Stjörnubjartur himinn hvelfist hér yfir sveitina og tungl veður í skýjum í frostkaldri vetrarnóttinni. Það er Þrettándinn.
Ég heyri ógreinilega hófaskellina á íshjarninu hér á akrinum. Hljóðið færist nær og nær. Nú sé ég loga frá blysunum sem bærast vart því enginn er vindurinn. Þau koma út úr kolsvartri nóttinni hvert af öðru ríðandi hvítum fákum. Það heyrist klingja í reiðtygjum. Tær bjölluhljómur.
Nú sé ég þau greinilega. Fyrstur fer Álfakóngurinn hvítklæddur í silki og purpura. Þá næst Álfadrottningin, glæsilegust allra, klædd bláu silki með glitrandi bryddingum og skinni. Þau ríða hægt yfir, hér er engin að flýta sér. Á eftir kemur fjöldinn allur af fylgdarliði og þvílík ró sem fylgir þessu fólki. Enginn mælir orð af vörum. Allir eru fyrir utan tíma og rúm.
Nú stoppar kóngur og réttir upp hendi. Allir hinir hægja á hestunum. Úr annarri átt kemur önnur ekki síðri glæsileg hersing. Þegar um það bil einn meter er á milli þessara tveggja höfðingja þá reisa þeir sig upp í hnökkunum og heilsa hvor öðrum kurteislega.
Enginn mælir orð frá munni. Þeir sem komu frá austri halda til vesturs en þeir sem komu frá vestri halda beint hingað að Stjörnusteini. Þar sem ég stend og fylgist með þessu reyni ég að píra augun og sjá hvert þeir fara en allt í einu skellur á þoka fyrir augum mínum og ég get ekki lengur fylgt þeim eftir.
Það eina sem ég veit með vissu, Huldufólkið hefur tekið búsetu hér hjá okkur og bíð ég þau hjartanlega velkomin.
Fari þeir sem fara vilja.
Veri þeir sem vera vilja.
Mér og mínum að meinalausu.
Jólin kvödd með virktum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Samgöngur, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 22:44 | Facebook
Athugasemdir
Góður félagsskapur, falleg saga
Sigrún Jónsdóttir, 6.1.2009 kl. 22:37
Jónína Dúadóttir, 7.1.2009 kl. 07:11
Var einhvernvegin á staðnum og heyrði marrið í harðfenninu! Segir ein að lotum komin þriðja daginn í nýju vinnunni og vitandi það fyrir víst að--------kona á þessum aldri er lengur að læra en------- Er svo fljót að hrapa að ályktunum.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 16:20
Ljúft hjá þér.
Sakna líka þrettándans . . .
Kær kveðja frá Als þar sem líka er snjór og smá hjarn
Guðrún Þorleifs, 7.1.2009 kl. 20:51
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.1.2009 kl. 23:45
Falleg saga kær kveðja.
Kristín Katla Árnadóttir, 8.1.2009 kl. 08:09
Snillingur
Hulla Dan, 8.1.2009 kl. 08:38
Yndisleg saga takk og mundu að dagurinn er þinn
Anna Ragna Alexandersdóttir, 8.1.2009 kl. 10:24
Fallegt.
Takk fyrir það.
Þröstur Unnar, 8.1.2009 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.