Aquapalace, ævintýraheimur Pragbúa

Í morgun var ákveðið að fara með Juniorinn í sund og fyrir valinu varð auðvitað Aquapalace sem er 30 km héðan frá okkur.  Þvílíkt ævintýri að koma í þennan vatnsskemmtigarð, jafnvel okkur fullorðna fólkinu fannst mikið til koma.  Endalausar rennibrautir, ormar, heitir pottar og kaldir, fossar, sprænur, ár og laugar, strendur með öldugangi og sjóræningjaskip sem vatnið gusaðist úr héðan og þaðan.   Jafnvel litlir hákarlar sem syntu í lokuðum kerjum, (skildi nú ekki alveg hugmyndina á bak við það) en sitt sýnist hverjum.

Auðvelt er að eyða heilum degi þarna þar sem þetta er að hluta til innanhúss og auðsjáanlega hugsað sem fjölskyldustaður.  Eitthvað fyrir alla. Líkamsrækt, nudd, gufuböð, snyrting, hárgreiðsla og nokkrar verslanir fyrir þá kaupóðu.  Veitingasalir og sundbarir.

Amman var eitthvað hálf slöpp þegar lagt var af stað en lét það nú ekki á sig fá þar sem hana langaði mikið til að fara með litla guttanum í sund.  Yfir hádegisverðinum fór heilsan aðeins að versna því auðvitað er hún búin að ná sér í sumarkvef.  Situr nú hér skjálfandi, kófsveitt og með Kleenex pakka við hendina.  Hnerrar hér ofan í tölvuna og nefið eins og á versta tóbakskarli. 

Ætlar samt í bæinn á morgun því það er síðasti dagurinn þeirra Soffu, Steina og Þóris Inga áður en þau halda heim og amman ætlar að nota daginn til að fara með sínum í búðir og versla pínu pons.

Svo nú er bara að pakka sér inn í dúnsængina og koma sér til kojs.

Verð fín á morgun.

 

  

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vona að þú sofir vel í nótt undir þinni dúnsæng, góðir dagar taka alltaf enda og svo kemur eitthvað nýtt í staðin.  Njótt morgundagsins í innkaupaferð með fólkinu þínu ljúfan mín.  GN

Ásdís Sigurðardóttir, 11.8.2008 kl. 21:55

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Ef þú hættir ekki þessum undurfögru lýsingum frá þessi landi, endar með því maður lætur freistast.

Góðan bata af sumarkvefinu.

Þröstur Unnar, 11.8.2008 kl. 22:19

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Batakveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2008 kl. 23:17

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Æ, vonandi verður þú hressari þegar þú vaknar á morgun, svo þú komist í bæinn með fólkinu þínu. -  Innilegar batakveðjur til þín.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.8.2008 kl. 00:36

5 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Rosalega er flottur vatnagarðurinn, ævintýri að lesa, takk Ía mín og láttu þér nú batna. Góða nótt

Eva Benjamínsdóttir, 12.8.2008 kl. 00:56

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill! Batakveðjur!..

Óskar Arnórsson, 12.8.2008 kl. 06:11

7 Smámynd: Hulla Dan

Þessi garður er kominn á lista yfir það sem ég verð að sjá áður en ég dey.

Láttu þér nú batna Ía mín

Hulla Dan, 12.8.2008 kl. 06:28

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir hlýjar kveðjur kæru vinir.  Er komin í verslunargírinn með hor í nös.

Ía Jóhannsdóttir, 12.8.2008 kl. 07:19

9 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ía mí, sennilega ertu komin á kaf í verslunarleiðangur nún. Farðu vel með þig og pakkaðu þer nu vel inn þegar þú kemur heim, ég held að þetta sé eitthvað að ganga, kvefpest og fleira.

Kærleiksknus

Kristín Gunnarsdóttir, 12.8.2008 kl. 07:59

10 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Vonandi verduru hressari í dag svo tú komist med fólkinu í verslunarferdina.Ædislegur vatnagardur sem tid hafid tarna.Ég fór einmitt med kristófer Liljar minn um daginn í vatnagard Sommerland Sjælland  vid mikinn fögnud.Hann var samt ekki neitt í lýkingu vid tennan sem tú lýsir hér ad ofan.Tó mjög skemmtilegur.Gódann bata elsku vinkona.Og fardu vel med tig.

Stórt knús frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 12.8.2008 kl. 08:03

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía mín mikið hefur þetta verið flottur dagur, en farðu nú vel með þig.
Þú manst eftir öllu sem á að gera er kvef maður fær.
Knús kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.8.2008 kl. 10:21

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góðan bata Ía mín.

Marta B Helgadóttir, 12.8.2008 kl. 17:05

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góðan bata Ía mín

Sigrún Jónsdóttir, 12.8.2008 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband