Sumargleðin okkar endaði sem Eurovision partí

Þrátt fyrir eindreginn ásetning minn og loforð bæði hátt og í hljóði um að hér yrði ekki fylgst með Júró var ég kaffærð af gestum mínum á laugardagskvöldið.  En hvernig átti annað að vera þar sem 12 Íslendingar voru saman komnir og margir algjörir Eurovision Fan, búnir að fylgjast með undankeppni og alles!

Á laugardaginn buðum við til Sumargleði hér að Stjörnusteini og um fimm leitið renndu hér í hlað kampakátir Íslenskir vinir okkar frá Vínarborg meira að segja með fánabera í forgöngu.  Að sjálfsögðu var rætt um Júróið og eftir kvöldverðinn vissi ég ekki fyrr en að búið var að tengja tölvuna við græjurnar og sjónvarpið á eftir hæðinni líka komið á full swing svo undir tók í allri sveitinni.  Ég var, þrátt fyrir allan minn góða ásetning komin í Júró partí og þar sem ég er svo rosalega gestrisin, eins og kemur fram í síðustu færslu,  þá ákvað ég að horfa fram hjá þessum mistökum í mínu eigin húsi.Tounge

Að sjálfsögðu var ég farin að dilla mér í takt við gömlu íslensku lögin og tók jafnvel nokkur spor hér úti á veröndinni gestum mínum til samlætis.  Áhugi minn var nú ekki meiri en það að ég varð að spyrja í lokin hver hefði unnið og hvort við hefðum lent ofar en í sextánda sæti.

Annars varð úr þessu dúndur partí fram eftir nóttu og allir í bana-júróstuði, jafnvel hún ég!

Takk fyrir komuna kæru vinir og landar!  Sjáumst fljótlega aftur í sama stuðinu hér eða í Vín!  Thank You      


mbl.is Partí hjá Páli Óskari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég hefði vilja vera með í partíinu... segi ekki hvaða.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.5.2008 kl. 10:18

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

hehehhe ég tek þetta eins og þú hefðir viljað vera hér hjá mér Gunnar minn, annars held ég að Palli smarti hafi toppað mig.

Ía Jóhannsdóttir, 26.5.2008 kl. 10:39

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Komdu blessuð, jú jú ég bý þar, ert þú ekki í Prag, ég hef nu komið þangað einu sinni, gaman að koma þangað.

Knus til þín vinan

Kristín Gunnarsdóttir, 26.5.2008 kl. 10:57

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ef fólk gleðst saman og nýtur sín, þá skiptir vísast litlu hvers vegan.

Hefði alveg viljað vera gestur að Stjörnusteini og hoppa með.  Lífið er bjútífúl.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.5.2008 kl. 11:01

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Mikið rétt Kristín mín í hundrað turna borginni Prag, eða réttara sagt 50 km sunnan við turnana.

Jenný nákvæmlega, stundum gott að skvetta upp rassinum með góðum vinum. Ég bíð þér næst

Ía Jóhannsdóttir, 26.5.2008 kl. 11:25

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Alveg nauðsynlegt að skemmta sér vel annars slagið,
gerir mann svo ungan.Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.5.2008 kl. 13:51

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Og ég væri sko líka meira en til í Júró partý að Stjörnusteini. - Þó að það væri ekkert Júró, bara partý.-

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.5.2008 kl. 15:55

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það verður sko risapartý ef ég kemst til þín.  Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 26.5.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband