Öðruvísi mér áður brá

Hvað ef hér væri ekki nettenging aðeins sími sem væri hleraður og faxtæki sem virkaði eftir dúk og disk? Væri bara ekki lífið auðveldara?  Alla vega væri umræðan á heimilinu ekkert í líkingu við  það sem hún er í dag.

  Ætli það séu nema þrjú ár síðan við fengum almennilega nettengingu.  Áður komu íslenskar fréttir í stakato útfærslu sem engin nennti að fylgjast með. Okkar fréttasöð var CNN og Sky og við vorum sátt við það. Fréttir að heiman bárust með vor og haustskipunum ef svo má segja.  Einstaka sinnum var síminn notaður en þá sérstaklega til að fylgjast með ættingjum heima. Og okkur fannst við ekkert vera utanveltu, fannst jafnvel þegar við komum heim að fólkið talaði um það sama og síðast þegar við litum við.  Sem sagt allt í ró og spekt og himnalægi.

Í dag glymja hér þrjár íslenskar útvarpstöðvar í takt við hvor aðra þ.e. Rás eitt og tvö og Bylgjan allan liðlangan daginn.  Tvær heimilistölvur eru rauðglóandi svo liggur við að þær brenni yfir einn daginn.  Síminn hringir í tíma og ótíma. - Ertu að horfa á sjónvarpið?  -Hvað finnst þér? Vááááá.......   

Umræðuefnið á heimilinu, ja hvað haldið þið?   Ekki það að ég taki ekki líka þátt í þessu, o svei því, jú ég geri það af fullum krafti, eitthvað sem ég hef aldrei gert áður.  Núna t.d. bíð ég í ofvæni eftir nýjustu fréttum að heiman.  Horfi á klukkuna og bíð eftir ellefu fréttum.  Andsk......... verð að fara að hætta þessu ég hvort eð er breyti engu um ástandið.

Sko vissi ég ekki, ýtti ,,alveg óvart"  á plús takkann.  Ekkert fréttnæmt, bíða til klukkan tólf!

Vildi óska þess að það væri komið vor.  Ég er ekki janúar-febrúar manneskja.  Vildi helst leggjast í hýði eins og björninn.

 En nú er bara að þreyja Þorrann og líta á björtu hliðarnar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég myndi líka alveg þiggja að leggjast í hýði í ca. 2 - 3 ár

Það er eitt sem við getum treyst á þessa dagana og það er að bráðum kemur betri tíð með blóm í haga

Sigrún Jónsdóttir, 26.1.2009 kl. 11:49

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já vonandi Sigrún mín og þá skal ég dansa með ykkur.

Ía Jóhannsdóttir, 26.1.2009 kl. 12:05

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þetta er orðið tóm steypa

Guðrún Þorleifs, 26.1.2009 kl. 12:23

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Maður verður víst að hanga á bjartsýninni, ekkert annað dugar í dag. Kveðja til þín mín kæra

Ásdís Sigurðardóttir, 26.1.2009 kl. 12:59

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad er af sem ádur var Ía mín....Tad er ekki langt sídan ég var í sveitinni á reykhólum og vid gátum hlerad tad sem farm fór í símanum í allri sveitinni...Hringingin var eithvad í tessa átt   stutt -löng -stutt.

Janúar og feb. eru frekar leidinlegir mánudir en á medan ég er ad gera svona spennandi hluti er madur gladur hvern dag.

Nú er ad sjá hvad gerist í pólitíkinn á næstu klukkutímum.Spennandi og vonum tad besta.

Knús´frá Hyggestuen.

Gudrún Hauksdótttir, 26.1.2009 kl. 17:02

6 identicon

Sammála með janúar og febrúar! Svo förum við að vakna í björtu um miðjan mars  Kveðja frá stjórnlausu landi

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 17:17

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Maður er nú bara hálf lamaður og smá kvíðin yfir því hvernig þetta verður.
Vonum það besta
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.1.2009 kl. 17:18

8 Smámynd: Auður Proppé

Úff, auðvitað ætti maður að slökkva á sjónvarpinu og útvarpinu og fara ekki í tölvuna, en mér er það lífsins ómögulegt.   Ég segi það sama og þú Ía að á meðan við bjuggum erlendis og komum heim til Íslands í heimsókn virtist allt við það sama og í rólegheitunum.  Nema þegar við horfðum á áramótaskaupið, þá skildum við ekki bofs á meðan allir aðrir hlógu eins og vitleysingar 

Knús til þín vinkona

Auður Proppé, 26.1.2009 kl. 22:55

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kveðja til þín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.1.2009 kl. 23:31

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Janúar er alveg að verða búinnHvað er annars rætt á þínu heimili...

Eigðu góðan dag mín kæra

Jónína Dúadóttir, 27.1.2009 kl. 06:33

11 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Mótmælin hafa þó dregið mig út á torg og stytt þennan leiðinda mánuð janúar talsvert. Veðrið hefur líka verið skaplegt, allt hjálpaði þetta til að hrista stjórnleysið til slita. Annars geta Sjálfstæðismenn þakkað Davíð árangurinn , það verður einhver annar en Geir sem rekur hann.

Í dag snjóaði þessi lifandis ósköp. Allt er hljótt og hvítt þessa stundina.kveðja, eva

Eva Benjamínsdóttir, 28.1.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband