Aðalræðismaðurinn var heiðraður fyrir vel unnin störf.

Þórir Gunnarsson, minn elskulegi var ,,tekinn á teppið" af Heimsforseta FICAC ( World Federation of Consuls) hér á laugardagskvöld þar sem honum var veitt viðurkenning fyrir vel unnin störf í 15 ár sem Aðalræðismaður Íslands hér í Tékklandi. 

Það virðist með þessu ekki farið fram hjá þeim í Alþjóðastjórninni hversu gott og mikið starf hann hefur unnið hér fyrir land og þjóð.  Mikið er ég stolt af honum!  Hann átti þessa viðurkenningu svo sannarlega skilið.  Til hamingju minn elskulegi.  Alltaf flottastur! 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með karlinn.  Fékkst þú ekki líka?  Alveg er ég viss um að þú átt inni fyrir því.

Knús í daginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.4.2008 kl. 10:11

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir það Jenný.  Ohoh nei ég er nú bara svona Konsúlína

Ía Jóhannsdóttir, 7.4.2008 kl. 10:37

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með bóndann.  Spyr eins og Jenný, fékkst þú ekki líka, við vitum að bak við frábæran karl stendur sterk kona.  Hafðu það gott mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2008 kl. 11:26

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Frábært... hjartanlega til hamingju. Skil vel að þú sért stolt, en ég segi sama og Ásdís: Bakvið frábæran karl stendur sterk kona.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.4.2008 kl. 11:39

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mánudagur, 7. apríl 2008

Málaferli gegn Seðlabanka og öllum íslenskum einkabönkum og fjármálafyrirtækjum ákveðinn!

Er að undirbúa málaferli gegn öllum íslenskum bönkum og Seðlabanka. Hljómar kannski geðveikt og það mun kosta mikla peninga. Reglur stjórnarskrá Íslands og mál sem eru lík í Evrópudómstólum gera þetta mögulegt.

Ætla að vinna, og efna til samskota, fá aðstoð hjá öllum sem eru í sömu stöðu. Með riftun á öllum samningum og stefnum á skaðabótum getur þjóðin, eða allir þeir sem skulda minnstu smá upphæð, gert það sama.

Ætla ekki að fara út í þetta nánar, enn möguleiki er að vinna þessi mál með þeim afleiðingum að eina ráðið til einkabankar fari ekki á hausinn, er að Ríkistjórn þjóðnýti alla einkabanka.

Með einhliða riftun og stefnum, kem ég af stað stærstu málaferlum á Íslandi. Framferðið í efnahagsmálum er slíkt að bæði aðgerðir Seðlabanka og vaxtastefnu einkabanka, verðtrygging er kolólögleg og er sænskur stjörnu lögfræðingur með marga starfsmenn tilbúinn í slaginn.

Íslensk ríkisstofnun sagði upp einu samningi við mig á ólöglegu forsendum upp á 1.050.000.- og TR sagði upp tveim samningum, einum upp á ca. 1.000.000.- og neitaði 6.000.000.- króna greiðslu vegna þess að einhver eyðublöð voru ekki rétt útfyllt.

Þórarinn Tyrfingsson sem þrætir fyrir að hafa á þátt í þessu, hefur logið bein framan í andlitið á mér í þessu máli, og þurfti mörg ár til að fá þetta "leyndarmálaskrif" hans, í hendurnar. Hef ég sent honum eina síðu úr bréfi, og mig minnir að hann ætli að hætta núna. Lentum í riflidi í síðasta símtali.

Skaðabótamálið gegn honum verður fellt niður gegn tveimur skilyrðum: Að hann greiði 50% af höfuðstól þessara greiðslna og og sendi mér afsökunarbréf. Annars geri ég hann gjaldþrota og allir lögmenn hér á Íslandi og Svíþjóð, segja mér að ég geti unnið 10 sinnum þessa upphæð, borðliggjandi. en hann þarf að sjá fyrir sér eins og ég, og hef ég ekki áhuga á að gera hann gjaldþrota, því hann var einn af læknum sem bjargaði lífu mín eftir hassreykingar sem lömuðu heilastarfsemi sýna í mörg ár. Ég er það ekki í dag. Hann hefur brotið svo margar reglur og lög og orðið að gera það, að Björgúlfur myndi ekki getað bjargað honum, með öllum sínum peningum.

Góðir menn gera stundum vitleysur og mér finnst sjálfsagt mál að biðjast afsökunar. Mér var kennt það af hans eigin starfsfólki og hann kenndi þeim!

Hvað um það, að undirbúningur mun taka 4 - 6 mánuði, og ég ætla ekki að skilja neina fjármáladeild eða stofnun útundan í þessum  málaferlum sem ég er búin að ákveða.

Það er maður að nafni Guðbjörn, sem kom mér á sporið, bloggvinur sem er gamall bankamaður, er þegar að undirbúa að biðja hann um þá aðstoð sem lögfræðingahersveitinn frá Svíþjóð sem þarf að fara fram og til baka milli Svíþjóðar og  Íslands, áætlaður kostnaður við þetta verkefni er 300 - 500 milljónir, eingöngu í lögfræðikostnað.

Kannski þessar bankastofnannir eigi erfitt með að fá lán erlendis, en þeir virðast svo vissir í sinni sök, að þeir eru tilbúnir að semja um 20 % af kostnaði fyrir 20% af skaðabótum sem koma í unnu máli, en þeir tapa þessum 20% í töpuðu máli.

bara af því ég hef ekki efni á einkariturum hefur þessi þýðing mín á íslensku skölum verið tímafrek og hef ég eiginlega svefntruflanir í þeim tíma sem ég hef eytt í undirbúninginn og þýðingar á mikilvægum skjölum, nema þeim gögnum sem finnast í Evrópu dómstól, sem eru á ensku.

Málið endar líklegast þar, því það er af þeirri stærðargráðu. Minni á eitt skrítið mál, að dómari varð að gefa efnahagsbrotadeild, dómsúrskurð til að fá skjöl frá skattstjóra! Eitt skítamálið til viðbótar.

Enn kall ásakaði mig fyrir stuld á 40 milljónum og er ég enn að bíða eftir kæru, til að fá tækifæri að að ganga frá honum í réttarsal, endanlega en hann sveik bróðir minn og varð ég reiður.

Henti þessum peningum öllum, kveikti nokkrum milljónum og gaf sumum þurfandi, spilaði póker fyrir eins mikið og ég gat, svo ég gæti sannað í hvað peningarnir fóru. Ætla að sleppa honum með viðvönum að geraa bróður mínum engan skaða, og hann veit sannarlega hver ég er og ég veit allt um kauða.

Væri til að vera með honum á Litla-Hrauni, inni í heimi sem hann þyrfti að kynnast betur, og þar fengi hann að kynnast fólki sem berst fyrir lífi sínu og ekkert "elsku mamma" líf þar. Reyndi virkilega að komast þar inn, en kerfið vill mig ekki sem fanga og ég er ekki nógu siðlaus þrátt fyrir góða æfingu í að "trixa" mig þar inn.

Þetta er búið að ákveða, fer til allra Norðurlanda og byrja að "skrapa" saman fyrir þessu máli. Veit að mér tekst það, því með réttri handleiðslu sem ég fæ frá kennara í sálfræðihernaði, Phd. kennari, í bæði venjulegum lögreglu skóla Svíþjóðar, og kennari í Leyniþjónustu Sapo, sem gjarna munu styðja mig í þessu máli, því "huldumanna-deildir" leyniþjónsturnar eru margar, og eru ekki til, yfirmenn þræta fyrir þær, en ekki einu sinni ráðherrar fá aðgang að kostnaði sem þessum deildum fylgja.

Allt verður gert samkvæmt lögum en mikilli tækni beitt við upplýsingaöflun, og ég þekki rétta fólkið í svoleiðis aðferðum.

Svikum Ríkisins og hálfvitagangi, ísköldum einhliða ákörðunnum Fjármálaráðamanna verður mætt með meiri hörku og grimmd, grimmd sem er svolítið, sem þeir hafa varla hugmyndaflug til að skilja sjálfir, ekki tíma fyrir þær, því þeir er of uppteknir við að gefa skít í alla sem eru hjálpar þurfi á þessu landi...og það er eina æstæðan að ég ætla að kynna mig opinberlega.!

Það þarf virkilega sterka menn, sem hafa verið skíthælar og drullusokkar, eins og ég var, og grimmari en mér var hollt, til að geta mætt fólki sem sýna sömu aðferðir og ég notaði á unglingsárum mínum, vegna sorgar sem er mjög öflugur kraftur, sé henni beitt skynsamlega!

Ég mun engum hlífa sem er þáttakandi í þessu, hvort sem einhver verður dæmdur eða ekki í lokinn, er ekki aðalmálið. Fólk fær að vita hverjir sjórna þessu landi og hvernig. Það er öllum hollt að vita það, sérstaklega ungu fólki sem er framtíð þessa lands. 

Vona að ég finnist ekki dauður einhverstaðar, en ef það skeður reynið þá að finna út hver olli honum. Hvort sem mér verður slátrað á Íslandi eða erlendis, eða hverfi sporlaust. Ég á 5 börn sem eru vitni að því að ég mun vera nálægt þeim á meðan ég stend í þessu, og eru þau öll traust vitni.

Það er of seint fyrir Ríkisstjórn, Seðlabanka og allar fjármálastofnannir að semja sig út úr þessu, því þeir hafa ekki efni á því. Og líklegast ekki áhuga á því heldur, lifa í þeirri trú að þeir séu öruggir, en eru það heldur betur EKKI!!.  

Óskar Arnórsson, 7.4.2008 kl. 12:30

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Óskar minn á þessi færsla heima hér? 

Ía Jóhannsdóttir, 7.4.2008 kl. 12:34

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nei..hún er ekki í samrmi við færslunna þína. Bara kveðja um síðasta bloggið mitt á Íslandi..verð síðan í sambandi þegar ég er komin út að fylgja þessu máli eftir, afsakaðu frekjuganginn..hehe

Óskar Arnórsson, 7.4.2008 kl. 12:57

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Elsku Ía konsúlína!  Hjartanlega til hamingju með þinn elskulega eiginmann. - Ég veit, að hann, á þetta svo sannarlega skilið, fyrir sitt frábæra starf. -  En ég tek þetta nú sem "þinn heiður" líka, þar sem þú ert stoð hans og stytta, og það segja mér kunnugir, sem þekkja til aðstæðna, þarna úti hjá ykkur, að þið séuð saman í öllum afrekum ykkar.  Svo elskulega "konsúlína"mín,  Til hamingju með viðurkenningu fyrir frábærlega farsælt, og óeigingjarnt starf ykkar hjóna, til heilla fyrir land og þjóð. 
 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.4.2008 kl. 15:13

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk kæru bloggfélagar fyrir hlý orð og innlit hér í dag.  Knús á ykkur öll.

Ía Jóhannsdóttir, 7.4.2008 kl. 18:57

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju bæði tvö því ég tek undir með Hallgerði, enda heiðurskona mikil.
þú ert örugglega ein af þessum konum,
sem sópar að og sólin skín er þú birtist.
                       Knús kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.4.2008 kl. 21:16

11 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Er allt að verða vitlaust á þessari síðu mín kæra Ía konsúlína.

Til hamingju með heiðurinn ykkar, þó konsúllinn hafi fengið orðuna, þá er heiðurinn til ykkar frá mér. Líði ykkur ætíð sem allra best og ferfalt húrra kv. eva

Eva Benjamínsdóttir, 7.4.2008 kl. 23:15

12 identicon

Hamingjuóskir!

Ef utanríkisráðuneytið fjárfesti í almennilegum húsbíl þyrfti ekki nema einn íslenskan  sendiherra í gamla Habsborgarveldinu og raunar allri Austur-Evrópu. Og þá mundi sendiherrafrúin heita Ingibjörg.

Þráinn Bertelsson (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 09:40

13 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þráinn minn hehehhe  ertu eitthvað verri, sérðu mig í anda keyrandi um í húsbíl, Þoli ekki þannig farartæki!   Svo  annað auðvitað yrði ég að fylgja mínum elskulega annars sæi ég hann aldrei, nóg er nú samt. 

Takk fyrir innlitið kæri vinur, les alltaf eyjuna, komin á favorit hér í báðum tölvunum okkar.  Sjáumt í þarnæstu viku. 

Ía Jóhannsdóttir, 11.4.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband