Ég horfi úr fjarlægð......

... og spyr er þetta nauðsynlegt?  Að rífa upp gangstéttarhellur og mylja niður til að kasta að vörðum laganna, að kveikja í bekkjum og öðru rusli í miðborginni til að vekja athygli á málstaðnum?  Þökkum fyrir að veður hefur verið skikkanlegt, hvað ef eldur hefði borist í nærliggjandi hús miðbæjarins?  Hefði það líka verið afsakanlegt?

Í fyrradag um það leiti sem mótmælin byrjuðu á Austurvelli var ég að tala við góða vinkonu á Íslandi og hún sagði mér að nú væri fólk að róast og það væri farið að taka allt öðru vísi á málunum.  Reiðin væri horfin, algjörlega horfin og fólk farið að hugsa um úrræði í stað þess að skammast út í allt og alla. Gott mál hugsaði ég.

Nokkrum tímum síðar er kveikt í gjöf Norðmanna, sem borgin hefði auðvitað átt að vera búin að fjarlægja fyrir löngu og nokkrir uppvöðsluseggir vaða fram með offorsi.  Helga Vala sýnir okkur hvernig á ekki að koma fram og fer að leita að ,,barninu" sínu.  Ellefu ára drengur er fjarlægður af staðnum á meðan móðirin situr á bekk og getur hvorki hreift legg né lið og bölsóttast síðan út í verði laganna fyrir fjarlægja drenginn, hann hefði haft rétt á að mótmæla eins og allir aðrir.  Hvað ef hann hefði orðið undir glerregni ef einhver af þessum stóru rúðum sem hann stóð hjá hefði brotnað og rignt yfir hann?  Halló!

Manni gjörsamlega fallast hendur við það að fylgjast með fréttunum að heiman og ekki hvað síst þegar ég rúllaði yfir nokkrar bloggsíður í gær þar sem sumir voguðu sér að fordæmdi þessa framkomu mótmælenda fékk það yfir sig þvílíka yfirhalningu, það ætti bara að hundskast niður á Austurvöll í stað þess að sitja heima í sófa, kreppan hefði auðsjáanlega ekki knúið dyra hjá því og þar fram eftir götunum. 

Tók eftir því í gær að ef þú vogaðir þér að skrifa orðið skríll, ómenning hvað þá unglingar fékkstu það óþvegið til baka.  Þú varst bara auminginn sem sast heima eða vannst þína vinnu á þínum vinnustað og mótmælendur væru ekki að standa vaktina fyrir þig.

Annars held ég að augu margra séu að opnast sbr. viðtal við konu í morgunútvarpinu í morgun sem var auðheyranlega ein af þessum friðsömu mótmælendum.  Konan sagðist hafa verið þarna fyrr um daginn og þegar hún var spurð hvers vegna hún væri hér núna aftur í kvöld sagði hún:  Ég vildi bara sjá þetta með eigin augum.  Og þetta er ekkert annað en samankominn skríll. 

Og áður en þið byrjið á því að hella ykkur hér yfir mig þá vil ég endilega benda ykkur á að standa nú ekki neina vakt fyrir mig, ef ég væri heima myndi ég hugsanlega standa þarna með þeim 90% friðsömu mótmælendum sem hafa sýnt og sannað að það hefur verið hlustað.  

  Það er alveg deginum ljósara að breitinga er þörf.  Þetta ástand gengur varla mikið lengur og ég held að ríkistjórnin og aðrir ráðamenn séu búin að meðtaka skilaboðin.

Megi þið eiga góðan og friðsaman dag kæru landar.  

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Friðsamir mótmælendur verða að fara að auðkenna sig.  Tillaga hefur komið fram um appelsínugulan lit.  Ég samþykki það.  Ofbeldi er aldrei afsakanlegt.  Ofbeldi eyðileggur.

Sigrún Jónsdóttir, 22.1.2009 kl. 11:32

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þessir óróaseggir/skemmdarvargar setja sannarlega ljótt yfirbragð á mótmæli sem friðsamt fólk sendur að.

Þó ég sé stödd hé, hef ég ekki fundið fyrir löngun til að standa þarna og mótmæla, því mér finnst eyðilegging þeirra er til ófriðar stofna setja stærsta mark sitt á mótmælin.

Ofbeldi á ALDREI rétt á sér. Ekkert réttlætir ofbeldi, í hvað mynd sem það birtist.

Guðrún Þorleifs, 22.1.2009 kl. 11:44

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég styð hávaðann, mér finnst það flott hugmynd, annað má algerlega missa sín

Jónína Dúadóttir, 22.1.2009 kl. 12:43

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 15:34

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég styð friðsamleg mótmæli og gekk í þá fylkingu í morgunn, við höfum haft ágætlega friðsaman dag í dag og vonandi verður kosið í vor eða síðasta lagi í haust.
Gott hjá þeim sem vilja friðinn slógu skjaldborg um lögregluna fyrir framan Alþingishúsið í dag.
Góðar kveðjur til þín Ía mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.1.2009 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband