Annar í páskum, dagur barnanna. Páskasagan endar hér

Hody, hody, doprovody syngja börnin hér núna og ganga hús úr húsi.  Að launum fá þau nammi í körfurnar sínar sem stelpurnar bera en strákarnir reyna að koma á mann höggi með skreyttum reyrstöfunum. 

Vísan er eitthvað á þessa leið:  Hátíð, hátíð vinir mínir.  Gefið okkur rauð egg en ef þið eigið ekki máluð egg þá gefið okkur hvít.  Þetta syngja þau hátt og snjallt fyrir alla sem heyra vilja. 

Þessi páskasiður hefur lítið breyst í aldanna rás nema að því leiti að hér áður fyrr eltust ungir menn við þær stelpur sem þeir voru skotnir í og oft endaði eltingarleikurinn upp á hlöðulofti með tilheyrandi hlátrasköllum og hamagangi en sumir ungir menn urðu að súpa súrt seyði og gefast upp, þar sem heimasætan lokaði sig inn í föðurhúsum og vildi ekkert með gaurinn hafa.

Minnir óneitanlega dálítið á Öskudaginn okkar.

Þar með endar Páskasagan, á degi barnanna hér í Tékklandi.  Ég vona að einhverjir hafi haft gaman að.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Búin að lesa allan pakkann og skemmti mér þræl vel við lesturinn.  Takk fyrir mig og gleðilega páskarest.páskar

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2008 kl. 15:32

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jenný og Hrafnhildur takk fyrir að kíkja inn.    

Ía Jóhannsdóttir, 24.3.2008 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband