Óvirðing við listamenn.

Hvimleitt satt er það en þetta er óvirðing við listamenn og fólk á að sýna sóma sinn í því að mæta ekki ef það getur ekki hamið sig eða alla vega að ganga úr salnum.

 Finnst eins og fréttamaður sé að dæma Mr. Schiff fyrir hrokafulla framkomu.   Ég skil listamanninn fullkomlega og sjálfsagt hefur honum fundist komið nóg af því góða og beðið fólk fólk vinsamlegast um að hemja sig rétt á meðan hann spilaði.

Við sem sækjum tónleika vitum að yfirleitt þegar hlé er gert á milli verka byrjar hálfur salurinn að ræskja sig og hósta, leiðindar ávani!  Hitt er annað mál að ef þú ert með kvef og hósta og veist að hóstinn getur brotist fram hvenær sem er og þá sérstaklega þegar þú ert í tónleikasal í gömlum byggingum sem eru uppfullar af ryki  þá bara mætir þú ekki á tónleika, þú sleppir þeim! 

Ég hef oftsinnis orðið að sitja heima vegna þess að ég ber virðingu fyrir listamönnum og kæmi aldrei í hug að mæta á konsert eða óperur vitandi það að ég gæti fengið hóstakast í miðju verki.  Ég hef líka orðið fyrir því að verða að ganga úr salnum vegna þess að ég hélt að ég gæti hamið mig rétt á meðan flutning stæði. 

Annað sem kvefaðir áheyrendur gera líka sem er ekki síður ósmekklegt er að mæta með hálstöflur, í skrjáfandi umbúðum.  Hvers vegna ekki að taka töflurnar úr umbúðunum áður en gengið er í salinn.  Síðan eru það farsímarnir, á ég að halda áfram?

Nei læt hér staðar numið. 

  Bara smá svona pirringsblogg héðan frá Stjörnusteini inn í kvöldsólarlagið. 

 

  


mbl.is Hóstaður út af sviðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2008 kl. 18:52

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Í tilefni þessarar fréttar og að Pink Floyd fékk verðlaun, er hér saga af Roger Waters. Ég heyrði einhvern tíma hljómleikaupptöku af rólegu lagi. Hann spilaði hljótt á kassagítarinn og byrjaði að syngja. Áhorfendurnir klöppuðu og flautuðu. Hann hætti og bað um hljóð, byrjaði aftur og áhorfendur klöppuðu aftur. Hann hætti og sagði þeim að grjóthalda kjafti.

Villi Asgeirsson, 26.8.2008 kl. 21:05

3 identicon

Með fullri virðingu þá langar mig að gera smá athugasemd við þessa bloggfærslu :  

Við sem sækjum tónleika vitum að yfirleitt þegar hlé er gert á milli verka byrjar hálfur salurinn að ræskja sig og hósta, leiðindar ávani!

Ég tel það ekki vera neinn ávana hjá fólki að ræskja sig eða hósta í hléi. Er ekki hér bara um almenna kurteisi að ræða hjá fólki sem þurfti að ræskja sig eða hósta á meðan á tónleikunum stóð en af tillitsemi vað aðra gesti hélt í sér þar til hlé var gert á tónleikunum. 

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 07:30

4 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Þetta er óvirðing.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 27.8.2008 kl. 08:42

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sigurður minn nei þetta er ávani hjá mörgum því miður. Takk fyrir innlitið.

Anna Ragna gaman að heyra í þér.

Villi:  Þú ert skemmtilegastur! hehehe

Ía Jóhannsdóttir, 27.8.2008 kl. 17:41

6 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Vonandi nær þessi góði pistill þinn Ía mín út fyrir allan þjóðarbálk og þar með stöðvi endanlega skrjáfrið og hóstaköstin í öllum tónleikasölum nær og fjær. Skil vel að listamenn þoli þennan dónaskap illa.

Eva Benjamínsdóttir, 27.8.2008 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband