27.3.2008 | 22:12
Draumsýn eða hvað?
Við vorum á leið heim í kvöld og ég impraði á þessu við minn elskulega þar sem við keyrðum eftir hraðbrautinni heim á leið.
Ég: Hvað finnst þér um að leggja Metro í Reykjavík
Hann: Ertu eitthvað verri, það búa bara rúmlega eitthundrað þúsund manns þarna
Ég: Og so, af hverju ekki? Þetta gæti leyst samgönguvanda og auðveldað fólki að komast frá A til Ö. Sjáðu bara hvað þetta er þægilegt hér, þú hoppar upp í lest og ert kominn innan fárra mínútna á ákvörðunarstað. Hvað er svona neikvætt við þetta.
Hann: Hugarfluga ekkert annað, þetta verður ekki að veruleika á Íslandi meðan við tórum í þessum heimi.
Sem sagt þarna var einn á neikvæðu nótunum. Útilokaði bara sí svona að þetta yrði að veruleika, ja alla vega fengjum við ekki að líta þessi samgöngutæki augum á Íslandi, við værum einfaldlega of fámenn þjóð og kostnaður óyfirstíganlegur.
Ég sit hér og læt mig dreyma. Vonandi, einhvern tíma, bara ef........
Borgarráð skoðar hagkvæmni lesta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 22:16 | Facebook
Athugasemdir
Hæ Ía. Ég er alveg sammála Þóri en kalla það nú samt ekki neikvæði heldur er þetta bara svona smá tuð í honum - þú þekkir það betur en ég. Skrítið, ég verð afar sjaldan tepptur í umferðarhnútum hér á Íslandi. Ég held að þeir sem tala mest um þetta hafi a.m.k. ekki komið til New York eða annarra stórborga
Gísli Blöndal, 27.3.2008 kl. 22:49
Hvernig virka lestasamgöngur í snjóum og hálku yfir veturinn? Verða göng?
Kolbrún (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 23:16
Endilega lestu fyrir hann pistilinn minn" Hvar viltu að METRÓstoppi ?., og lestu vandlega fyrir hann kostnaðartölur á Metro, samanborið við kostnaðinn á götumannvirkjum í Borginni, sem þarf að gera til að losna við þann umferðarvanda sem við er að etja, og sem verður bara lausn fyrir bílaeigendur. Endilega kynntu fyrir honum staðfesta tölur Björns Kristinssonar.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.3.2008 kl. 23:29
Gleymdi einu, í dag ákváðu allir borgarfulltúar bæði meirihluti og minnihluti að setja lestarmál á dagskrá á næsta borgarstjórnarfundi. Að vísu var borgarstjórinn ekki viðstaddur, hann er víst ekki hrifin af Metró. En allir aðrir eru sammála um að ræða það. Og þeir hugsa kannski, eins og ég, að þarna inní verði t.d. annarsvegar,: Lækjartorg, Kópavogur, Hafnarfjörður, -og hinsvegar: Lækjartor, Mosfellsbær. Kannski vill þinn elskulegi taka þátt í hugmyndasamkeppni.
Og Kolbrún þú getur lesið pistilinn minn "HVAR VILT ÞÚ AÐ METRÓ STOPPI" og þar sérðu margar mjög upplýsandi og uppbyggjandi athugasemdir líka. Og getur m.a.s. tekið þátt í alvöru hugmyndasamkeppni um hvar þú vilt að Metró stoppi. Á síðunni minni finnur þú allar upplýsingar um samkeppnina.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.3.2008 kl. 23:44
hehehhehe þið eruð öll frábær.
Gísli já þetta er bara tuð í kallinum hehehe
Kolbrún snjór er ekki vandamál með Metro það snjóar í allri Evrópu og stundum meir en á Íslandi.
Lilja búin að fræða hann um þetta en hann er bara við sama heygarðshornið og er ekki haggað.
Ía Jóhannsdóttir, 27.3.2008 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.