Um leið og við keyrðum í hlað að Bessastöðum í gær klukkan hálf fimm og staðarhaldari opnaði fyrir okkur braust sólin úr skýjum og geislar hennar flæddu yfir okkur þar sem við litla fjölskyldan vorum á leið í móttöku hjá Forseta Íslands.
Tilefnið var að heiðra minn elskulega fyrir góð og ötul störf í þágu þjóðarinnar á erlendri grundu. Þar sem hann er búinn að starfa í tuttugu ár í Tékklandi sem Aðalræðismaður og unnið frábær st0rf hvort sem hefur verið í þágu lista, menningar og almennum samskiptum.
Svo sannarlega vel að þessari viðurkenningu kominn.
Athöfnin var mjög látlaus og persónuleg þar sem engin annar var heiðraður í þetta sinn. Við höfðum ákveðið líka að hafa þetta í okkar anda og buðum eingöngu börnunum okkar tveimur, tengdabörnum. barnabörnunum og móður minni og föður Þóris til þessarar sérstöku móttöku.
Þess vegna varð þessi stund eftirminnileg fyrir okkur öll. Eftir afhendinguna fengu þau sem ekki höfðu áður heimsótt Bessastaði tækifæri á að skoða aðeins heimkynni forsetans en við Þórir áttum góða stund með Hr. Ólafi og forsetaritara Örnólfi Thors í gömlu fundarstofunni.
Ég er mjög stolt af mínum elskulega og finnst hann vel að þessari viðurkenningu kominn.
Eftir athöfnina var hugmyndin að halda þessu nú bara fyrir okkur en á síðustu stundu var ákveðið að bjóða okkar nánustu ættingjum og vinum sem töldu sjötíu manns þó skorið væri við nögl. Kampavínið flæddi í tvo tíma síðan fórum við litla kjarnafjölskyldan í Perluna og nutum þess að gleðjast áfram saman. Yndislegur dagur sem aldrei kemur til með að líða okkur úr minni.
Hér eru þau sem erfa eiga landið.
Búin að koma sér fyrir í góðum stól á Bessastöðum. Eins og þjóðhöfðingjar bæði tvö.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
Elsku Ía og Þóri. Innilega til hamingju, bæði tvö. Oft hef ég verið hissa á orðuveitingum forsetans en ekki í þetta sinnið. Hamingjuóskir, kossar og knús á ykkur bæði
Gísli Blöndal, 4.3.2010 kl. 21:15
Innilega til hamingju með þetta kæru hjón Alveg örugglega vel að þessu komin Ég veit að Þórir er mér sammála um að þú eigir 50 % í þessari viðurkenningu
Sigrún Jónsdóttir, 4.3.2010 kl. 21:20
Til hamingju elskuleg, þið eigið þetta alveg örugglega skilið og þó meira væri
Jónína Dúadóttir, 5.3.2010 kl. 07:16
Innilega til hamingju.Kærleikskveðja.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 07:32
Hjartanlega til hamingju, hann Þórir þinn verðskuldar þennan kross svo afar, en þú hefur staðið við bak hans alla tíð og átt þessa verðskuldun ekki síður.
Kærleikskveðjur til þín og þinna
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.3.2010 kl. 08:39
Innilega til hamingju trúlega verðskuldið þið bæði þessa viðurkenningu.
Kærleikskveðja Anna Sig
Anna Sig (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 09:06
Takk fyrir góðar kveðjur og heillaóskir mér til handa elskurnar mínar. Við ætlum að vinna þennan áfnga eins og hinn á undan.
Ía Jóhannsdóttir, 5.3.2010 kl. 09:22
Hjartanlega til hamingju med Fálkaorduna kæru hjón(segi ég )
Hann og tid erud vel ad henni komin.
Bestu kvedjur frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 5.3.2010 kl. 10:51
Til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.3.2010 kl. 12:03
Innilega til hamingju með þessa viðurkenningu bæði tvö. Sjaldan hefur slík viðurkenning verið jafn verðskulduð. Við vitum öll að þið hafið verið eins og einn maður í öllu ykkar góða starfi.
Baldur og Eva
Baldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 15:38
Elsku Þórir og Ía. Hjartanlega til hamingju með orðuveitinguna. Elsku frændi minn á hana svo sannanlega skilið, miklu meir en margur sem hefur hlotið fálkaorðuna fyrir það eitt að hengja jakkann sinn á skrifstofustólinn. Það er sagt að bak við merka menn standi sterkar konur og það á svo vel við þegar um ykkur tvö er að ræða og þá er ég ekki að gera lítið úr þér elsku frændi en þú átt duglega konu. Ég er svo stolt af ykkur tveimur. Milljón kossar og faðmlög. Hilmar biður fyrir kveðjur
Skrifað í Bandaríkjunum
Ella og Hilmar
Elín Káradóttir (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 16:50
Innilegar hamingjuóskir
Ragnheiður , 5.3.2010 kl. 19:11
Innilega til hamingju með þetta elsku Ía mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.3.2010 kl. 21:56
Kæru Ía og Þórir - voða voru þetta nú ánægjulegar og góðar fréttir !! Hjartans hamingjuóskir héðan úr Danmörkunni, - hefði gjarnan vilja verið nær og knúsað :-)
kveðja Kata frænka
Katrín (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 14:20
Til hamingju með það bæði tvö!
....og bara svona til að fyrirbyggja að allt sé í lagi þá hleypi ég ekki endilega kettinum út um leið og ég gef fuglunum
Hrönn Sigurðardóttir, 7.3.2010 kl. 20:56
Kæra Ía og Þórir innilega til hamingju! Þetta eigið þið sannarlega skilið fyrir allt góða starfið í Prag og fyrir að taka vel á móti "farfuglum" með hjálpsemi og gleði í hjarta. Þarna gerði forsetinn vel.
Kveðja
Guðni
Guðni Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 17:51
Ég fer bara að skæla. Til hamingju öll. Þetta er meira en verðskuldað. Og hana nú.
Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 21:05
Kæru vinir Ia og Þórir,innilega til hamingju með orðuveitinguna,sannarlega hafið þið bæði til hennar unnið,Við gleymum ekki dýrðar deginum á heimili ykkar 'i Prag á 50ára afmæli Helga Gretars.Bestu kveðjur frá okkur hjónum . Svanfríður nú sl 10 dagana á 12g Landsp.Hringbraut
Svanfríður Guðrún Gísladóttir, 11.3.2010 kl. 05:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.