Nú er það spurning um að halda sönsum.

Mér snarbrá þegar ég las þetta, alhvítt á Akureyri og ekki einu sinni kominn september!  Sem betur fer ykkar vegna var ekki alhvítt af snjó niður í hálfar hlíðar heldur bara smá gjörningur í gangi. Sniðugt hjá þeim!

Athugasemd við frétt lokið. 

- Nú þegar búið er að kjósa í Beijing fegurstu konu vallarins á Olympíuleikunum og flestir farnir til síns heima ætli maður fái þá aðeins hvíld frá íþróttaviðburðum í smá tíma sagði ég við minn elskulega í gær.  - Nei svaraði hann nú byrjar enski boltinn og brosið á andlitinu náði hringinn!!!! 

 Anskotinn, ég bara trúi þessu ekki, veit að sumir eru alveg alsælir en ég sem er ekkert fyrir að fylgjast með íþróttum verð nú að fara að finna mér mitt eigið hobby, ég meina það og það utanhúss því bara hljóðið frá íþróttafréttum sjónvarpsins getur gert mig svo pirraða að það hálfa væri nóg.  Golf, OK ég byrja bara aftur í golfinu.  Nenni aldrei að horfa á það en mér finnst ekkert leiðinlegt að slá bolta.

Ok farin út að dusta rykið af kylfunum og finna golfskóna. 

Ætti ég að fá mér private trainer?  Hum hann verður þá að vera flottur með kúlurass.

Hvar ætli ég hafi látið golfsettið í fyrra eða er lengra síðan? 

Farin að leita dauðaleit, nú er um sálarheill mína að tefla.

 

 


mbl.is Alhvítt á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er búið að snjóa á Ak?  Ésús minn.

Veistu að hljóðið frá kappleikum þetta söng og hávaði snýr við í mér innyflunum.

 Enska knattspyrnan að byrja?  Þetta endar með skilnaði.  Híhí.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2008 kl. 10:51

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já Jenný og nú sé ég allt í einu að fyrirsögnin hjá mér hefur sko ekkert að gera með fréttina um hvíta húsið á Akureyri, var bara svo pirruð inn í mér við tilhugsunina um áframhaldandi íþróttaoratoríu hér á heimilinu.

Ía Jóhannsdóttir, 25.8.2008 kl. 10:58

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Velkomin í hópinn, horfi aldrey á íþróttir, hef bara óbeit á þeim

Kristín Gunnarsdóttir, 25.8.2008 kl. 15:13

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

sé þig í anda að leita að kilfunum. Heyrðu annars, þetta er ekki búið, nú höldum við strákunum hátíð mikla og skreytum þá fálkaorðunni....allt þetta á miðvikudaginn. Og svo heyrði ég í útvarpinu áðan að jörðin væri flöt, fer ekki nánar út í það.

Ég þoli ekki heldur hæga fótboltann og slekk bara á öllu svoleiðis. Hafðu það yndislegt Ía mín og ég vona að hobby lausnin sé í sjónmáli.

Eva Benjamínsdóttir, 25.8.2008 kl. 16:42

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Vissi að þú myndir gera það Hallgerður bara gleypa þetta hrátt hehhe...

Stelpur mínar Eva og Kristín ætli við séum ekki æði margar í þessum anti-hóp.  En fálkaorðuna meiga þeir alveg fá, enda sætir og fræknir strákar

Ía Jóhannsdóttir, 25.8.2008 kl. 17:28

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Handboltinn er sko skemmtilegur en mikið verð ég stressuð oft.   Kær kveðja til Prag og hafðu það sem best.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.8.2008 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband