19.6.2008 | 11:08
Alltaf verður eitthvað einhverntíma fyrst
Í gærkvöldi má segja að brotið hafi verið blað í sögunni þar sem í fyrsta skipti var haldin sameiginleg þjóðhátíð átta landa hér í Prag. Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Ísland, Eistland, Lettland og Litháen tóku sig saman og ákváðu að nú skildi halda sameiginlega sumarhátíð og var dagurinn 18. júní ákveðinn með það í huga að hægt væri að halda samkomuna undir berum himni.
Þessi hugmynd kom upp einhvern tíma þegar tveir sendiherrar voru að tala um hversu ótækt það væri að halda stórar móttökur á þjóðhátíðardag þjóðanna. Allar þjóðir eru með nokkurn vegin sama boðslista svo þessi hugmynd var alls ekki galin. Margar þjóðir hafa hætt við þessar stóru móttökur þar á meðal við Íslendingar vegna hins gífurlega kostnaðar sem slík boð hafa í för með sér.
Að sjálfsögðu þarf að undirbúa svona samkvæmi með löngum fyrirvara en þegar átta lönd sameinast verður verkið léttara.
Boðið í gær var haldið í garðinum við Kampa Museum og við áætlum að milli sex og sjö hundruð manns hafi glaðst með okkur þarna í gærkvöldi. Það var söguleg stund að sjá alla Sendiherra ríkjanna og General Consul Íslands standa þarna í handabandamóttökunni. Þau stóðu undir fánum landanna og voru stórglæsileg.
Sendiherra Svía setti hátíðina og síðan hélt prodokolmeistari Tékkneska utanríkisráðuneytisins stutta tölu þar sem hann lýsti ánægju sinni með þetta framtak okkar. Annars voru allar ræður afþakkaðar. Okkar eina og sanna Diddú söng síðan nokkur lög á íslensku, sænsku og norsku þar sem við vorum svo heppin að hún var hér á söngferðalagi. Takk fyrir það Diddú mín og Steinunn.
Veislugestir nutu sumarblíðunnar og mikil og góð stemmning myndast þegar líða tók á kvöldið.
Við sem stóðum að þessari hátíð vorum sammála um að slíkar sameiginlegar móttökur kæmu til með að vera. Ekki nokkur spurning og þætti okkur ekki ólíklegt að fleiri þjóðir tækju upp þennan sið í náinni framtíð.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 11:17 | Facebook
Athugasemdir
Flott framtak.
Til haimingju með 19. júní mín kæra Ía.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2008 kl. 11:09
Flott hjá þessum þjóðum að gera þetta.
segiði svo að það sé ekki einhver samvinna hjá þessum löndum. (grín)
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2008 kl. 11:23
Við vinnum mjög vel saman þessi lönd ja alla veg hér í Tékklandi hehehhe....
Til hamingju með daginn stelpur!!! Allar í bleiku ekki satt?
Ía Jóhannsdóttir, 19.6.2008 kl. 11:26
Til hamingju með daginn Ía mín
Sigrún Jónsdóttir, 19.6.2008 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.