23.1.2009 | 23:13
Frábær landkynning eða hitt þó heldur!!!!!
Ég var að renna yfir nokkur blogg hér áðan og þvílíkur sori sem fólk er búið að láta út úr sér!
Ég bara trúi því ekki að sumir landar mínir séu svona illgjörn og miklar mannleysur! Margt af því sem ég hef lesið er svo ótrúlega ómanneskjulegt að ég er farin að skammast mín fyrir að vera skyld þessari þjóð. Og það er sárt að þurfa að segja það.
Þessi kona sem hér talar við AP fréttastofuna má skammast sín!
Ég hlustaði á Hörð í dag og trúði varla mínum eigin eyrum, hélt ekki að hann gæti látið svona frá sér fara. Ég bjóst við afsökunarbeiðni strax á eftir vegna þess að öllum getur orðið á í messunni en það hefur ekki heyrst stuna né hósti.
Sýnið samhug ágætu landar hvort sem er í baráttu eða veikindum. Þið vitið aldrei hver verður næstur.
Ekki farin að finna til með honum ennþá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
100% sammála
Jón Arnar, 23.1.2009 kl. 23:24
Því miður er til fólk sem kann sig ekki. Þetta fólk er spegilmynd foreldra sinna og ber þeim vitni um lélegt uppeldi. Það verður ávallt til og við hin verðum að lifa með því en ekki þurfum við að sætta okkur við það, enda erum við vakandi og tilbúin til varnar. Varðandi Hörð Torfason þá er hann ómerkilegt eintak af manni og ekki til að taka mark á. Gott dæmi um tækifærissinna. Við getum ornað okkur við þá hugsun að ekki fjölgar hann sér.
Daniel Gudmundsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 23:36
Daníel við Hörður erum búin að þekkjast í 30 og eitthvað ár og ég þekki hann ekki neitt nema af góðu. Honum varð á í messunni og hefði átt að biðjast afsökunnar. Þetta komment þitt er ekki til að bæta álit mitt á löndum mínum, því miður.
Ía Jóhannsdóttir, 23.1.2009 kl. 23:44
Einar já hvert erum við komin, þetta er sorglegt. Takk fyrir innlit.
Ía Jóhannsdóttir, 24.1.2009 kl. 00:11
Ég held að fólk viti ekki hvað það sé að segja, að fólk sé heppið að fá krabbamein ja hérna. Við Íslendingar sem höfum verið þekkt fyrir að standa saman en að fólk sé til sem tali svona skil það ekki
Guðrún Jónsdóttir, 24.1.2009 kl. 01:44
Þakka þér Daníel - ogeinnig þér Guðrún.
Ía -að þekkja einstakling sem er svona innrættur - í 30 ár - vonandi hefur þú nægjilega sterka siðferðisknnd til þess að fordæma svona hatur og óþverrahátt.
Hörður hefur vælt í gegnum árin um einelti - "maður" líttu þér nær.
Við sem hér búum höfum varla getað haft afnot af miðborginni OKKAR sem hann er búinn að leggja undir sig og visnuðu höndina - hallgrím Helgason. En núna er búið að fara svo langt yfir strikið að þessir einstaklingar ættu að slaka á. Við sem viljum gefa Alþingi vinnufrið erum mun fleiri - ef við mætum í bæinn og tökum borgina okkar aftur verður lítið úr þessum málsóðum.
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur Ingi Hrólfsson, 24.1.2009 kl. 07:41
Ólafur ég er þér hjartanlega sammála þetta er til háborinnar skammar og ég var svo sannalega ekki að mæla þessu bót þetta er ekki sá Hörður sem ég þekkti.
Ía Jóhannsdóttir, 24.1.2009 kl. 09:17
Sammála þér. Ef við getum ekki sett okkur í spor hvers annars og fundið til samúðar í neyð, er illa komið fyrir okkur sem þjóð. Skelfilegustu glæpamenn heimsins hafa enga samúð með fórnarlömbum sínum, valdið er ofar öllu í þeirra huga.
haha (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 10:22
Æ veistu Ìa mín ég er svo treitt og verd svo vonsvikin ad lesa alla tessa negatívu og skammaryrdi á náungann ad ég ætla alls ekki ad taka tátt í svona umrædu.Vonum ad Gud gefi veikum heislu á ný púnktur
Eigdu góda helgi kæra Ía
kvedja frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 24.1.2009 kl. 11:10
Já Ía þetta er viðurstyggilegt. En er ekki sagt að þá fyrst kynnumst við manninum þegar hann er undir álagi? Það erum við að sjá hér inni núna. Ekki vildi ég þetta fólk í landsstjórnina undir neinum kringumstæðum. Sjáðu hatrið og eyðilegginguna. Þessu fólki er ekkert heilagt.
Af hverju er þetta fólk svona hatursfullt? Og rökþrota. Sér andskotann í hverju horni.? Vill svo láta taka sig alvarlega? Sem fæstir gera þó sorinn sé eitthvað lesin.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 11:14
Mér hefur alla tið likað Hörður en þarna fór hann yfir strikið. Góða helgi Ía min
Kristín Gunnarsdóttir, 24.1.2009 kl. 16:36
Vona að ég hafi sloppið í gegn hjá þér, en það er ljótur andi yfir landinu okkar.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.