Ég er soddan hænumamma

Ef það eru ekki tafir hjá verktökum þá eru það tafir sveitafélags.  Eftir hverju er verið að bíða, einu stórslysinu í viðbót?  Ég á mjög bágt með að skilja þetta og mig óar við því  í hvert sinn sem ég veit af mínum nánustu út á þjóðvegum landsins og ekki bara þarna heima heldur líka hér erlendis þó vegirnir hér séu betur merktir ef um vegavinnu eða umferðaróhöpp er að ræða þá gera slysin ekki boð á undan sér því er nú ver og miður.

Um daginn þegar við vorum að keyra frá Munchen til Prag í samfloti með dóttur okkar, tengdasyni og barnabarni dróust þau dálítið aftur úr.  Við vorum búin að vera í símasambandi alla ferðina en þarna sem við hjónin vorum komin langleiðina að ,,landamærunum" höfðum við ekki náð sambandi við þau í nærri heila klukkustund og mér var farið að líða frekar illa, maginn kominn í hnút og heilmið drama í gangi hjá minni.

Ég endurtók í sífellu það er örugglega eitthvað að, þau ansa hvorugum símanum, við verðum að snúa við.  Ég var næstum búin að sannfæra minn elskulega um að ég hefði rétt fyrir mér svo hann ákveður að stoppa á næstu resteriu.  Ég held áfram að hringja og fæ ekkert svar.  Síminn hringir út og vinaleg rödd segir að báðir símar séu utan þjónustusvæðis.  Það gat alls ekki staðist vegna þess að símarnir okkar voru inni allan tímann.  

Þegar þarna er komið er ég orðin verulega histerisk og segi:  Nú keyrum við bara á næstu lögreglustöð og fáum að vita hvort slys hafi orðið á leiðinni.

- Bíðum aðeins segir minn elskulegi en er orðinn ansi þungbúin enda með konuna í rusli í framsætinu.

Einhverra hluta vegna hafði hann parkerað bílnum þannig að hann sá út á hraðbrautina og allt í einu segir hann...-  Þarna eru þau!

Ég píri augun og segi þú getur ekki séð svona vel frá þér

- Jú ég sá númerið, þetta eru þau.

Við brennum af stað og náum í skottið á þeim eftir örfá augnablik, og ég gef merki um að þau eigi að hringja í okkur um leið og við rennum fram úr þeim.  Ég hugsa að augnatillitið sem dóttir mín og fjölskylda fékk þarna hafi ekki verið neitt sérlega fallegt.

Hún hringir og segir -  Varstu að reyna að ná í okkur, æ símarnir voru báðir á silent!

Ég húðskammaði hana fyrir tillitleysið þegar við komum heim og hún lofaði að þetta kæmi aldrei aftur fyrir en ég sá að hún brosti út í annað yfir móðursjúkri móður sinni.

Æ það er bara aldrei of varlega farið í umferðinni og vonandi laga þeir þennan vegarspotta við fyrsta tækifæri.

   

 


mbl.is Sveitarfélög tefja vegabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahahaha.... ég sé ykkur mæðgurnar alveg fyrir mér! Soffa voða róleg yfir þessu öllu saman og þú alveg í panik!!

Ragga frænka (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 20:30

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Já Ía mín, þú ert svona hænumamma eins og ég, ef að yngsta dottlan ekki ansar í heimasímann eða gemsann á kvöldin þá er ég komin með taugaáfall, T:D: Guð það er einhver buin að brjótast inn hjá þeim og jafnvel drepa þau,þá hafa þau kannski skroppið í bío eða út að borða en littla mín hríngir nú altaf ef hun sér að ég er búin að reina að ná í hana, þetta er hryllileg tilfinning, en svona er maður bara og hun er með áhyggjur af gömlu að vera ein.

Góða nótt elsku Ía

Kristín Gunnarsdóttir, 12.8.2008 kl. 20:40

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ragga þetta var ekki par findið!!!!  Gaman að heyra frá þér vinkona.

Já Kristín maður er bara svona gerður og svo er bara gert grín að manni!!! hehehhe

Ía Jóhannsdóttir, 12.8.2008 kl. 20:50

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er líka þessi ungamanna eins og þið, finnst í rauninni ágætt að hafa börnin í svolítilli fjarlægð, þá er ég afslappaðri.  Góða nótt Ía mín og hafðu það sem best.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 22:16

5 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Lýsandi frásögn, gott skot í stuttmynd. Góða nótt Ía mín

Eva Benjamínsdóttir, 12.8.2008 kl. 22:28

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá hvað ég tengi þarna.  Er algjörlega svona og ég hefði gefið dætrum mínum lúkk dauðans.

Arg, maður heldur reglulega að börnin manns séu liggjandi á spítala í besta falli.

En léttirinn er góður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2008 kl. 22:42

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er svona líka

Sigrún Jónsdóttir, 13.8.2008 kl. 00:36

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ásdís þú meinar svona eins og í den þegar þau áttu að vera á leið heim úr skóla og maður heyrði sírenuvæl heheheh

Eva já því ekki svona komik-drama

Jenný þa' var eitthvað í þá áttina lúkkið sem hún fékk frá mér hehehehe. en MG hvað ég varð fegin að sjá þau.

Ía Jóhannsdóttir, 13.8.2008 kl. 00:41

9 Smámynd: Hulla Dan

Æ hvað ég er fegin að ég sé ekki sú eina sem upplifi svona sjúkar stundir.
Þetta er ekkert smá óþolandi augnablik þegar maður veit ekkert.
Sem betur fer hef ég alltaf rangt fyrir mér og er því mikið glöð.

Vona að dagurinn verði notarlegur.

Hulla Dan, 13.8.2008 kl. 08:31

10 Smámynd: Þröstur Unnar

Einn hænupabbi hérnamegin.

kveðja

ÞG

Þröstur Unnar, 13.8.2008 kl. 11:10

11 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þinn elskulegi, pollrólegur, þú að tryllast í histeríu, þú efast,. Hann hefur svo rétt fyrir sér?!...einmitt grátbrosleg sena.

Eva Benjamínsdóttir, 13.8.2008 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband