Færsluflokkur: Lífstíll

Ekkert er eins heilagt og barnssálin

Litla þriggja mánaða perlan okkar hún Elma Lind grét sáran um leið og  mamma hennar lokaði útidyrunum og skildi hana eftir í fyrsta skipti í umsjá afa og ömmu. Afinn fór alveg í kerfi og gekk um gólf eins og óður væri en amman tók þessu með stóískri ró og bar þá litlu upp á loft enda mín búin að kúka í buxurnar og prinsessa getur ekki verið þannig lengi án þess að láta í sér heyra.

Held að við höfum komið ágætlega út í pössunarhlutverkinu.  Sú stutta tók nokkrar aríur á milli þess sem hún kúrði til skiptis hjá afa og ömmu enda dálítið lasin í mallanum og þá líður manni ekki sérlega vel og vill kúra í hálsakoti.  Þegar foreldrarnir komu heim, dálítið á nálum hvort við hefðum nú staðið okkur í hlutverkinu fengum við held ég grænt ljós frá þeim báðum.

Rakst á þetta um daginn og læt fylgja hér með

Ekkert er eins heilagt og barnssálin, því hún trúir

guði sínum og lifir í guði sínum, og sakleysið og hreinleikinn

sem skín úr augum barnsins er endurskin af sál guðs,

og bæn barnsins er andaráttur guðs.

                                                                                     HKL


Smá krúttblogg

Ring... afinn tekur upp símann.  Heyrist í afanum ,,Voff,voff, mjá, Þórir Ingi!  Afa...burrrr... Hundurinn trillist og fer að spangóla með afanum sem er að tala við dóttursoninn sem er fjórtán mánaða og nýfarinn að uppgötva símann. ,,Talaðu almennilega við barnið, hann skilur alveg mælt mál" kalla ég þar sem ég sit í rólegheitum og tala á hinni línunni og heyrði varla í sjálfri mér hvað þá viðmælanda mínum.

Slít sambandinu dálítið pirruð og geng til míns elskulega þar sem hann er enn að babla einhverja vitleysu við drenginn. Fæ loks tólið í höndina og segir:

,, Þórir Ingi minn, þetta er amma.  Hvað ertu að gera núna? 

 Bruslgessurblad heyrist á línunni.

 ,, Jæja elskan, ertu að horfa á Dodda í sjónvarpinu"?

Glastubruslasa  Haaaa.......

,, Já er það er hann svona skemmtilegur"....

Haaaaaaaa.... sklbrrrrummmd.....

,, Jæja elskan lofaðu mér að tala við mömmu þína aðeins"

......Haaaa.......æjjjjjjjjjjjjjjj......

,, amma talar við þig bráðum aftur, segðu bless" 

..........Baba... 

 ,,Bæ, bæ elskan".

Símtali líkur og minn elskulegi horfir með andagt á mig og spyr:,, Er hann farinn að tala í símann"?  Svar:  Auðvitað fyrir löngu síðan.  Hélt þú vissir að barnið er séníLoLWhistling

 


Not possible, big problem

Vaknaði, skrúfaði frá sturtunni, ekkert vatn! Niður í eldhús, ekkert vatn!  það þýddi ekkert kaffi! Og þá er ég í djúpum skít því ég get ekki vaknað fyrr en eftir tvo til þrjá bolla.  Hringi í minn elskulega.  Verður að redda þessu í hvelli , ekki seinna en núna!Angry   Slakaðu á, viðgerðamaður á leiðinni. Opna tölvuna, hjúkket það er þó alla vega rafmagn á bænum.   

Ekkert vatn nema sódavatn til og kaffi lagar maður ekki með sódavatni.  Gaf hundinum smá vatn í skálina, hann hnusar, fussumsvei drekk ekki sódavatn.  Nei en þú getur drukkið úr drullupollunum!  Andsk. sérviska er þetta! OK þá færðu bara ekkert vatn.

Bíða eftir viðgerðarmanni kemst þess vegna ekki útí vegasjoppu að kaupa venjulegt vatn. Loksins kemur hann og þá fæ ég þetta bölvaða máltæki Tékkanna: ,,Madam, not possible, big problem" Arrrgg.. ,,kem eftir tvo tíma aftur" Devil   Fer út, keyri í sjoppuna hef aldrei komið þar áður, lá við að ég sneri við í dyrunum og keyrði 12 km á næstu Shell stöð.  Lyktin, maturinn í borðinu og súrefnisleysið, lá við öngviti og hefði getað æltSick  Lét mig hafa það, var að fá mjög slæm fráhvarfseinkenni af kaffileysi.

Kem heim, gef hundspottinu rándýrt flöskuvatn, helli uppá kaffi.  Bíð með óþreyju eftir að kannan fyllist.  Skrepp frá, kem aftur.  Shit, allt kaffið flæðandi útum borð og gólf.  Nýbúin að kaupa þessa forláta AEG kaffikönnu sem virkar ekki jack!  Er nefnilega ekki í fyrsta skipti sem þetta skeður. AEG er sjálfsagt bara þvottavélafyrirtæki.  Önnur tilraun tekst með því að standa yfir græjunni og góna.

Búin að þrífa gólfið með Perrier.  Kaffið bragðast illa.  Verð að komast út úr húsi en get það ekki er enn að bíða eftir viðgerðamanninum þessum með öll problemin.Tounge


Konur eru konum verstar eða svo er sagt

Í grámyglu morgundagsins þar sem ég keyrði að heiman niðrí borg á leið á fund og hafði lítið annað að gera en að fylgjast með letilegri  umferðinni (140-180 pr.km) fór þessi dagfarsprúða kona sem ég er yfirleitt að semja skammarræðu sem hún ætlaði að þrusa yfir fundarkonur. 

 Ég er sporðdreki sem yfirleitt tek öllu með þegjandi sældinni nema þegar mér eða öðrum er misboðið eða sýnd rosalegt óréttlæti þá síður ekki bara upp úr heldur ég hreinlega gýs. Það sem lá mér svona þungt á hjarta er búið að krauma innra með mér undanfana viku og þegar kraumar fer að sjóða og síðan kemur sprengingin, það er bara ekkert öðruvísi.

Nú verð ég að skýra mál mitt aðeins betur fyrir lesendum.  Árið 1968 var stofnaður hér kvennaklúbbur Commercial Wifes. Eiginkonur erlendra verslunarfulltrúa í Sendiráðunum hér tóku sig til og stofnuðu þennan klúbb.  Eftir nokkur ár lagðist þessi samkunda niður og það var ekki fyrr en árið 1991 að hann var endurvakinn af 12 erlendum konum sem allar voru kvæntar erlendum verslunarmönnum hér í borg.  Ég var ein af þessum endur-stofnendum og erum við aðeins tvær eftir af gamla genginu.  Fyrst í stað hittumst við heima hjá hvor annari í morgunkaffi og tilgangur með þessum félagsskap var að miðla upplýsingum um almenna þjónustu sem erfitt var að finna (engar gular síður) sbr. læknishjálp, skóla, jafnvel upplýsingar um hvað væri á markaðinum þennan daginn.  Við vorum með svokallað net.  Ef einhver fór á markað og fann t.d. Iceberg salat þá var hringt út og látið síðan ganga áfram.  Yfirleitt voru kálhausarnir taldir svo engin færi fýluferð.  10 hausar 10 úthringingar.  Engin vogaði sér að kaupa nema eitt stykki.  Svona var nú það. 

 Annað sem þessi klúbbur gerði var að koma saman einu sinni í mánuði og skemmta sér með eiginmönnum.  Við vorum allar giftar vinnuölkum þ.a.l. allar á sama báti. Við drógum karlanna með okkur hingað og þangað um borgina og yfirleitt var sérstök nefnd í því að finna nýja staði sem hentaði til partýhalds.  Þetta var ótrúlega skemmtilegur tími og við vorum rosa ,,tím" öll sem eitt.

Nú kem ég loksins að kjarna málsins.  Örugglega allir búnir að gefast upp á þessari langlokuWink Í dag er þessi félagskapur enn við líði.  Hættur að kalla sig Commerial Wifes (þótti allt of dipló hef aldrei skilið það) og kallar sig í dag Prague Friends ( sounds like The Amish people) hef aldrei þolað þessa nafnabreytingu. OK. Fimmtíu konur héðan og þaðan út heiminum eru nú félagar og hittast einu sinni í mánuði yfir morgunkaffi. 

Ástæðan fyrir því að ég var svona rosalega reið var að við ég og formaðurinn vorum búnar að undirbúa Gala Ball hér í janúar og vorum komnar með um 50 manns á lista en urðum að afpannta allt heila klabbið sal, hljómsveit, mat og allt sem því fylgir að halda Grand Ball.  Djöfuls spæling.  Enduðum með 20 manns á listanum.

 Fomaðurinn (góð vinkona mín Breti) fór mjög fínt í þetta í byrjun fundar eins og sannur Breti en síðan tók ég við og hellti mér yfir þessar kerlingar sem bara þiggja og gera ekkert nema krítesera. Ég lét þær heyra að við værum ekkert hressar með þetta og þetta væri ekki í fyrsta sinn sem við yrðum að kanselaera vegna lack of interest. 

Tíu konur eru held ég virkar í þessum klúbbi í dag hinar bara sitja og smjatta á kökum og kaffi.  Engin leggur neitt til málanna bara láta mata sig á upplýsingum og toppurinn sem kom fram á fundinum var þegar ég spurði hvað er hér í gangi, hver vegna skrifið þið ykkur á lista aftur og aftur og bakkið síðan eða jafnvel mætið ekki? Hér eru konur sem leggja sig fram ár eftir ár. Halló 

Svör:  My husband don´t like dancing!  My husbands tox dont fit anymore!  My husband is taking me skiing!  Úr mínum munni frussaði ég : It is a lousy excuse I don´t accept this. Síðan kom þrumuræða sem ég sjálf eiginlega vissi ekki til að ég gæti látið út úr mér. Að lokum bað ég þær vinsamlega um að hugsa sinn gang þetta væri enginn andskotans saumaklúbbur.

 Minn elskulegi spurði mig eftir fundinn ,,hvað var þarna í gangi, (fundurinn haldin á Rvík)  það mátti heyra saumnál detta þegar þú varst búin"?  Hehehhe. Japs, gott mál og mér leið rosalega vel eftir að hafa ausið úr skálum reiðinnar. Rosalega er gott að geta blásið út einstöku sinnum.

Fékk mér síðan Lunch með góðum vinkonum og ræddum málin í rólegheitum en ég er viss um að nú er ég á milli tannanna hjá mörgum. Wink           

Úps, þetta var gott!Joyful

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  


Á grænu ljósi á leið á tónleika

Við, ég og minn elskulegi fórum á vit menningarinnar hér um síðustu helgi og skelltum okkur á tónleika sem haldnir voru í  höll tónlistarinnar hér í borg. Þar sem við komum út úr bílnum okkar slógumst við í hóp fólks sem var að koma út frá Metro stöðinni og allir í halarófu auðsjáanlega á leið í Rudolfinum.

 Hvernig sáum við að þetta væru tónleikagestir jú einfaldlega vegna þess að Tékkar fara í sitt fínasta púss þegar þeir mæta í Þjóðleikhúsið, Óperuna eða Rudolfinum. Karlar klæðast jafnvel smóking með hvíta hálsklúta og konur mæta iðulega í síðum kjólum og allir með sama hátíðarsvipinn.  Það stendur hreinlega utan á þeim, nú er ég að fara á vit menningarinnar.

Ekki er ég nú að tala um þetta í niðrandi merkingu mér finnst þetta góður siður og klæði mig sjálf alltaf dálítið uppá þegar ég sæki þessi menningarhús.

 Hér áður fyrr var stundum dálítið kúnstugt að sjá klæðnaðinn hjá Tékkunum.  Dustað hafði verið rykið af gamla smókingnum eða svörtu jakkafötunum og kjólar teknir fram sem greinilega höfðu verið í tísku fyrir 20 árum. En allir svo innilega glaðir með sig og sína að maður fór ósjálfrátt að hugsa hvað maður væri búinn að hafa það gott á meðan þetta fólk var í 50 ára fangelsi. 

Þar sem ég stóð innan um Tékka nútímans og beið eftir grænu ljósi hugsaði ég hvað fólkið hefði breyst hér á þessum 17 árum. Allir svo vel klæddir en með sama hátíðarsvipinn, ég er að fara í ´Rudolfinum.

   

  


Hangandi í vírgirðingu með rósarunna í rassinum.

Minn elskulegi fór með mig og hundinn í skógargöngu í dag. Ég ætlaði nú varla að nenna þessu þar sem ansi er frostkalt en sól skein í heiði svo ég lét mig hafa það að drattast með. Ákveðið var að taka lengri leiðina og allt gekk þetta vel í byrjun þar sem við gengum eftir frostfríum slóða eða næstum því. Þegar við vorum komin um helming leiðarinnar fór að halla niðrí móti og framundan ein íshella. 

 Minn elskulegi, sem alltaf gengur svona tíu metrum á undan mér stoppar og segir,, Heyrðu elskan, ætli sé ekki best að ég leiði þig núna"  og að sjálfsögðu bjóst ég við að mér væri rétt hlý hönd og sterk en þess í stað heldur hann bara áfram sínu stiki og ég heyri hann muldra,,ætli sé ekki best að ganga hér meðfram slóðinni, haltu þér bara í vírgirðinguna"  Andskotans tillitsemi er þetta hugsa ég með mér þar sem ég fer fetið niður snarbratta brekkuna.  Minn elskulegi kominn í hvarf með hundinn á hælunum og ég þarna alein eins og belja á svelli, hangandi í vírgirðingunni sem gaf eftir í hverju togi, flækjandi fótunum um rætur og festandi buxurnar í villtum rósarrunnum.  

Eftir mikið strit og alla vöðva spennta komst ég loks niður á jafnsléttu.  Birtist þá ekki á móti mér hann Erró minn (hundurinn) sem auðsjáanlega hafði farið að undrast um mig.  Ég hugsaði OK, ef ég hefði dottið og ekki komist upp aftur hefði alla vega hundurinn leitað að mér.  Það var ekki sérlega hlýtt augnaráð sem mætti mínum elskulega þar sem ég skakklappaðist heim á leið með verki í fótum og hjartað í buxunum.  Enginn göngutúr í bráð, alla vega ekki fyrr en fer að hlána.    


Að fara sínar eigin leiðir þarf ekki að vera svo slæmt

Mikið dáist ég að fólki sem rífur sig uppúr rúmi klukkan hálf sex til þess að mæta í leikfimi.  Dóttir mín er ein af þessum ofurhetjum.  Ég hef nú varla farið lengra en í póstkassann síðan um áramót enda orðin ansi grámygluleg ásýndar.Sleeping

 En það segir mér engin að æða í heilsurækt bara af því að það sé ,,inn" að mæta fílefldur fyrsta í nýári og sprikla og teygja með fjöldanum, þjást síðan af harðsperrum í margar vikur og bölsótast útí þjálfarann sem er gjörsamlega að drepa allan minn lífsþrótt.

Nú eru fjölmiðlar uppfullir af þessu heilsukjaftæði og auðvitað les maður allar þessar greinar og hugsar með sér ,,Ég ætti nú að fara að hreifa mig og vera með í heilsuátaki þjóðarinnar".  Ég bara nenni því ekki núna og minn tími kemur bara með hækkandi sól eins og alltaf.

Svo pirrar það mig rosalega þegar ég les endalausar klausur um að éta þetta margar appelsínur og háma í mig eitthvert grasfæði en hlakkaði aðeins í mér þar sem ég las um daginn grein þar sem British Medical Journal upplýsti lesendur um að 8 lítrar af vatni á dag gerði engum gagn.  Jamm, ég hef alltaf sagt að vatn væri til þess að þvo sér uppúr, algjör óþarfi að vera að þamba þetta í tíma og ótíma. Þoli ekki fólk sem gengur um götur með vatnsflöskuna eins og vörumerki heilsusamlegs lífernis.  Fusssss! 

En öllu gamni fylgir smá alvara og þar sem ég sit hér og þamba lútsterkt kaffi með mína sígó er ég svona hálft í hvoru að hugsa mér að fá mér göngutúr þó ekki sé lengra en í póstkassann.  Það eru alveg svona 100 metrar. Wink Góð byrjun á heilsuátaki ársins.  Kannski ætti ég að taka vatnflöskuna með?  Woundering

 

 


Tapað en ekki fundið!

Þar sem ég stóð á haus ofaní plastpoka í gær í leit að hring og armbandi sem ég tapaði á nýársnótt vissi ég ekki um hinn heilaga Antoníus sem er víst hinn vænsti dýrlingur og hjálpar auðkýfingum svo og almúganum að finna horfin auðæfi. Wink  Ég hef nú aldrei verið mjög trúuð á áheit svo ég held að ég hefði nú ekki farið að taka upp á því að biðja þann heilaga um að ómaka sig fyrir svona lítilræði enda hefur sá góði maður örugglega nóg á sinni könnu og ef satt skal segja var þessi leit ekkert geðsleg Tounge

Ég var svo óheppin þar sem við vorum að gleðjast með vinum okkar um áramótin á Rest. Reykjavík að tapa bæði forláta hring og armbandi.  Þetta er auðvitað með ólíkindum tvennt á sama klukkutímanum.  Minn elskulegi bað um að allt rusl væri sett í stóra plastpoka eftir lokun og kom með þetta heim til þess fara í gegnum. Ég hafði skreytt óheyrilega mikið fyrir þessi áramót svo þið getið rétt ímyndað ykkur hverskonar óþverri kom úr pokaskjattanum. Frekar óþrifalegt verk og ég var alveg viss að þetta bæri engan árangur sem líka kom á daginn.  

Svo voru þetta jú bara dauðir hlutir, vona bara að einhver hafi notið góðs af og skarti nú þessu einhverstaðar í heiminum.  En ef Antoníus er þarna einhvers staðar úti þá væri nú ekki verra að finna þetta á náttborðinu í morgunsárið. Halo  


Áramótin við Moldá

Að stíga á stokk, ekki einu sinni eldspítnastokk og strengja þess heit að gera eða ekki gera hitt eða þetta á nýju ári hefur aldrei hvarflað að mér. Básúna út um borg og bæ sitt áramótaheit og verða síðan að koma með skottið á milli lappanna og biðjast afsökunar á því að hafa ekki staðið við gefið loforð.  Úps, nei askotakornið, held bara ekki.

En það eru örugglega margir sem eiga eftir að gera einhver áramótaheit nú um þessi áramót og ég segi bara good luck you guys!Cool

 Á miðnætti verður sjálfsagt sungið Hin Gömlu kynni gleymast ei, í stað Nú árið er liðið þar sem við höldum uppá nýja árið með góðum erlendum vinum okkar hér í Prag. Átján vinir okkar ætla að koma saman á Reykjavík og fagna með okkur nýju ári.  Hér er það siður að hafa einsetinn veitingastaðinn okkar þetta eina kvöld ársins þannig að gestir hristast vel saman undir lifandi tónlist og kampavíni. 

 Pragbúar eru ansi skotglaðir og er mikil rakettusýning á vegum borgarinnar á miðri Moldá.  Dálítið áhættusamt að vera þarna úti þar sem Tékkar eru ansi skotglaðir. 

Við ég og minn elskulegi förum nú að tygja okkur til og renna í bæinn með fullan bíl af áramótaskrauti, höttum ýlum, stjörnuljósum og borðbombum til að gera veitingastaðinn okkar eins áramótalegan og hægt er.  Held meira að segja að það sé fullbókað fyrir kvöldið.  Góða skemmtun hvar sem þið eruð í heiminum og farið varlega. Wizard 

 

 

  


Bíbí og konfekt við arineld

Síðastliðna nótt kláraði ég bókina hennar Vigdísar Grímsdóttur um æviferil Bíbíar Ólafsdóttur. Það tók dálítið á að lesa um viðburðaríka ævi þessarar konu og Vigdís kemur frásögn hennar til skila á einlægan og áhrifaríkan hátt.

Ekki veit ég hvort það voru áhrif við lestur bókarinnar eða bara hrein græðgi sem gerði það að verkum að ég úðaði í mig konfekti á meðan ég gleypti í mig síðu eftir síðu. Ég er ekki mikið fyrir sælgæti en ég bara gat ekki hætt að stinga upp í mig mola eftir mola.  Ef til vill var ég að bæla frá mér óæskilegum hugsunum sem leituð á mig öðru hvoru eða einhver var þarna úti sem langaði svo mikið í súkkulaði.  Hef ekki hugmynd en þetta var óneitanlega dálítið einkennileg hegðun af minni hálfu.

Vigdís hafðu þökk fyrir að koma þessu á blað, hefur örugglega ekki verið átakalaust.    

    


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband