Haustljóð skáldsins færði okkur kyrrð og ró hér í kvöld.

Skáldið, Jóhann Hjálmarsson hallaði sér makindalega aftur í hnausþykkan leðurstólinn með gleraugun á nefinu og las upp úr síðustu bók sinni sem gefin var út 2003. Kertin á borðinu flögruðu í takt við ljóðlínurnar. Við erum stödd í Listasetrinu okkar Leifsbúð.

Nóttin var dimm en inni var bjart og hlýtt.  Við sem nutum þessa upplesturs vorum aðeins þrjú, ég, Þórir og eiginkona skáldsins Ragnheiður. Við hölluðum okkur aftur með rauðvín í glösum og hlustuðum á skáldið fara með ljóðin sín.  Fyrst þau gömlu en síðan ný sem hann hefur samið hér undanfarnar vikur.  Ljóðin hans Jóhanns eru svo myndræn að ég var komin hálfa leið í gönguferð hér um nágrennið á stundum. 

Ekkert þykir mér betra en að hlusta á skáldin fara með sinn eigin kveðskap eða ritverk sama hversu góðir flytjendur eru þá jafnast ekkert á við það að hlusta á meistarana sjálfa.  Merking orðanna verður aldrei sú sama jafnvel þó okkar færustu listamenn fari með ljóð eða lesi úr ritverkum.

Verð að geta þess að Erró okkar sem telst til einstakra hunda, listelskur og næmur settist niður með okkur og góndi upp í skáldið og hlustaði dolfallinn.  Hef alltaf sagt að þessi hundur ber nafn með réttu.

Kvöld sem þetta gleymist seint.  Ég finn það svo vel núna hvað ljóðið gefur okkur mikið ef við hlustum.

Hlakka til að fá í hendurnar næstu ljóðabók sem samin var hér í Bohemiu. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þetta hljómar vel

Guðrún Þorleifs, 27.11.2008 kl. 06:50

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 27.11.2008 kl. 07:10

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Öruggleg yndisleg kvöldstund hjá ykkur Ía mín

Kristín Gunnarsdóttir, 27.11.2008 kl. 10:42

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Mikið hefði ég viljað vera með ykkur Ía mín. Ég elska ljóð og einsog þú segir þá tek ég undir: Jóhann Hjálmarsson er myndrænt stórskáld. Skál fyrir ykkur!

Eva Benjamínsdóttir, 27.11.2008 kl. 16:01

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta hefur verið dásamlegt hjá ykkur eigðu gott kvöld.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.11.2008 kl. 17:00

6 identicon

Je minn einasti, nú var textinn eins og fallegt ljóð ég sá þetta allt fyrir þú ert hamingunar kona. Erró auðvitað vel gefin. Takk fyrir mig.

Ef allt þetta fólk fær í gullsölum himnanna gist/sem gerir sér mat úr að nugga sér utan í Krist/Þá hlítur sú spurning að vakna hvort mikils sé misst/ef maður að endingu lendir í annari vist.-Jón Helgason..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 17:48

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 27.11.2008 kl. 18:05

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hefði einnig viljað vera með svona kvöld eru yndisleg.
Ía mín lastu að nú á að heiðra Paul Pampicler Pálson vin okkar hann hefur samið hvað mest fyrir blásarasveitir hér á landi hann er áttræður ( sést nú ekki)
og eru lúðrasveitir að heiðra hann.
hefði nú viljað vera í bænum til að hitta hann þessa elsku.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.11.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband