Ætla að vera stykk frí núna, hætta að velta mér upp úr því sem ég fæ engu um breitt.

Eftir að hafa úðað í mig breskum fisk frá Marck & Spencer í gærkvöldi sat ég hér við kertaljós og hugleiddi hvað væri mikilvægast í lífinu.  Svarið kom um leið, auðvitað fjölskyldan engin spurning.

Undanfarið hef ég eitt allt of löngum tíma í það að rýna í heimsmálin og ástandið heima á Íslandi.  Dagurinn byrjar með því að rúlla málgagni landsmanna frá A-Ö, lesa greinar og blogg þrátt fyrir þann góða ásetning minn að hætta að velta mér svona mikið upp úr þessu. Að sjálfsögðu verðum við að fylgjast með og viljum vita hvað er að gerast í okkar málum, þ.e. okkar landsmanna en við leysum ekki málin hér í eldhúsinu mínu það er á tæru. 

Og stundum getur þetta farið út í öfgar og ært óstöðugan.

Þess vegna ætla ég að vera stykk frí í smá tíma og reyna að skrifa ekkert um pólitík, enda hef ég hvorki vit né gaman af því og líka að hætta að komentrera um ,,tíkina" hjá öðrum þ.e.a.s. ef ég kemst hjá því.  Í stað þess að hlusta á alla þætti útvarps og sjónvarps ætla ég að setja góða tónlist i spilarann eða lesa góða bók.

Nú þegar líður að aðventu þá ætla ég að nota tímann í það að gera heimilið okkar sem jólalegast svo við getum notið aðventunnar í ró og næði.

Svo ef þið fáið bara hjartainnlit frá mér kæru vinir þá er það vegna þess að mér þykir svo undur vænt um ykkur öll.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er búin að reyna þetta líka, en set alltaf eina og eina pólitíska inn á milli, það er erfitt að hemja sig.  Eigðu ljúfan dag elsku Ía mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.11.2008 kl. 10:01

2 identicon

...

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 10:40

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gott plan hjá þér og óskir um að það takast sem best!

Megi dagurinn verða þér góður.

Kærk kveðja frá grasekkjunni, sem reynir að hugasa bara um hreyfingu og lokaverkefni eða var það lokaverkefni og hreyfing?

Guðrún Þorleifs, 26.11.2008 kl. 11:51

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta líst mér vel á

Jónína Dúadóttir, 26.11.2008 kl. 12:49

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gott hjá þér ég kannski reyni þetta líka þegar jólamánuðurinn skellur á.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.11.2008 kl. 14:30

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 26.11.2008 kl. 16:10

7 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

rose_663575.gif Góða helgi vina

Anna Ragna Alexandersdóttir, 26.11.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband