Fimbulkuldi hér í Tékklandi. - Ekkert gasleysi eins og er.

Brrrrrr.... þegar ég vaknaði í morgun sýndi mælirinn - 20° hér fyrir utan eldhúsgluggann.  Ég ósjálfrátt færði stólinn minn nær ofninum og pakkaði mér betur inn í hnausþykan morgunsloppinn.

Hér er fallegt út að líta.  Frosthéla á trjám, stilla og vetrarsólin skín á heiðum himni en nær þó ekki að bræða klakabynjuna á jörðu niðri.  Þetta er svona póstkortaveður og hver vill þá ekki vera hluti af myndinni? 

Þess vegna ákvað ég að dúða mig í ,,skepnuna" mína (nú er sko gott að eiga góða ,,skepnu" heheheh) og fá mér göngutúr.  Ég komst ekki lengra en rétt hér að skógarjaðrinum þá varð ég að snúa við þar sem nasirnar límdust óþyrmilega fast saman og mér fannst mitt pena nef vera að detta af. 

 Tók mig langan tíma að fá blóðið til að renna eðlilega þegar heim kom. 

Þegar líða tók á daginn og frostið komið niður í -14° þá vildi ég nú láta reyna aftur á þennan aumingjaskap minn og skellti mér út í annað sinn. Hélt út í hálftíma eða svo.

Dísus hvað það getur orðið kalt hér!

Svo vegna þess að sumir hafa haft áhyggjur af gasleysi hér á landi þá eiga Tékka varaforða og hafa bjargað sér til þessa.  Við hér að Stjörnusteini  kyndum hýbýli okkar með olíu.

Nú er ég farin að hafa áhyggjur af mínum elskulega þar sem hann fór í göngutúr með hundinn.  Vona að hann sé ekki orðinn að  frostnum ísstólpa einhvers staðar hér í nágrenninu.

Spurning hvort ég eigi að fara út að leita eða bara kvekja upp í arninum.

Ætla að kveikja upp í arninum.  Þeir voru rétt í þessu að koma inn úr dyrunum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Man eftir frosthörkunum þegar ég bjó í Gautaborg.  Fór gjarnan niður í 30 mínus einn veturinn.

Ísnálarnar sem ég fann fyrir þegar ég andaði að mér segja það sem segja þarf.

Brrrrrrrrrrrrrr

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.1.2009 kl. 15:10

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gott þeir komu inn aftur og geta þá hlýjað sér við arininn

Jónína Dúadóttir, 9.1.2009 kl. 19:18

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Er þetta ekki þurrt frost hjá ykkur? Hér er frostlaust í fyrsta skipti í smá tíma. Mjög gott því frostið er svo kalt, ef það útskýrir rakan sem hér er í lofti og gerir kulda kaldari og hita heitari.

Hér brennur glaður eldur í ofni, tónlistin streymir frá fráum fingrum á hljómborði í stofunni og nú er ég farin fram að njóta einkatónleikanna.

Kær kveðja frá Als

Guðrún Þorleifs, 9.1.2009 kl. 20:24

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þið hafið þá haft það kósý fyrir framan arininn, ég man er ég var í London það var sko er ég var yngri, þá var afar gott að kúra fyrir framan arininn.
Tek einnig undir með Jenný það var kalt í Gautaborg jafnvel kaldara en þar sem ég var í dölunum, en rakinn var meiri í Gautaborg.

Knús í helgina þína Ía mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.1.2009 kl. 20:29

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hér er mjög rakt svo frostið bítur í öll bein Guðrún.

Góða helgi skvísos

Ía Jóhannsdóttir, 9.1.2009 kl. 20:44

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Eigðu góðan dag Ía min

Kristín Gunnarsdóttir, 10.1.2009 kl. 09:17

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Úff.. svo er ég að kvarta yfir smá rigningu og dimmu! Váts hvað það er kalt hjá ykkur. Helgarpakki til Prag er s.s. ekkert endilega sniðugur þessa dagana.

Ég lenti einu sinni í svona raka og kulda í München í aprílmánuði, fór í ÖLL fötin sem ég var með og frostið beit samt í beinin (eins og þú orðar það svo vel).

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.1.2009 kl. 10:06

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Komdu með vorinu Jóhanna mín hehehe

Ía Jóhannsdóttir, 10.1.2009 kl. 10:30

9 identicon

Hef samúð með ykkur. Já kuldinn er meiri hjá ykkur en okkur. Hér vorar snemma..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 17:24

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir samúðarkveðjuna Hallgerður annars er ekkert að hér, allt í góðum málum á meðan maður heldur sig innan dyra heheh...  

Ía Jóhannsdóttir, 10.1.2009 kl. 17:34

11 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Ég man þá tíð er ég bjó í Malmö í 13 ár

Anna Ragna Alexandersdóttir, 10.1.2009 kl. 23:18

12 Smámynd: Hulla Dan

Bíddu, er ekki alveg að kveikja... Hér er kannski -1 gráða eða +2 og ég er að bilast úr kulda???? djös.... ógeð.

Engin arinn hér, en þið megið trúa að Eiki fer ekki rassgat fyrr en hann hefur komið hér inn með gasofninn í fyrramálið.

Hulla Dan, 11.1.2009 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband