Míni fjölskylduhátíð með fótboltasparki og litlum krílum í göngugrind.

Það er nú ekki oft sem tækifæri gefst til að halda míní fjölskyldusamkomu hér að Stjörnusteini og hvað ég elska það að hafa fólkið mitt hér þegar færi gefst.  Bæjarrotturnar mínar komu aftur hingað í sveitasæluna í gær með börnin og slegið var upp veislu hér í garðinum.  Egill okkar og Bríet komu með Elmu Lind, Ingi og Thelma með dúllurnar sínar tvær Elínu Helgu og Kristínu Helgu en þau eru hér í heimsókn núna. 

Að fylgjast með þremur litlum dúllum, ein ný orðin eins árs, önnur tíu mánaða og síðan ömmustelpan mín átta mánaða var ekki óskemmtilegt og sjá hvað börnin stækka og þroskast ört á stuttum tíma.  Sú elsta hljóp hér um allt í göngugrindinni, sú í miðið rétt gat ýtt sér aftur á bak en mín stutta bara sat og lét fara vel um sig þó litlu tásurnar væru auðsjáanlega að reyna að spyrna í stéttina.

Óli lék við hvern sinn fingur enda tók Egill hann á fótboltaæfingu.  Fimm ára guttinn leit ekkert smá upp til stóra frænda sem einu sinni var markmaður í drengjalandsliðinu.  Þið hefðuð átt að sjá aðdáunarsvipinn þegar Egill sagði honum að Eiður Smári hefði byrjað að sparka bolta í garðinum okkar í Traðarlandinu þá jafn gamall Óla í dag. 

Elín Helga hélt sig aðeins fyrir utan þessa leiki en fékk auðvitað líka tilsögn frá stóra frænda enda hún orðin svo mikil dama, níu ára pæjan.

Grillið brást ekki hjá mínum elskulega og fóru allir saddir og þreyttir áleiðis til Prag þegar líða tók á daginn. 

Verð að bæta því hér við að þegar Kolbrún Eva var sett í göngugrindina í morgun liðu ekki nema fimm mínútur þar til mín var komin á fleygiferð hér um veröndina.  Maður má varla snúa sér við þá eru þau búin að læra eitthvað nýtt.  Bara krúttlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 7.7.2008 kl. 19:07

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Barnabörnin er eftirréttur lífsins...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.7.2008 kl. 19:43

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 7.7.2008 kl. 19:51

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Fallega orðað Gunnar, þetta ætla ég að muna

Ía Jóhannsdóttir, 7.7.2008 kl. 19:56

5 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ía mín, ég samgleðst þér innilega. Hafðu það áfram mjög gott!

Ég, algerlega barnlaus, skoða nú fjöllin og ljósið. kv.eva

Eva Benjamínsdóttir, 7.7.2008 kl. 19:56

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Yndislegt að fá tækifæri til að vera með smá fjölskyldu,,sammenkomst"

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.7.2008 kl. 20:12

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ekkert betra í þessum heimi en litlar manneskjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.7.2008 kl. 20:14

8 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad er dásamlegt ad vera med fjölskylduna kringum sig..Ad ég tali ekki um tegar madur býr svona adeins lengra burtu.

Knús á tig inn í gódann dag med fjölskyldunni

Gudrún Hauksdótttir, 8.7.2008 kl. 09:14

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Svona dagar eru yndislegir, til hamingju með þá Ía mín.
Maður lifir lengi á þessum myndum í huga manns
Knús í daginn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.7.2008 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband