Þessi upprúllaði guli úrelti pappír í páskaeggjunum er ekki lengur findinn

Eftir að hafa opnað tvö míní páskaegg í dag fór ég að hugsa um hvers vegna í ósköpunum er verið að setja þessa hundleiðinlegu, úreltu málshætti inn í eggin.  En allir lesa þetta og alltaf með jafn mikilli tilhlökkun en síðan kemur skeifa í munnvikin.  Æ, sama og í fyrra eða æ, sama og þú.

Það er hefð hjá okkur í fjölskyldunni að lesa málshættina sem við fáum en þetta er orðið svo hundleiðinlegt.  Engum stekkur bros, allir sitja og bíða eftir að komi að sér og stundum þarf maður ekki annað en að lesa fyrsta orðið.  Að sjálfsögðu kann maður flesta málshætti utanbókar.  Svo er ekki kominn tími til að lyfta þessari hrútleiðinlegu lesningu upp í skemmtilegheit

Hvar eru allir vitringarnir, íslenskufræðimennirnir, séníin sem lifa þarna uppi heima á landinu góða.  Hefur engum dottið í hug eða fundið betri málshætti en það sem hefur gengið hér mann fram af manni já alla vega síðan ég man eftir!  Einstaka egg eru með málshætti sem eru afbökun úr erlendu máli og höfða alls ekki til okkar og eru jafnvel hreint út sagt óskiljanlegir.

Einn frábær bloggari afbakaði íslenskan málshátt hér á blogginu ekki alls fyrir löngu og ég skellihló.  Þarna var eitthvað alveg nýtt en með sömu meiningu. Bara á léttari nótunum. 

Þið ágætu rithöfundar og aðrir góðir pennar.  Hefur engum dottið í hug að fara til Nóa Sirius og uppfæra gulu miðana?  Hérna er kærkomið tækifæri fyrir ykkur að stórgræða, en súkkulaðifyrirtækin  gætu e.t.v. verið treg í fyrstu því það þarf að prenta nýja gula miða en þegar uppi er staðið þá koma allir til með að hagnast á þessu, ja nema neitendur en það er bara allt annað mál. Það glepja allir við nýungum ekki satt.

Bara hugsið ykkur, auglýsing hjá Nóa Sirius eða annarri súkkulaðifabrikku. 

 Nýjir málshættir að hætti nútímafólks!  Halló koma svo.......

 NÝJA OG FINDNA MÁLSHÆTTI FYRIR NÆSTU PÁSKA! Too Funny 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sjaldan stendur eikin langt frá rótinni.

Sjaldan er jakki frakki, nema síður sé.

Allt er hey í harðindum, nema hey baba síba she is may baby.

Knús í krús á þig sæta mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.3.2008 kl. 21:14

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehhe nákvæmlega það sem ég meina

Ía Jóhannsdóttir, 23.3.2008 kl. 21:17

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hvers vegna ekki Gunnar, hann er snjall penni og einn af þeim meinfindnu.

Ía Jóhannsdóttir, 23.3.2008 kl. 21:37

5 Smámynd: Jón Svavarsson

Ég styð þessa uppástungu, gleðilega páska og kær kveðja,

Jón Svavarsson, 24.3.2008 kl. 00:35

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Sjaldan fellur gengið langt frá krónunni. - 

- Fjarlægðin gerir fjöllin blá, og langt til Húsavíkur.-

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 24.3.2008 kl. 03:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband