Að vera með lyfjaheila er ekki ákjósanlegt,

Chemobrain er andstyggilegt orð og eitthvað sem margur gerir sér ekki grein fyrir hvað er eða hvort viðkomandi fær slíkan heila.  Ég er ein af þeim sem var aldrei vöruð við því að þetta gæti komið fyrir mig.  Minnið mitt fór bara að hverfa ég gleymdi hvað ég ætlaði að segja eða hvar ég lét hlutina svo og hvað ég ætlaði að gera eftir hálf tíma eða svo.  Ég varð að skrifa allt niður hjá mér eins og Alsheimhersjúklingur, innkaupalista svo og vinnulista.  Þetta var ekki auðvelt að viðurkenna þegar tíminn fór að líða og mér var bent vinsamlega á þennan galla hjá mér af mínum nánustu sem vildu mér bara vel. Mín fyrstu viðbrögð voru þau að ég reiddist mjög mikið og var afundin og leiðinleg örg kona.  Grumpy old lady.  Úff aumingja fólkið mitt sem varð að umgangast mig dagsdaglega með þennan umgengisgalla.  Ég vona að þau geti fyrirgefið mér og ég lofa að reina eftir mætti að laga mig að þessum veikleika.

Ég varð ofsalega reið mínum elskulega þegar hann fór á netið og fór að garfa í þessu á tölvunni.  Það var búið að vara mig við því að vera of mikið á tölvunni að leita að hinu og þessu eða orsökum og afleiðingum.  Það gerði ekkert gott að vera endalaust á tölvunni, kæmi bara til með að flækja hlutina enn meir fyrir mér svo ég hef lítið verið að reina að finna út úr mínum veikindum eða setja mig í spor annarra sem svipað er ástatt fyrir. 

Í dag er ég ákveðin að vinna með þessu og sjá til hvort ég get ekki létt mér lífið og minna nánustu ef ég tek á þessum málum b betra fyrr en seinna.  Það er nú margt annað sem er að koma í ljós.  ég hef t.d. misst niður löngun til margra verka og letin er stundum alveg að drepa mig. 

En í gær fór ég í fyrsta skipti í heimsókn í Ljósið á Langholtsveginum.  Þar var tekið vel á móti manni og ég fann alla hlýjuna sem stafaði af samheldni allra þeirra sem voru þarna samankomin,  konur og karlar.  Ég fór til Ingunnar í J'oga og fékk síðan nudd á eftir og í dag er ég endurnærð.  Takk fyrir mig kæru konur. 

Það hefur vantað mikið svona félagskap í Prag og ekki ólíklegt en ég reyni að stofna systurklúbb þar úti sem er alveg bráðnauðsynlegt.  Ég þekki góðan lækni og Jógakennara, nuddara sem jafnvel væru til í að hjálpa mér við þetta svona í byrjun. 

Ég þakka enn og aftur fyrir mig elskulegu ljósberar hjá Ljósinu. 

e

 

 

Ég þa

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

knus og kveðjur

Sigrún Jónsdóttir, 6.1.2010 kl. 13:32

2 identicon

Þú ert frábær

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 14:12

3 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 6.1.2010 kl. 20:08

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert yndisleg krúsin mín, og nú veistu að þú ert ekki ein um þennan vanda og það er í lagi svo framalega sem maður er meðvitaður.

Ég hvet þig til að stofna systrafélag Ljóssins þarna úti  þú bæði hjálpar þér og öðrum.

Sendi þér ljós og gleði
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.1.2010 kl. 20:11

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Chemobrain eða ekki.... hann er allavega skemmtilegur í þér

Hrönn Sigurðardóttir, 6.1.2010 kl. 21:09

6 identicon

Kæra vina mín.  Það er gott að spjalla um það sem hugsanlega truflar daglegt líf hjá okkur. Þótt mér finnist nú þinn flotti ljósi kollur virka ansi skemmtilega...

Flott hugmynd hjá þér um Ljósið í Prag. (þannig að það er ekki vitleysa hjá mér að kollurinn virkar...)

Stórt knús

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 22:17

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Knús

Jónína Dúadóttir, 6.1.2010 kl. 22:39

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk þið frábæru konur og stórt knús og ljós til ykkar allra.

Ía Jóhannsdóttir, 7.1.2010 kl. 09:21

9 identicon

Gangi þér vel Ía mín.

Sigríður jóna Friðriksdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 10:05

10 identicon

Eitt er víst að ekki háir þetta þér í blogginu. Og um leið og búið er að segja frá þessu er þá ekki bara sjálfsagt að taka tillit til þess? Það er vafalaust erfitt að venja sig á að skrifa allt niður, en varla erfiðara en svo margt sem þú hefur þegar þurft að leggja á þig, Ía mín.  Ljós til þín og allra þinna.

Maja (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 14:03

11 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gaman ad lesa og heyra um svona konur eins og tig vinkona.Opin fyrir hygmyndunum og med framkvæmdargledina til stadar.veistu mér hefur líka dottid tetta í hug hérna ,en eins og tú veist tá er ég ad gera svona marga hluti og vantar kannski driftina og kunnáttuna í tetta.Hlakka til ad fylgjast med tér vinkona ,tú ert svo frábær

Tetta ad gleyma ....Madur minn ég er svo gleyminn svo ég skrifa allt nidur...

Knús

Gudrún Hauksdótttir, 11.1.2010 kl. 14:31

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 12.1.2010 kl. 15:34

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn ljúfust mín, ég er nú búin að liggja yfir þessum sjúkdóm á netinu og þarf ég nú eigi að telja það upp fyrir þér hvað hægt er að gera, elskan þín er örugglega búin að því.

Auðvitað er þetta ekkert gaman mál, en dúllan mín, farðu bara á fullt í eitthvað verkefni og ef ég hef lesið þig rétt í gegnum árin þá ert þú þegar byrjuð.

Þú ert frábær og endilega leifðu okkur að fylgjast með, þú veist að við konur erum svolítið forvitnar.

Ljósið til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.1.2010 kl. 08:27

14 identicon

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband