Lítil fátæk þjóð sem allir vilja heimsækja.

Síðan gáfu þeir honum að éta af því þeir sögðu að Íslendingar þyrftu alltaf að lifa á bónbjörgum frá útlendum þjóðum annars dræpust þeir skrifaði skáldið. 

Um daginn var ég spurð hvort ég ætlaði ekki að fara aftur með hóp héðan til Íslands. Við þyrftum örugglega á öllu að halda núna þar sem landið væri farið á hausinn.  Þetta kom svona eins og köld gusa framan í mig.   Ja það er nú ekki farið á hausinn sagði ég og innra með mér sauð reiðin.

- já en er ekki rosalega gott fyrir ykkur að fá útlendinga núna með gjaldeyri og lappa aðeins upp á aumingjaskapinn.  (tek fram þetta var ekki svona orðrétt en næstum því)

´-jú sjálfsagt er það það svaraði ég en ég hef nú ekkert pælt í því að vera með skipulagðar verslunarferðir heim.  En ef þú hefur áhuga á landinu sem slíku og ferðast um þá gæti ég hugsanlega aðstoðað þig með ferðaplan en ekki það að ég sé að fara með hópa heim núna á næstunni. 

Ef til vill snýst mér hugur.  Ef til vill ætti ég að fara að skipuleggja ferðir heim. Ef til vill getur það hjálpað upp á efnahagslífið.  Alla vega sýnist mér vera mikill áhugi hjá þessum útlendingum sem búa hér í Tékklandi. Hvort það er til þess að kynnast okkar fallega landi eða til að geta sagt að það hafi séð þessa guðsvoluðu þjóð veit ég ekki.

Vitna hér í skáldið okkar aftur:

Við Íslendingar erum lítil og fátæk þjóð, og allir útlendingar halda að við séum skrælíngjar og þess vegna hef ég alltaf sagt: Ef við getum einhverja ögn af einhverju tagi, alveg sama hvað lítið það er, þá eigum við að gera það í augsýn als heimsins.


mbl.is Ísland eitt það heitasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Raunalegt að verða að viðurkenna að svona er komið. Raunalegra þó að enginn þeirra sem sem báru ábyrgð á aðdraganda þessa ástands skuli viðurkenna að miklu hefði mátt forða ef þungum aðvörunum hefði verið sinnt.

Íslenska þjóðin mun ekki ganga sameinuð til uppbyggingar á þessu samfélagi meðan stjórnvöld bregðast við með hroka og afneitun á eigin mistökum. 

Árni Gunnarsson, 19.1.2009 kl. 14:25

2 identicon

Black has the game

Krímer (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 14:29

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Við verðum alltaf spennandi þjóð heim að sækja, það er mín trú.  Kveðja til Prag.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.1.2009 kl. 16:43

4 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Blessuð og sæl 'Ia. Vildi bara segja þér að ég skil þig afskaplega vel, er sjálf 'Islendingur búsett í útlandinu nánar tiltekið Noreg.    Við erum hnýpin nú.  kv Sirrý

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 19.1.2009 kl. 18:39

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já Árni satt segirðu raunalegt.  Takk fyrir innlit.

Bukolla það bendir allt í svartasta helv.... hjá mörgum.

Ásdís mín þú bjartsýna vinkona.

Sigríður takk fyrir innlit.

Ía Jóhannsdóttir, 19.1.2009 kl. 19:18

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Endilega skelltu þér með hópa til Íslands, það eru líka fullt af góðum leikurum sem mundu leika allskonar týpur, og karaktera eftir pöntun, svona til að lyfta stemningunni í rútunni á leið hópanna í Kringluna, eða Gullfoss og Geysi og Þingvöllum við Öxará mætti sýna Drekkingarhyl með nokkrum góðum dýfum. -  Og jafnvel leika Vatnsbera í Bláa Lóninu. - Ísland skartar m. a.s leikurum sem líka eru lærðir leiðsögumenn.

Ía mín, "Að hika, hika, er það sama og að tapa"., söng Egill Ólafsson hér um árið. - Þetta gæti orðið jafn skemmtilegt fyrir Íslenska leikara, og það var fyrir Tékknesku leikaranna sem léku lífverði Havels hér um árið.

Kær kveðja til þín og þinna í hinu fallega Tékklandi.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.1.2009 kl. 01:17

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Eigðu góðan dag

Jónína Dúadóttir, 20.1.2009 kl. 08:33

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Lilja ég hef farið með hópa heim.  Misskemmtilegt.  Einn borgarhóp sem fór auðvitað ,,gullna hringinn"  og endaði síðasta kvöldið á Strákunum á Borginni með Begga og Helga, já það er langt síðan.

Seinni hópinn tók ég fyrir nokkrum árum og fór í 10 daga ferð um suðurlandið það var skemmtilegt enda allir í hópnum góðir vinir.  Væri alveg til í þannig ferð aftur.  Ég gætaði nú sjálf þó ég sé ekki lærður leiðsögumaður. Ekkert mál, bullaði bara eintóma þvælu og vitleysu heheh... eftir handbókinni.  Sé til hvað ég geri.

Bestu kveðjur norður.   

Ía Jóhannsdóttir, 20.1.2009 kl. 10:21

9 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Æ tegar madur hugsar til landsins okkar tá verdur madur frekar dapur í bragdi.Tad er gód hugmynd ad fara med hópa til íslands.Ég hef gert tad og skemmtilegast finnst mér ad fara um landid sjálft.Svo er líka bara mjög snidugt ad senda hópa til landsins ef madur á ekki heimangengt.Sé á svari tínu hér ad ofan ad tú hafir farid sudurlandid ,tad hef ég einmitt gert líka med gódum hóp hédan frá DK.Allir voru svo gladir med ferdina enda sudurlandid fallegt og bídur upp á skemmtilega og margbreytilega náttúru.Hver veit nema tú farir svona adra ferd????

Hjartanskvedjur til tín frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 20.1.2009 kl. 13:50

10 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Kær kveðja héðan úr fegurðinni :o)

Guðrún Þorleifs, 20.1.2009 kl. 14:44

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Því miður er útlitið svart, en ekki ætla ég að ergja mig á því. komdu bara með hópa eða segðu fólki endilega að fara og skoða sig um, við eigum nú fallegasta land í heimi.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.1.2009 kl. 17:10

12 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ía mín, hafðu það eins skemmtilegt og hugsast getur. Endilega að flytja inn útlendinga, sýna fagra landið og hressa upp á landann í leiðinni. Ekki veitir af! kveðja 

Eva Benjamínsdóttir, 21.1.2009 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband