Vorverkin hafin hér að Stjörnusteini.

-Má ég klippa þennan runna?

-Hvað viltu að ég fari langt niður með þetta hér?

- Af hverju má ég ekki aðeins snyrta þetta líka?

Svona hljómuðu spurningarnar frá mínum elskulega í gær þegar hann æddi hér um landareignina með trjáklippur að vopni eins og óður væri.  Hann er lengi búinn að suða um að fá að klippa tré, runna og rósir en ekki fengið leyfi fyrr en í gær.  Þetta hefur nú verið mitt verk hingað til en nú varð ég að láta honum þetta vandasama verk eftir en auðvitað í minni umsjá og ströngu eftirliti.

Annars fórst honum þetta bara þokkalega úr hendi skal ég segja ykkur. Ég stalst aðeins til að klippa nokkrar rósir og vissi síðan ekki fyrr en ég var komin með hrífuna í hendur og farin að raka afklippurnar.  Úps..... ekki alveg það gáfulegasta enda hætti ég fljótlega þessari vitleysu og fékk síðan aðeins að kenna á því um kvöldið. 

Það sem ég kann ekki að sitja svona og stjórna.  Ætli sé hægt að fara á námskeið nú eða taka eitthvað inn við þessu?    Nei bara spyr.

Vorið sem kom í gær var næstum horfið í morgun þegar ég vaknaði. Jafnvel spörfuglarnir sungu með litlum tilþrifum hér á veröndinni eins og þeir findu á sér að þessi dagur yrði ekki eins sólríkur og góður eins og gærdagurinn. 

Reyndar varð dagurinn góður.  Elma Lind kom í heimsókn með mömmu sinni og pabba og afi setti upp róluna á veröndinni fyrir litla sólargeislann okkar.  Það sem hún stelur manni þessi litla stelpa, algjör dúllurass.

 Við skelltum steikum á grillið og þá veit maður að vorið er að koma, ekki spurning.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú, vorið er að koma, þrátt fyrir að allt sé hvítt hér eins og er - vorið kemur fyrst í hjartanu á manni og svo er það bara allt í einu alls staðar....

Knús til ykkar allra.

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 16:39

2 identicon

Bestu kveðjur til ykkar allra og gangi þér vel Ía :o) Helga og Gunni

Helga svilkona (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 19:42

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hlýjar kveðjur á Stjörnustein.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.3.2009 kl. 22:39

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú verður að fá lánaða þolinmæði einhversstaðar

Jónína Dúadóttir, 30.3.2009 kl. 09:15

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

J'onína mín er svoleiðis leigt út kanski? Heheheh..

Takk Jenný mín.

Helga gaman að heyra frá ykkur takk fyrir að kíkja hér inn.

Rétt Halla mín, byrjar í hjartanu finn það svo vel.  Knús á þig elsku vinkona.

Ía Jóhannsdóttir, 30.3.2009 kl. 09:59

6 Smámynd: Ragnheiður

stórt knús og hlýtt hjarta, seinna má ég betur vera að því að skrifa hjá þér Ía mín...ég er alveg dolfallin að bíða vors líka, þarf að skýra það betur mín megin seinna...sjáðu bara hvað ég gat skrifað mikið og ég sem er í vinnunni

Ragnheiður , 30.3.2009 kl. 22:24

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 30.3.2009 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband