Hverju orði sammála.

Langt í frá að það sé skemmtilegt að ferðast í dag með Íslenskt vegabréf í farteskinu.  Við fundum vel fyrir þeirri niðurlægingu á ferð okkar núna um Danmörk og Þýskaland sem frú Vigdís talar hér um í viðtalinu við El País. Við erum því miður öll merkt sama brennimarkinu. 

 Fólk brosir ekki lengur við okkur þegar við sýnum vegabréfin okkar.  Það spyr ekki lengur um land eða þjóð og segist vilja heimsækja okkur eða upplýsir mann um að það hafi nú hitt Íslendinga áður eða eigi vini á Íslandi.  

Við vorum spurð að því, þar sem við sátum á veitingastað, hvort við værum Svíar?  Nei, við erum Íslendingar svöruðum við samhljóma.  Ég var hreint ekki alveg á því hvort þjónninn kæmi aftur að borðinu eða mundi senda einhvern útlending til að afgreiða okkur.  Sorglegt, mjög sorglegt.

Mér fannst erfit að koma heim núna.  Það ríkti svo mikið svartnætti í sál margra.  Þó voru all margir sem báru sig vel og voru enn með bjartsýnina að leiðarljósi en umræðan var skelfileg hvar sem maður kom.

En nú er ég sest hér í skotið mitt og búin að kveikja á kertum til handa öllum ættingjum og vinum heima.

Ég veit að við komum öll til með að endurheimta virðingu meðal annarra þjóða en það á eftir að taka tímann sinn.  Það fer víst ekkert á milli mála því miður. 

      


mbl.is Íslendingar verða að endurheimta virðinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef nú ferðast víða og ég minnist þess ekki að neinn hafi haft sérstakan áhuga fyrir því hvaðan ég kom eða orðið eitthvað uppveðraðir yfir því að ég væri Íslendingur!!  Og ég er að tala um ferðalög fyrir "kreppu".  Af hverju í ósköpunum ætti einhver að brosa til þín þegar þú sýnir vegabréfið þitt???  Í guðanna bænum hættum svona söguburði!  Þetta sýnir best minnimáttarkennd Íslendinga.

Guðný (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 16:16

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Guðný þakka þér innlitið.  Ég hef nú búið erlendis í átján ár og veit hvað ég er að tala hér um.  Við höfum alla tíð verið vel metin þjóð.  Og þetta er nú enginn söguburður eða heldur þú að frú Vidís fari hér með fleypur?

Ía Jóhannsdóttir, 19.11.2008 kl. 16:27

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Og hér átti auðvitað að standa frú Vigdís.

Ía Jóhannsdóttir, 19.11.2008 kl. 16:29

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Einhvern veginn læðist að mér að ástandið sé ekki eins svart og af er látið. Ég hitti í gær hjón sem komu í fyrradag úr ferð til Ítalíu, með eins dags stoppi í London.

Í London skiptu þau íslenskum krónum í pund, á alveg sambærilegu gengi miðað við það sem skráð var hér heima. Ekkert vandamál, enda íslenska krónan auglýst á gjaleyristöflunni. Þau urðu ekki fyrir neinum óþægindum og allt gekk eins og venjulega hafði gert, fyrir hrun bankanna.

Á Ítalíu var sama sagan. Á öllum gjaldeyristöflum var íslenska krónan auglýst á sambærilegu gengi miðað við hér heima og engin vandamál við að skipta henni í evrur. Viðmót manna þar var eins elskulegt og verið hafði ári áður.

Vel má vera að einhverjir séu með ónot, en ætli það sé ekki undantekning frekar en regla að fá slík viðhorf. 

Guðbjörn Jónsson, 19.11.2008 kl. 16:33

5 identicon

Sæl frú Ía.  Ég var ekkert að tala um orð frú Vigdísar, heldur þín orð.  Þú varst að lýsa þinni reynslu var það ekki? .  Þú segir að ofan að þjónninn hafi spurt þig hvort þú værir Svíi og svo segirðu "að þú hafir ekki verið viss hvort hann myndi koma aftur eða senda útlending, sorglegt, sorglegt".   Hvað þýðir þetta?  Kom þjónninn aftur eða sendi hann útlending?   Ég var líka einu sinni stödd á veitingastað í Bandaríkjunum og var spurð hvort ég væri Sví? Nei sagði ég.  Norðamaður? Nei sagði ég.  Dani? Nei sagði ég.  Þjóninn heyrði einfaldlega á máli mínu að ég væri frá Skandinavíu og hann bara mundi ekki eftir Íslandi. 

Guðný (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 16:47

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Guðbjörn takk fyrir innlit.  Jú að sjálfsögðu eru undantekningar en manni verður bara svo rosalega illa við hversu lítið sem það er og tekur það nærri sér.

Ía Jóhannsdóttir, 19.11.2008 kl. 16:47

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Velkomin heim Ía mín. ´Sammála þér, hvort sem fólki líkar betur eða ver

Kristín Gunnarsdóttir, 19.11.2008 kl. 17:14

8 identicon

Eg bloggarar leyfa fólki að koma með athugasemdir þá verða bloggarar líka að þola það að ekki séu allir á sama máli og þeir.  EOM

Zora (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 17:25

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Velkomin heim Ía mín, var ekki bara gaman svona þrátt fyrir allt.
Dóttir mín og Tengdasonur eru núna með litlu ljósin mín úti í Köpen,
það er verið að leifa þeim að upplifa jólastemninguna þar, er afar spennt að heyra hvernig þeim hefur gengið sem Íslendingum þarna úti.
Kveikjum öll á ljósum fyrir hvort annað og það erum við löngu byrjuð á hér í bæ.
Knús í knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.11.2008 kl. 17:44

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 19.11.2008 kl. 21:29

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dóttir mín í London fer með það eins og mannsmorð hvaðan hún kemur.

Skil það alveg, Bretar brjálaðir út í okkur.

Skiljanlega?

Velkomin heim.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2008 kl. 21:57

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir góðar kveðjur kæru bloggvinkonur.  Gott að vera komin aftur á vígvöllinn. 

Jenný og Auður, já það er þetta sem er svo sárt að neyðast til hafna sínu eigin þjóðerni sem ég veit að margir gera sem búsettir eru erlendis. Ég geri það reyndar ekki ennþá en ég hef lært með árunum að aldrei að segja aldrei. 

Ía Jóhannsdóttir, 19.11.2008 kl. 22:18

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Velkomin heim Ía mín.   Ég veit alveg hvað þú ert að tala um .....því hingað til hefur það vakið jákvæða athygli þegar maður kynnir sig sem Íslending.

Sigrún Jónsdóttir, 19.11.2008 kl. 23:37

14 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Velkomin heim Ía mín...eva löt að blogga. En ég verð að segja eitt, að sé maður næmur, þá skilur maður fyrr en skellur í tönnum.

Ég var orðin leið á heimsku sumra Bandaríkjamanna, á sjöunda áratugnum. Ég nennti oft ekki að svara spurningum, sem áttu við fyrir seinni Heimstyrjöld og hef ég margar fáránlegar spurningar geymdar hjá mér. Til að segja eitthvað annað en að ég væri Íslendingur, datt mér í hug Sænsk. - Þá lifnaði yfir herrunum, því það eina sem þeir vissu um Svíþjóð var, að þar væri ''free love''. Ég lék mér að þessu og breytti þjóðerni mínu eftir hentugleikum, sérstaklega ef menn voru á grynningum. Það var mjög jákvætt að vera frönsk- ítölsk... Mér fannst gott að hafa þetta svona uppí erminni. Nú getum við farið að leika okkur aftur í útlöndum.

kveðja, eva  

Eva Benjamínsdóttir, 20.11.2008 kl. 01:08

15 identicon

Hvurslags er þetta eiginlega  En alla vega velkomin hér inn aftur Íslandssól.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 09:42

16 Smámynd: Hulla Dan

Sæl Ía mín.

Skil hvað þú meinar. Ég hef sjálf ekki orðið vör við eitt eða neitt og ætla rétt að vona að fólk (hverrar þjóðar sem það er) skilji það að það er ekki mér eða þér að kenna hvernig komið er fyrir íslensku þjóðinni. Ég ætla líka rétt að vona að ég líti ekki út eins og íslenskur bankastjóri eða pólitíkus.
Ég er Íslendingur í húð og hár og er stolt af því. Það er svo annað mál að mig langar ekki baun að flytja heim og er langt frá því að vera stolt af ráðamönnum okkar þessa dagana.

Haltu áfram að veifa þínum íslenska passa. Það ætla ég að gera.

Knús til þín elskuleg.

Hulla Dan, 20.11.2008 kl. 16:34

17 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá hefur orðið gríðarleg viðhorfsbreyting í okkar garð á alþjóðlegum vettvangi. Þann álitshekk þarf að bæta. 
Sjálf er ég ekki eins stolt af passanum mínum og áður. Fattaði það um daginn þegar ég fór í gegnum Kastrup. Ég er með hausinn fullan af allskonar hugmyndum og ein þeirra var sú að vera mjög stolt af íslenska passanum mínum, en á Kastrup áttaði ég mig á því að svo var ekki lengur og það var eiginlega líka þá sem ég fattaði hve íslenski passinn minn hafði verið mér kær. Allavega hefur það aldrei hvarflað að mér að skipta um ríkisborgararétt. Stærsta ástæðan er rétturinn sem íslenski passinn minn hefur gefið mér: að vera Íslendingur.

Góðar stundir á þinni erlendu grundu með kertaljós og hlýhug.

Guðrún Þorleifs, 20.11.2008 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband