Ljós í gluggum sem ylja og gleðja án orða.

Um hádegisbil keyrðum við út úr Berlin eftir tvo góða daga í þeirri merkisborg.

Hittum Þráinn og frú Sólveigu á föstudagskvöldið og fórum yfir ,,Íslandssöguna"  Mjög skemmtilegt!

Þráinn gaf okkur nýju bókina sína ÉG ef mig skyldi kalla og auðvitað tók minn hana fyrst traustataki en ég er nú búin að fá hana í hendur og ætla að lesa hana í háloftunum annað kvöld.

  Það er alveg svona típiskt fyrir okkur að athuga ekki með brottför ferjunnar frá Rostock til Gedser svo auðvitað rétt misstum við af eitt ferjunni og urðum að dúsa tvo tíma á kajanum eftir þeirri næstu og þar sem við höfðum heldur ekki pantað far fyrirfram, sem er líka alveg típiskt fyrir okkur, þá lentum við á biðlista.

Við rétt náðum inn, vorum næst síðasti bíllinn. 

Þar sem við keyrðum inn til Kóngsins Köbenhavn var farið að skyggja og það vakti athygli mína að í öðru hvoru húsi var fólk að kveikja á kertum í gluggum eða inn í stofum og mér varð á orði við minn elskulega hvað þetta væri eitthvað vinalegt.  Að sjálfsögðu voru lítil viðbrögð við þessari athugasemd minni, þótti örugglega of væmin til að svara eða þá að hann var svo mikið að keyra þessi elska, þið vitið þeir geta bara gert einn hlut í einu.

Mér alla vega fannst þetta mjög athyglisvert og fannst hvert ljós bjóða okkur velkomin til landsins.

Þegar ég síðan kom inn á hótel og opnaði tölvuna mína eftir nokkra daga hvíld blasti við mér ótal póstar frá bloggurum sem hvöttu fólk til þess að kveikja á kerti í gluggum.  Að gefa ljós til náungans og byrja snemma að undirbúa aðventuna með litlu kertaljósi í glugga.  Fræbær hugmynd og falleg!

Ég hef eflaust ekki mikinn tíma fyrir komment næstu daga hjá bloggvinum en ætla að setja inn færslu þegar tími gefst til.

Á morgun verður farið í uppáhalds búðirnar og síðan haldið heim með kvöldvélinni.

   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 9.11.2008 kl. 22:26

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ljós til þín Ía mín

Sigrún Jónsdóttir, 9.11.2008 kl. 22:45

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Eva Benjamínsdóttir, 10.11.2008 kl. 00:49

4 identicon

Ég er staðráðin í að lesa þessa bók, las hina og auðvitað er hún frábær. Þó kom svo ótalmargt á óvart. Mér fannst hann hafa átt mjög erfiða bernsku.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 08:15

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 12:14

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Hlýjar kveðjur til þín Ía mín

Kristín Gunnarsdóttir, 10.11.2008 kl. 12:35

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Sendi þér ljós og kærleikskveðjur

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.11.2008 kl. 22:30

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Kveðja og ljós!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.11.2008 kl. 22:55

9 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Sendi tér ljós í myrkri.

Kærleikskvedjur

Gudrún Hauksdótttir, 11.11.2008 kl. 14:45

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 12.11.2008 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband