Sýning Auðar Vésteinsdóttur vel tekið hér að Listasetrinu

Vel mætt var á sýningu Auðar Vésteinsdóttur, veflistakonu hér sl. sunnudag.  Auður er búin að dvelja hér í Listasetrinu Leifsbúð undanfarnar fimm vikur og lauk dvöl sinni hér með fallegri sýningu á 20 - 25 verkum sem hún hefur unnið að þennan tíma.

Má geta þess að þegar Auður byrjaði að vinna hér voru verk hennar frekar dökk og drungaleg en eitthvað hefur litasinfónían hér í sveitinni haft áhrif því verkin fóru að taka á sig allt aðra mynd þegar líða tók á dvölina. Fólk var sammála því að mikil litagleði og hamingja ríkti í verkunum og var auðvelt að sjá hvað náttúran og birtan hér hefur haft áhrif.

Því miður erum við ekki búin að koma okkur upp vefstól hér svo verkin voru mestmegnis klippimyndir.  Það kemur e.t.v. að því að við fjárfestum í vefstól hér fyrir þá listamenn sem kjósa að nota það apparat.

Ég vil nota tækifærið hér og þakka Auði og hennar manni, Sveini fyrir skemmtileg kynni og vonum að þau hafi notið dvalarinnar hér þessar vikur. Góða ferð heim kæru vinir og sjáumst fljótlega aftur. 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Roslalega líður tíminn.  Mér finnst eins og þú hafir bara bloggað um að þau væru komin í fyrradag.  Ég hristi haus.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2008 kl. 01:06

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Altaf gaman að fá fólk í heimsókn, rekur  þú einhvers konar gistíngu í Prag, þá væri nu ekki amalegt að skella sér.

Knus á þig vinan

Kristín Gunnarsdóttir, 28.5.2008 kl. 10:06

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jenný tíminn bókstaflega flýgur frá manni

Nei Kristín mín rek ekki gistingu hér í borg. 

Ía Jóhannsdóttir, 28.5.2008 kl. 10:21

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.5.2008 kl. 10:29

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Vá, hvað tíminn líður fljótt, mér finnst eins og Jenný að þú sért nýbúin að skrifa um komu þeirra hjóna til ykkar í Listamannssetrið

Eigðu ljúfa daga Ía mín

Sigrún Jónsdóttir, 28.5.2008 kl. 11:14

6 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ía mín, svona dvöl getur skipt sköpum fyrir listamenn,-sástu hvað litirnir breyttust? Hlakka til að sjá næstu sýningu.

Ég ætla sko að koma einn daginn einsog gamalt vín á nýjum belg, en fyrst tek ég Berlín og París. Það er ýmislegt í gangi en guð veit allt. Já og víst þarf ég að sækja um.

Hafðu það yndislegt, guðsmóðir listamanna í Prague. kv. eva

Eva Benjamínsdóttir, 29.5.2008 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband