklæddi sig í þágu í góðgerðarmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórglæsilegt - hitti beint ÍMARK

Andri Már Ingólfsson markaðsmaður ársins!  Til hamingju Andri!  Kom okkur svo sem ekki að óvörum þar sem við erum búin að fylgjast með þinni fábæru framtaksemi í gegnum árin.  Þú ert svo sannarlega búinn að vinna fyrir þessum heiðurstitli og við, ég og minn elskulegi óskum þér áframhaldandi velgengni.  Hlökkum til að sjá ykkur Heimsferðafólk hér í Prag á næstu dögum.

Fyrir þá sem nenna ekki lengur að fægja silfur. Þetta svínvirkar!

Hér er virkilegt skítaveður og best hefði verið að kúra fyrir framan arininn með góða bók en samviskan sagði mér að það gengi ekki upp enda af nógu að taka hér á heimilinu. Gerði góða tilraun til að klára haustverkin hér úti en hrökklaðist inn undan veðrinu. Vonandi tekst mér að klára það um helgina.

Tók mig til og dró allt silfrið úr skúfum og skápum og er nú langt komin með að þrífa allt draslið.  Sem sagt, byrjuð á jólahreingerningum.  Ætla að koma að hér fínni hugmynd ef einhver skildi vera orðinn pirraður á að pússa silfur.

Setjið fjórar matskeiðar af matarsóda og fimm ræmur af álpappír í fat og dúndrið draslinu ofaní og hellið sjóðandi vatni yfir.  Bíðið í nokkrar mínútur og viti menn, silfrið ykkar kemur upp eins og nýtt!  Frábær hugmynd.     


Á að bæta þjónustuleysið sem flugstöðin er fræg fyrir?

Nú verður gaman að sjá hvort þeir bæti þjónustu við farþega, þá á ég aðallega við farþega sem þurfa nauðsynlega á hjólastól að halda.  Ég hef í tvígang á þessu ári lent í veseni með hjólastólafarþega bæði við brottför og komu til landsins.  Þar sem þeir virða ekki alþjóðalög og er nokk sama hvort farþegi sem ekki er fær um að ferðast án hjálpar kemst út í vélina.

Dóttir mín lenti líka í því að koma heim með ungabarn þar sem tíu aðrar mæður biðu í einn og hálfan tíma með grátandi börn um miðja nótt eftir barnakerrunum úr vélinni. Engin svör fengust og ekkert nema ónotin!!

Vinkona mín kom frá Spáni fyrir nokkrum viku með eiginmann sinn sem hafði fengið hjartaáfall og var með brotinn ökla í ofanálag.  Enginn hjólastóll, enginn þjónusta!!!!!!!!!

Í öllum þessum tilvikum var búið að panta hjólastóla.  Þjónustuleysið og dónaskapurinn er þvílíkur við farþega að það er landi og þjóð til háborinnar skammar!  Og svo hækka þeir aðstöðugjöld um 56% !  Hlakka til næst þegar ég kem heim og þarf á hjálp eða aðstoð að halda. 


mbl.is Mótmæla hækkun aðstöðugjalda í Leifsstöð um 56%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskiptavinir vinsamlegast klæðist kuldagalla....

..ef þið ætlið ekki að forkelast við innkaupin.  Hahaha.. ég sé fyrir mér alla viðskiptavini Bónus hálfa ofaní frystikistunum kafandi eftir kjúllunum góðu sem eiga að leynast þarna einhvers staðar.  Allir dúðaðir upp fyrir haus í dúnúlpur og 66°norður. Fyrirsögn blaðanna.  Kona með 1 stigs kalsár eftir að hafa verslað í Bónus. Wink  Svei mér þá ég held ég sé bara fegin að búa ekki á þessu landi.Errm
mbl.is Bónus gerir athugasemd við frétt Sjónvarpsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nornir og seiðskrattar til hamingju með daginn!

Ég nornin, eins og fleiri sem fæddir eru 31. október erum að sjálfsögðu mjög sérstakur þjóðflokkur og teljumst til norna og seiðskratta.  Ekki leiðinlegt það. Hér gutlar í pottum og þokan liggur þung og svört yfir sveitinni.  Alveg sérstök Halloween stemmning í tilefni dagsins og ég fíla þetta alveg í botn skal ég segja ykkur.  

 Minn elskulegi vakti mig með kossi og þegar ég opnaði pósthólfið var það fullt af Amerískum tónkveðjum frá vinum mínum handan hafsins.  Soffa mín talaði við mig frá Íslandi með kossum og knúsi.   Ekki slæm byrjun á góðum degi.  Ætla núna að koma mér í nornarmúnderinguna og halda á fund hins óvænta sem dagurinn hefur uppá að bjóða.


Listasetrinu lokað fyrir veturinn

Það er ansi tómlegt hér núna að Stjörnusteini þar sem við erum búin að loka Listasetrinu Leifsbúð yfir vetrarmánuðina.  Engin sem skreppur yfir í kaffi til að spjalla um daginn og veginn.  Svo hljótt, svo hljótt! Aðeins hvíslið í vindinum og einstaka tíst í spörfuglum sem sækja nú hingað í leit að hnetum og öðru fóðri sem ég er óspar nú þegar kólna fer í lofti.

Jæja, þetta kemur allt með farfuglunum með vorinu.  Þá vonandi fyllist Listasetrið aftur lífi og fjöri.  Mig langar til að þakka öllum þeim sem dvöldu hér í sumar fyrir skemmtilegar samverustundir og frábæra viðkynningu. Verið öll velkomin aftur hingað í Leifsbúð.


Föstudagsþankar hvutta - nú er ég fúll á móti

  Í allan dag hef ég verið hunsaður af fóstru minni, já hunsaður. Allt hefur snúist um þessa prinsessu sem fæddist í morgun. Örugglega rosalega sæt og fín en hvers á ég að gjalda, bara spyr?  Ekki nóg með það, nú á að skilja mig eftir hér heima alla helgina með hússtýrunni þar sem fóstra mín og fóstri ætla að dandalast til Vínarborgar í smá teiti.

Það var búið að lofa mér því að ég fengi almennilegt bað og fínerí á morgun en það skeður örugglega ekki því þau ætla eldsnemma í fyrramálið að heimsækja þessa prinsessu þeirra og segja eitthvað svona dúdú, ossalega ertu mikið krútt og blablabla.  Svo á bara að skilja mig eftir hér heima. Þvílíkt hundalíf! Varð bara að koma þessu á blað þar sem ég heyrði að fóstra mín ætlaði að loka tölvunni alla helgina.    


Rusl eða ekki rusl?

Nú verð ég að fara út og grandskoða ,,ruslið" sem fór út í gær!  Ekki spurning. Ég var í skápatiltekt og það fóru fleiri pokar af ,,drasli" út úr húsi sem fara síðan til góðgerðafélaga. Fékk þvílíkan bakþanka þegar ég las um málverkið sem fannst fyrir tilviljun á götu úti. Gæti hugsast að ég hafi hent uppáhalds hálsbindum míns elskulega?  Úps, eins gott að hann komist ekki í pokaskjattana, þá er ég í vondum málum. 

Minn elskulegi er einn af þeim sem heldur því fram að allir hlutir komi að góðum notum einhvern tíma seinna á lífsleiðinni og er með hálfgerða söfnunaráráttu en ég aftur á móti held ekki mikið í gamalt ,,drasl" og gef óspart úr skápunum. Almáttugur minn, eins gott að pæla ekki mikið í hverju ég hef fargað um ævina af okkar veraldlega drasli.Tounge   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband