Vala Matt og aðrir snillingar ættu bara að sjá þetta núna!

Ég hef örugglega sagt ykkur frá því að ég er alveg hrikalega lofthrædd og fer ekki upp í aðra tröppu í stiga nema nauðbeygð.  En oft er þörf en nú var nauðsyn!  Ég ákvað það í síðustu viku að eldhússkáparnir gætu ekki haldi jól nema ég tæki þá í gegn og það eins og hvítan stormsveip.

Nú eiga einhverjar vinkonur mínar eftir að brosa rækilega út í annað þar sem ég sagði alltaf hér í den að jólin hjá mér yrðu ekki haldin i skápunum þess vegna væri ónauðsynlegt að taka til nema í algjöri neyð.

Til að gera langa sögu stutta um mig dinglandi með Ajax og önnur eiturefni í heila vikur upp og niður stiga þá kláraði ég mitt eldhús í gær!  Sko það er skrambi stórt, svona ca 30 fm.  Já ég er ekkert að djóka og skáparnir eftir því.  En nú lítur það út eins og hvítur stormsveipur og mér var næstum á að hringja í Völu Matt og bjóða henni hingað til að sýna henni hvernig á að fara að hlutunum.  Já þið trúgjörnu megið alveg trúa þessu bulli en Vala Matt eða aðrir innlitsplebbar kæmu ekki inn í mitt hús, ja nema þá sem gestir í sherry-stofuna heheheh....   Varð að bæta þessu við fyrir viðkvæma, sko smile merkin virka ekki hér á minni tölvu. 

Á meðan ég bardúsaði þarna á neðri hæðinni stóð minn elskulegi í stórframkvæmdum á efri hæðinni.  Þið munið hann er bara í 25% vinnu heheh... Ýmislegt hefur ekki verið klárað hér í húsinu frá því við fluttum sbr. Saunan hefur aldrei komist í gagnið en nú bætti minn um betur og er búinn að klæða og þylja og nú bara bíðum við eftir rafvirkjanum til að tengja ofninn.  Þó ég segi sjálf frá og viti að hann les þetta, þá verð ég að hæla honum fyrir þetta afrek.  Hann hefur e.t.v. alla tíð verið á rangri hillu, hefði átt að leggja fyrir sig smíðar?  Nei en í alvöru þetta er þrusuflott svo flott að ég er að hugsa um að setja rauða jólaseríu þarna inn og svo bara höldum við litlu jólin þarna í herlegheitunum, ja ef rafvirkinn lætur sjá sig fyrir jól.

Í dag fór ég  til Hönnu minnar (snyrtir) og lét dúlla við mig í tvo tíma.  Ætlaði að fara í búðir á eftir en hér virtist jólatraffikin vera komin á skrið svo ég brunaði bara beint heim og hef ekki gert handtak síðan. Enda kona komin á minn aldur (hvaða bull er nú þetta, aldur hvað?) á skilið að taka það rólega eftir svona vesen.

Á morgun ætla ég að dúlla í jólaskrautinu.   

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er bara allt á hreinu í Prag, kærleikskveðja til þín elsku Ía

Ásdís Sigurðardóttir, 28.11.2008 kl. 21:56

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheh já Ásdís mín engin barlómur allt í full swing

Ía Jóhannsdóttir, 28.11.2008 kl. 22:03

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Dugnaður er þetta kona....mínir skápar verða bara lokaðir um jólin

Sigrún Jónsdóttir, 28.11.2008 kl. 22:53

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Rosaleg hetja ertu að leggja þetta á lofthræðsluna þína!!!

Vona að stuðarinn komi svo þið getið haft litil rauð jól í gufunni.

Þetta með að hafa ekki gert hadtak tek ég ekki alveg trúanlegt, hef komist að því að ef nánar að spurt þá var aðeins gert smá að þessu og smá af hinu

Bið spennt eftir ljósashowinu

Kær kveðja frá Als

Guðrún Þorleifs, 28.11.2008 kl. 23:24

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert bara rosa dugleg ásamt þínum ekta maka og ég ofunda þig ekkert smá af þessu eldhúsi elska svona stór eldhús.
Mundu svo elskan að hafa seríuna vatnsheldi í saunað.
Knús kveðjur

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.11.2008 kl. 08:58

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég hélt að mitt eldhús væri stórt... það er bara 20 fermetrarDugnaðarforkur ertu mín kæra, eigðu góðan dag og slakaðu nú aðeins á

Jónína Dúadóttir, 30.11.2008 kl. 07:14

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Dugnaðurinn í þér Ía mín, eigðu góðan sunnudag

Kristín Gunnarsdóttir, 30.11.2008 kl. 09:15

8 identicon

 Þorir ekki í stiga en þú flýgur eins og ekkert sé. Dóttir mín sem er flugfreyja er svona þorir ekki í stiga en flýgur . Ég aftur á mót fer í hvaða stiga sem er en að fljúga? Dauðhrædd.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 11:51

9 Smámynd: Börkur Gunnarsson

ía!

gaman að sjá þig. en ég var einmitt í prag í vikunni og droppaði við á karlova ulice til að heilsa uppá ykkur en þá var veitingastaðurinn horfinn? efnahagslífið í reykjavík er hrunið en á sama tíma hrynur reykjavík í tékklandi? hvað er að gerast?

Börkur Gunnarsson, 30.11.2008 kl. 17:03

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hvað er þetta strákur af hverju slóstu ekki á línuna.  Við seldum Rvík fyrir sjö mánuðum en afhentum ekki fyrr en mánaðamótin okt. nov.  Við höldum Håagen Dazs og erum að stækka þá sjoppu núna.  Ég fyrirgef þér aldrei ef þú lítur ekki á okkur næst þegar þú átt leið um.  Knús á þig kallinn minn.

Ía Jóhannsdóttir, 30.11.2008 kl. 17:19

11 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Skemmtileg færsla...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.11.2008 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband