27.2.2010 | 13:16
Snillingur - Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari!
Í gærkvöldi rættist ein af mínum vonum, það að fá að hlusta á Víking H. Ólafsson spila með Sinfó. Mig var svo oft búið að dreyma um að fá tækifæri á að hlusta á þennan unga snilling sem fer svo mjúkum höndum um nótnaborðið. Það er eins og þær varla snerti lyklana svo engillétt virðist hann slá hörpuna.
Það nærði sálina mína mikið að fá tækifæri til að láta hljóma hörpunnar fylla hug minn ljósi og kom endurnærð út eftir að hafa drukkið í mig allt sem hann hafði að bjóða í gærkvöldi.
Því miður hafði ég ekki kraft til að sitja restina af tónleikunum eftir hlé en fyrir mig var þetta nóg í þetta sinn. Ég kem til með að gera það seinna, ekki spurning.
Kæri Víkingur þakka kærlega fyrir frábæra tónleika og hugarró fyrir heila og sál.
Gangi þér allt í haginn ungi fallegi maður sem átt eflaust eftir að gleðja marga á ókomnum árum.
Ingibjörg Jóhannsdóttir Prag Tékklandi.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Tónlist, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 13:20 | Facebook
Athugasemdir
Ég hugsa hlýlega til þín alla daga, vona að allt gangi sem best.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2010 kl. 13:29
Takk Ásdís mín. Einn dag í einu það gengur ágætlega. Skal vinna á þessu eins og áður, ekki spurning, reka helvítis græna kallinn úr höfðinu á mér.
Ía Jóhannsdóttir, 27.2.2010 kl. 13:36
Sammála þér kæra Ía ! m/Víkingi Heiðari & Chopin saman var dásamleg stund í fyrrakvöld....ég naut þess. Njóttu dagsins & gangi þér allt vel. Munum "einn dag í einu" stundum bara hálfan dag. Kær kveðja frá mér
Anna Sig (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 14:45
Kærleiksljós til þín Ía mín
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 15:04
Yndislegt að þú skildir geta farið, þó ekki væri nema á hálfa tónleikana.
Þú ert í mínum huga og bænum elsku Ía mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.2.2010 kl. 15:25
Yndislegt ad fá notid svona dásamlegra tóna Ía mín.
Gangi tér allt vel elsku vina.Fylgist med tér tó ég kvitti ekki alltaf .Stundum mikid ad gera á bænum en ég fyggist med tér elskuleg.
Hjartanskvedja
Gudrún Hauksdótttir, 1.3.2010 kl. 08:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.