30.5.2008 | 07:55
Hugurinn sækir heim á stundum sem þessum
NÚ HEYRI ÉG MINNAR ÞJÓÐAR ÞÚSUND ÁR
SEM ÞYT Í LAUFI Á SUMARKVÖLDI HLJÓÐU.
Eins og flestir landar okkar fylgdumst við með þeim ósköpum sem gengu yfir suðurlandið í gær og hugur okkar hjá þeim sem lentu í þessum náttúruhamförum. Mildi að ekki urðu alvarleg slys á fólki. Heyrði í morgunfréttum að lítill gutti hefði fæðst fyrir austan mitt í öllum látunum. Dúlluleg frétt það.
Eftir að fréttir birtust um að sá stóri hefði líklega komið strax í kjölfarið varð manni rórra og við hættum á vaktinni um miðnætti. Dóttir okkar er á leið austur í dag og ætlar að dvelja í sumarhúsi yfir helgina með vinum sínum. Ekki veit ég hvernig ástandið er þar og helst hefði ég nú bara viljað vita haf henni í bænum en ætli þetta sé ekki að ganga yfir svo það þýðir ekkert að vera með einhverja móðursýki hér handan hafsins.
Kæru landar, sendum ykkur hlýjar kveðjur og hugur okkar er hjá ykkur öllum.
Tíðindalítil nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 07:57 | Facebook
Athugasemdir
Sæl Ía, var á námskeiði hjá Set, Selfossi í gær svo maður lenti í miðju skjálftans.
Þetta minti mig á 17. júní skjálftan upp í bústað, en þá þór allt á hvolf hjá okkur.
Elsa var og er upp í bústað ein og hristist húsið vel en ekkert ein og árið 2000.
Hún tekur þetta með ró ,kanski orðin sjóuð.
Kveðja KG.
Kristján Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 08:44
Elsku Stjáni minn okkar var hugsað til ykkar í gær. Bestu skjálftakveðjur til ykkar kæru vinir og njótið helgarinnar í Steinagerði.
Ía Jóhannsdóttir, 30.5.2008 kl. 09:01
Ég var nú að tala við eina á Selfossi þegar skjálftinn byrjað, hun sagði húsið hristist og fannst mér slæmt að vera svona langt í burtu og geta ekki fylgst almynnilega með þessum hörmungum, en það besta er að ekki urðu mikil slys á fólki.
Hafðu það gott í Prag vinan
Kristín Gunnarsdóttir, 30.5.2008 kl. 09:39
Ég hefði sennilega verið miklu rórri, ef ég hefði verið á staðnum, hjá fólkinu mínu. En samt er ég fegin að búa ekki á Selfossi lengur. Húsið okkar hefði sjálfsagt skemmst eitthvað og stelpurnar mínar hefðu orðið hræddar. En maður vill samt vera hjá fólkinu sínu og hugsar til þess.
Þórhildur Daðadóttir, 30.5.2008 kl. 10:13
Sigrún Jónsdóttir, 30.5.2008 kl. 10:39
Þetta er ekki björgulegt ástand, en enginn slasaðist alvarlega. Það er fyrir mestu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.5.2008 kl. 10:40
Tek undi orð Jennýjar.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.5.2008 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.