Páskadagur með fjölskyldunni og enska sparkinu

Alveg er það makalaust hvað fótbolti getur umturnað öllu í okkar fjölskyldu, ja öllum nema mér. 

Páskadagur og litla fjölskyldan hér í Prag hittist á Four Season hótelinu í hádeginu til þess að eiga ánægjulega samverustund og borða góðan mat.  Þessum sið höfum við haldið síðan við fluttum hingað og þykir öllum ómissandi á páskadag.

Að þessu sinni voru með okkur systur Bríetar tengdadóttur, Íris og Jón Helgi maður hennar og þeirra tvö börn og Ingunn.  Mér var hugsað til þess þar sem ég leit yfir hópinn hvað við værum heppin að eiga svona yndislega fjölskyldu en saknaði sárlega dóttur minnar og hennar fjölskyldu sem nú eru að spóka sig á skíðum á Akureyri.

Sólin sendi hlýja vorgeisla inn í veitingasalinn þar sem við sátum og gæddum okkur á Nóa Sirius páskaeggjum með kaffinu og lásum málshættina fyrir hvort annað eftir að hafa verið búin að raða í okkur dýrindis krásum úr Michelin eldhúsi hótelsins.  Svona líka hugguleg páskastemmning.

Allt í einu spyr einhver við borðið á svona ekta norðlensku:  Hæ hvenær byrjar leikkurinn?

Annar svarar:  Hann er að byrja núna.

Viti menn það var bara eins og rakettu væri stungið í afturendann á öllum, nema mér og allir ruku upp til handa og fóta.  Sá stutti, fimm ára Grenvíkingurinn var held ég verstur:  Drífa sig, drífa sig, leikurinn er að byrja pabbi!

Kyss, kyss, allir heim.  The end!

Nú liggur minn hér uppi fyrir framan TV eftir að hafa keyrt á methraða heim og glápir úr sér augun og það eina sem hann hefur sagt við mig síðan við komum heim er:  Rosalega held ég að þau séu fúl núna þarna í Prag 6.  ( Þau búa þar krakkarnir)  Liverpool tapaði.  Sem sagt allir í fýlu á því heimili núna. Pinch

Mér gæti ekki verið meira sama hvor vann eða ekki.  Svona tuðruspark á bara alls ekki upp á pallborðið hjá mér að ég tali nú ekki um þegar fullorðnir menn kássast upp á hvern annan og veltast  um annan þveran í misjafnlega ástúðlegum faðmlögum er bara eitthvað sem ég skil ekki.

Ætla að fá mér annað Nóa Sirius egg, svona til að hressa mig.Wink 


mbl.is Man. Utd með 6 stiga forystu eftir 3:0 sigur á Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.3.2008 kl. 16:11

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG fylgdist nú bara með úrslitunum á mbl.is nenni ekki að vera að glápa þegar húsið er fullt af gestum.  Bolta knús til þín   Xmas Ball 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.3.2008 kl. 17:35

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gleðilega páska Ía mín! Child Basket

Óskar Arnórsson, 23.3.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband