Furðuheiti manna og dýra

Ég þoli ekki nafnið mitt.  Þessu var klínt á mig þriggja mánaða gamalli og það eina sem ég gat gert til að mótmæla var að grenja hástöfum og af einskæru tillitsemi við mína nánustu hef ég ekki viljað gera stórt mál vegna þessa klúðurs sem gerðist fyrir miðja síðustu öld.  

Dýranöfn geta líka verið afskaplega villandi.  Þegar við bjuggum í Fossvoginum fyrir allmörgum árum flutti fólk í götuna fyrir ofan okkur og mér vitandi áttu þau tvo unglingsstráka og eina litla dömu. Á hverju kvöldi heyrði ég í frúnni þar sem hún stóð úti á svölum og kallaði hástöfum ,, Ragnar Magnús komdu að borða!" 

 Eftir nokkra mánuði hittumst við, ég og þessi tiltekna frú svo ég fer að spyrja hana hvað börnin séu gömul og hvað þau heiti.  Fékk ég að vita að drengirnir hétu Jón og Páll, man það nú ekki svo glöggt núna en dóttirin héti Þórhildur.

 ,, Aha og eigið þið svo þriðja strákinn?" 

 ,,Ha nei bara þessi þrjú" 

Ég hugsaði, ekki er hún að góla á kallinn sinn á hverju kvöldi svo ég spurði:

,,Nú en hver er Ragnar Magnús?"

,, Æ það er kötturinn okkar"

Eftir að ég heyrði um þetta furðuheiti kattarfjandans þá hætti ég að furða mig á öllum afbrigðilegum nöfnum hvort sem það voru dýra eða mannanöfn.

       


mbl.is Piu og Sven hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Einn sem bróðir minn þekkti átti kött sem hét Spurðann.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.2.2008 kl. 18:02

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Spurðann!!!! Gunnar þú drepur mig

Dúa ég er svo fegin að mamma byrjaði að kalla mig Íu og það hefur bara verið mitt nafn frá fæðingu nema á opinberum pappírum.  Þegar einhver segir Ingibjörg þá held ég alltaf að það sé verið að skamma mig eða geri eins og þú, bara svara ekki.  Hef verið að pæla mikið í því að breyta nafninu á síðunni. 

Annað Dúa ég er sko andsk. ekkert á gamals aldri   

Ía Jóhannsdóttir, 3.2.2008 kl. 18:24

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þið ungu konur hafið nú svo góð styttings nöfn að það er allt í lagi með rununa.  Ég heiti náttl. Ásdís og fannst það fínt, nema ég öfunda systir mína því hún hét tveim nöfnum og ég laug stundum upp á mig seinna nafni hennar sem mínu eigin. Þetta er allt o.k. í dag.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 20:26

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Spurðann.........með því betra sem ég hef heyrt

Í minni fjölsk eru dýrin helst skírð einhverjum tónskáldanöfnum, Bach, Mozart, Beethoven o s frv

Marta B Helgadóttir, 4.2.2008 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband