1.11.2008 | 18:34
Mótmælendur eru ekki lýður að mínu mati nema til uppreisnar komi.
Hvað er lýður? Í gamalli orðabók sem ég á hér og fletti upp í segir: Lýður sbr. menn. Þannig að við verðum að horfa fram hjá þessu orðalagi í fréttinni. En lesandi fréttina þá fannst mér þetta vera sagt í niðrandi merkingu. Hörður Torfa ávarpaði lýðinn!
Orðið lýður fyrir mér hefur neikvæða merkingu. Uppreisnarmenn, óaldalýður, þjófar og hyski. Ekki kemur fram í fréttinni að til uppreisnar hafi komið eða fólk verið handsamað. Var ekki einfaldlega hægt að segja Hörður Torfa ávarpaði viðstadda, eða ávarpaði mótmælendur fundarins.
Ég ber fulla virðingu fyrir þessu fólki sem hefur kjark og vilja til að standa í þessum mótmælum og svo framalega sem þetta fer fram á skipulagðan og skynsaman hátt finnst mér óþarfi að tala um að,, lýðurinn" hafi safnast saman á Austurvelli.
Um þúsund mótmælendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
Forsetinn ávarpaði lýðinn Yrði það einhvertíma sagt?
Það er auðvitað "lýð"ræði að fá að tjá sína skoðun
Sigrún Jónsdóttir, 1.11.2008 kl. 18:53
Sammála, hver sem hin upprunalega merking orðsins er þá hefur það í nútímanum neikvæða merkingu. Bölvaður lýður, lýðskrum og þ.h.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.11.2008 kl. 19:12
Upphaflega merkti orðið aðeins "fólk" eða "þjóð" en í tímans rás hefur merking þess verið afbökuð rækilega og í marga áratugi hefur almenn notkun þess þýtt "skríll" eða "pakk" og slíkt.
Orðið lýðræði byggir vitanlega á upprunalegri merkingu orðsins sem gæti auðveldlega útlagst "þjóðræði" í þeim skilningi. Fleiri orð mætti nefna með forskeytinu "lýð-" eins og lýðhylli, lýðréttindi, lýðskrum, lýðveldi þar sem upprunaleg merking orðsins kemur fram.
En þegar "lýður" er notaður eins og mbl.is gerir er erfitt að skilja það öðruvísi en að verið sé að meina "skríll" samkvæmt þeim breytingum sem merkingin hefur tekið í áranna rás... eða áratuga.
Lára Hanna Einarsdóttir, 1.11.2008 kl. 20:29
Heyri að þið eruð sammála mér fræknu konur.
Takk fyrir innlitið Lára Hanna og þínar snilldarfærslur sem ég les næstum alltaf.
Ía Jóhannsdóttir, 1.11.2008 kl. 20:42
Mér finnst þetta nú frekar í neikvæðari kantinum
Jónína Dúadóttir, 1.11.2008 kl. 20:53
Svörin eru komin og ég er sammála teim.
Kvedja úr yndislegu vedri í Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 2.11.2008 kl. 09:00
Annað orð sem forðast ber að nota um almenning í landini er orðið "þegn" sem og "þegnar". Við erum engir helvítis "þegnar" yfirstéttarinnar og ekki höfum við kóngafígúru til að drottna og deila til "lýðsins", við erum "borgarar" og "landsmenn". Það er niðrandi að tala um "þegna landsins" eins og sumum stjórnmálamönnum sem eru með aðeins of útbklásið egó er tamt.
Georg P Sveinbjörnsson, 2.11.2008 kl. 09:39
Ég er eins og þú, ekki hrifin af mótmælum og tek aldrei þátt. Uppáhaldskennarinn minn í Versló hét Lýður, það reddar orðinu fyrir mér. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 09:41
Georg mikið er ég sammála, þegn er í mínum huga undirmaður, þjónn. Gott innlegg og takk fyrir innlitið.
Ía Jóhannsdóttir, 2.11.2008 kl. 09:41
Ég á líka vin sem heitir Lýður en set það bara aldrei í samhengi Ásdís mín.
Ía Jóhannsdóttir, 2.11.2008 kl. 09:57
Ég seigi það sama og þú, Ía, lýður hefur neikvæða merkíngu, á svo margan hátt
Kristín Gunnarsdóttir, 2.11.2008 kl. 12:35
Ég er reyndar ósammála því að ef til byltingar eða uppreisnar komi að það ´se þá lýður á ferðinni. Eins og spakur maður orðaði það einhverntímann,"When injustice becomes law, rebellion becones DUTY". Þegar fólk öðlast hugrekki til að varpa af sér oki og misrétti með góðu eða illu eru það hetjur í mínum huga.
Georg P Sveinbjörnsson, 2.11.2008 kl. 13:22
Heyr, heyr!
Eva Benjamínsdóttir, 2.11.2008 kl. 15:33
Það er nú svo komið í okkar ástkæra landi, að mótmæli eru nauðsynleg, við lýðurinn í þessu landi sem sjáum ósanngyrnina, lítilsvirðinguna og kuldann frá okkar ráðamönnum, verðum að mótmæla og það kröftuglega.
það er sama hvað við kusum síðast eða allt okkar líf, nú er komin tími á breytingar,
og þeim ef af verður verður að fylgja eftir, engin tækifæri gefin, framkvæma strax.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.11.2008 kl. 15:44
Hvað segið þið þá um lýðræði? sem er mjög fallegt orð og engin fer í grafgötur hvað það þýðir.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 17:15
Lýðræði er fallegt nafn, enda þýðir það stjórnarfar þar sem almenningur getur með
leynilegum kosningum haft úrslitavald í stjórnarfarsefnum: réttur og aðstaða
einstaklinga og hópa til að láta í ljós vilja sinn og hafa áhrif á öll samfélagsleg málefni.
Við kjósum lýðræðislega menn til setu á alþingi sem hafa lofað að gera vissa hluti,
þeir eigi svo standa við það þá eru þeir búnir að bregðast lýðræðinu, ekki satt.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.11.2008 kl. 20:49
Langði svo að skrifa eitthvað gáfulegt... en held að allt þetta gáfulega sé þegar komið hjá þér.
Því óska ég þess bara að þú fáir góðan dag
Hulla Dan, 3.11.2008 kl. 10:47
Kærar kveðjur frá Alsbúanum sem hefur ekki frekar en Hulla neitt gáfulegt til málanna að leggja
Guðrún Þorleifs, 3.11.2008 kl. 18:47
Sammála þér að orðið lýður virðist orðið neikvætt gildishlaðið.
Takk fyrir góðar kveðjur.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.11.2008 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.