Já sumir eru vitgrannir aðrir einfaldlega heimskir

Já fólk er misjafnlega vel upplýst.  Sat með fyrrverandi kennslukonu frá henni stóru Ameríku um daginn og hún fór að spyrja mig um landið okkar og þjóð.  Vissi greinilega mjög lítið, taldi það væri hulið ís og hrauni og þ.a.l. að það væri næstum óbyggilegt.

Spurningar á við:  Er hægt að fljúga þangað?  Hvernig komist þið að milli staða?  Notið þið hestvagna?  Eru moldargólf í húsunum ykkar?  Og í framhaldi þessarar spurningar: Eru nokkur Mall?  (típískur Ameríkani)  Fleiri spurningar allar jafn fáráðlegar fylgdu í kjölfarið.  Ég vissi eiginlega ekki hvernig ég ætti að taka þessu.  Var konan að grínast eða var hún bara svona illa upplýst?

Vinkona mín önnur sem sat þarna með okkur og hefur heimsótt landið okkar hló í hálfkæring og reyndi eftir megni að gefa svör.  Ég get svarið það, þarna sat ég, heimskonan á móti henni  (ekki í úlpu og ekki í Channel dragt) og gapti eins og hálfviti á þetta furðuverk sem á móti mér sat og var algjörlega kjaftstopp (það skeður ekki oft) þar til ég eiginlega sprakk í loft upp og næstum hvæsti á kennarann: 

Heyrðu vinkona, nú skal ég segja þér eitt.  Við búum í torfbæjum, með ekkert rafmagn.  Við notum langelda til að halda á okkur hita og við lepjum dauðan úr skel.  (man nú ekki hvernig ég bögglaði þessu síðasta út úr mér á enskunni)  Hesturinn flytur okkur á milli staða og við erum með sleða og hunda á veturna.  Sumir búa í snjóhúsum með lyftu. Þegar við fluttum hingað fyrir sautján árum kynntumst við fyrst menningarþjóðfélagi.  Happy ?!!!!!!!!

Eftir þessa ræðu stóð ég upp og færði mig yfir á hinn enda borðsins og hélt mér þar í hæfilegri fjarlægð frá þessari kerlingu það sem eftir var borðhaldsins. Ég er ekki enn búin að ná mér eftir þessa furðulegu uppákomu. 

NB. Þessi saga er dagsönn! 

 

 

 


mbl.is Breskir unglingar halda að Churchill sé sögupersóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

stimpilinn minn

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.2.2008 kl. 12:28

2 identicon

Sæl,

Má ég nokkuð spyrja hversu vel upplýst þú ert um lífshætti og aðbúnað í Swazilandi eða Túrkmenistan?  Hvort tveggja lönd eru reyndar lönd mun fjölmennari en Ísland, þannig að ég ætti kannski að spyrja hvað þú veist um Barbados?

Sigþór (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 13:51

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gunnar nei ég átti heldur ekki orð fyrr en ég sprakk á limminu

Sigþór það kvað vera líka fallegt í Kína 

Ía Jóhannsdóttir, 4.2.2008 kl. 14:41

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehe Dúa, já þetta kom út eitthvað þessu líkt eða þannig

Ía Jóhannsdóttir, 4.2.2008 kl. 17:02

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég bloggaði um þessa frétt í morgun og sagði jafnframt frá því að það hefði komið fyrirspurn frá ungri stúlku á netinu hvort Ísland væri í Bandaríkjunum
hún býr sjálf í Bandaríkjunum.
þetta er eins og með konuna sem kom einu sinni til mín og frétti að ég væri að fara til Stykkishólms um helgi, hún var að fara í Galtalæk og sagði við mig þú kemur svo við í kaffi um leið og þú ferð til Stykkishólm.
Maður getur nú orðið orðlaus.
                                                      Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.2.2008 kl. 17:10

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, maður verður frekar hneykslaður á svona hálfvitagangi. Þetta er næstum eins og að vera löghálfviti að vera svona vitlaus . 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband