Ekki fleiri draugasögur!

Munið þið eftir leikritinu Innrásin frá Marz.

Þeir eru að koma, þeir eru að koma! Þannig hljómaði setningin í útvarpinu og fólk þyrptist út á götur skelfingu lostið, svo trúverðug var framsetning leikarans.

Æ elskurnar mínar í gær sást skært ljós á himni sem síðan sprakk í milljón eindir og fólk fékk fyrir hjartað af æsing.  Þetta reyndist síðan aðeins vera stjörnubrot sem villst hafði yfir litla Ísland.

Nú birtist svartur hringur.  Hvað táknar þetta?  Hverjir eru að fylgjast svona með okkur dag eftir dag?  Haldið ró ykkar kæru landar þetta reyndist aðeins vera sérsveitarmenn að æfa sig fyrir innrásina á........ ja hverja haldið þið? 

Ég veit ekkert af hverju en þegar ég las fréttina var ég allt í einu stödd í torfbæ, nb. kom aldrei svo ég muni inn í torfbæ þar sem fólk bjó.  Ég sat þar og hlustaði á gamlan mann segja draugasögu.  Ég horfði út um ljórann en sá ekkert nema svart myrkrið.  Mér leið ekki vel á meðan á þessu stóð en þegar bráði af mér hugsaði ég, æi nei ekki fleiri drauga eða draugasögur það eru allir búnir að fá nóg! 

Bara datt þetta í hug svona af því það er nú alveg að koma Halló-vín!

Njótið kvöldsins og dreymi ykkur vel.


mbl.is Dularfullur hringur yfir Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hugmyndaflug þitt! Stödd í torfbæ hafandi aldrei komið í einn slíka. Þetta er samt ekkert skrítið þegar fólk hlustar dögum saman á neikvæðar niðurdrepandi fréttir gæti svona sýn fyllt mælirinn! Góða nótt til þín og þinna og í guðana bænum komdu þér út úr torfbænum, þú ert ekki á Íslandi ....

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 20:33

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ja hérna og hér!!!  Já, komið nóg.


Nú ætti ég að koma mér upp sælgætisbyrgðum fyrir væntanlega söngvara

Guðrún Þorleifs, 29.10.2008 kl. 20:36

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já Hallgerður ég á þetta til ,að hverfa bara svona eitthvað út í bláinn en ég r löngu komin aftur vinkona.

Guðrún mín er nammi dagur í dag, vissi það ekki, æ,æ, ég held ég eigi ekki einn mola hér.

Ía Jóhannsdóttir, 29.10.2008 kl. 20:56

4 identicon

Gætu verið Bretarnir með alvöru vopn

Guðrún (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 21:06

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hlakkar þig ekki til þegar mæta hér grænir kallar í öllum stærðum og gerðum?  nei ekki mig þann dag fer ég yfrum

Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2008 kl. 22:26

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Bööööö....

Jónína Dúadóttir, 30.10.2008 kl. 07:30

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já hlægið bara dömur mínar, sá hlær best sem síðast hlær

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.10.2008 kl. 08:10

8 Smámynd: Brynja skordal

kannski eru þetta einhver teikn á lofti hver veit hafðu það ljúft Elskuleg

Brynja skordal, 30.10.2008 kl. 08:47

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Guðrún takk fyrir innlitið.

Ásdís grænir kallar hvað?  Þeir eru öruglega ekkert verri en þessir röndóttu sem sitja niður við Austurvöll. 

Jónina Böööö á móti

Milla sko einn ET af eða frá skiptir engu máli.

Ía Jóhannsdóttir, 30.10.2008 kl. 08:48

10 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Veistu Ía tetta er ástædan fyrir tví ad ég akitera svona mikid fyrir jákvædninni..Fólk er ordid svo svartsýnt í huga sínum ad eithvad ödrvísi ljós á himni getur í teirra augum títt ótrúlegustu og skelfilegustu hluti..

Tú ert med svo dásamlega fantasíu.

Gudrún Hauksdótttir, 30.10.2008 kl. 09:17

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Guðrún mín já alla vega að reyna að vera jákvæður, það kostar nefnilega ekkert.

Ía Jóhannsdóttir, 30.10.2008 kl. 09:21

12 Smámynd: Hulla Dan

Líst ljomandi vel á þig.
Jákvæðning skiptir sköpum.

Hulla Dan, 30.10.2008 kl. 09:47

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er satt og tökum bara Pollýönnu lekin á þetta allt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.10.2008 kl. 12:53

14 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert frábær.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.10.2008 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband