Spádómskertið tendrað og ljósadýrð um allan heim.

Síðsumar og haust 2008 179Í dag hefur svipuð stemmning verið á öllum torgum stórborga heims þar sem ljós hafa verið tendruð á risatrjám með viðeigandi athöfn.  Prag er þar engin undantekning og hófust hátíðahöldin á Gamla torginu klukkan fimm í dag og standa örugglega enn.

Það er alltaf hátíðlegt að vera viðstödd opnum jólamarkaðar hér og það er ekki bara tréð sem fólk dáist að heldur ótal aðrar skreytingar sem gleðja augað.

Ekkert varð úr þessari bæjarför okkar því fótboltabullur Breta áttu hug og hjarta míns elskulega í allan dag.  Ég var svo sem ekkert að þrasa yfir þessari ,,sófalegu" því ég hafði í nógu að snúast við að skreyta hér innan húss. Fer bara seinna í vikunni til að taka út herlegheitin.

Ekki það að ég hafi heldur haft mikið fyrir því að trítla niður á Austurvöll með ungviðið í gamla daga, ja e.t.v. tvisvar eða þrisvar gerðum við það þó  Ekki alveg ga ga foreldrar.

Nú ætla ég upp og kveikja á Spádómskertinu en svo nefnist kerti fyrsta í aðventu njóta það sem eftir er kvöldsins i friði og ró.

Lofaði að setja inn myndir og nú koma þær smátt og smátt.

 

 

 


mbl.is Ljósin kveikt á Óslóartrénu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hér var svo leiðinlegt veður.. að við vorum bara heima.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.11.2008 kl. 19:24

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Með hvaða liðið heldur húsbandið ??  ég er Arsenallari svo ég er mikið kát. Boltakveðjur til Prag 

Ásdís Sigurðardóttir, 30.11.2008 kl. 19:29

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gunnar hér er blíðskaparveður en kalt.

Ásdís almáttugur minn það veit ég ekki, verð að spyrja hann þegar hann kemst til meðvitundar frá þessum andsk. bolta.

Ía Jóhannsdóttir, 30.11.2008 kl. 19:33

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Notalegt með ljós í myrkrinu, úti og inni

Guðrún Þorleifs, 30.11.2008 kl. 20:03

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 30.11.2008 kl. 20:35

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ofsalega fallegir litirnir.  Þessi hvíti lítur út fyrir að vera silfraður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2008 kl. 21:43

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Flott er "jólatorgið" þitt Ía mín, hlakka til að sjá fleiri myndir

Sigrún Jónsdóttir, 1.12.2008 kl. 00:25

8 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Takk fyrir að deila þessu með okkur hlakka til að sjá fleiri myndir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband