Æ, nú bætist þetta við vorverkin í borginni.

 Nýbúið að gefa út þá yfirlýsingu að allt ætti að vera orðið spik og spa fyrir 17. júní.  Yfirlýsing sem mér fannst nú dálítið hlægileg.  Er það ekki sómi hverrar borgarstjórnar hvar sem er í heiminum að sjá um að borgin okkar sé hrein og snyrtileg.  Þarf að auglýsa það í öllum fjölmiðlum.  Er ekki líka sjálfsagður hlutur að borgarbúar gangi sómasamlega um sína borg og beri virðingu fyrir mannvirkjum og öllu umhverfi sínu.

Hvað er svona merkilegt við það að götuhreinsun fari fram, eða veggjakrot hreinsað af húsum,  þarf að mynda það í bak og fyrir og útlista það í fréttamiðlum og væla yfir því hvað kemur undan sjónum.  Veit ekki betur en allir verði að taka til hendinni við vorverkin hvar sem er í veröldinni. 

Ætli borgarstjórinn ykkar verði bara ekki að selja annan lystigarð núna til að ná upp í hreinsunarkostnað.  Það er nú líka eitt axarskaftið í viðbót. 

Nú ætla ég að láta taka mynd af mér þar sem ég og minn elskulegi erum á kafi í vorverkunum og við bíðum ekkert eftir sóparanum frá borginni, við hreinsum okkar götu sjálf. W00t Raking Leaves 

    

 


mbl.is Krotað á strætó í skjóli nætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Veistu Ía, að það er eins og að vera staddur inn í Fellinibíómynd á hugbreytandi efnum að fylgjast með borgarstjórnarmeirihlutanum þessa dagana.  Ég er eiginlega kjaftstopp.

Knús í helgina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.4.2008 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband