Fyrsta ,,hanastélið" mitt á spítalanum í boði Tékkneska ríkisins.

Í gær þar sem við Marta smarta sátum upp á spítala og biðum eftir að læknirinn kallaði mig inn, ó já m.a.o. hér er ég ekki að meina okkar Mörtu smörtu bloggvinkonu heldur mína Mörtu smörtu sem hefur þýtt allar læknaskýrslur fyrir mig og var svo sæt að koma með mér í gær í viðtalið hjá krabbameinslækninum svona til öryggis og þýða fyrir mig. Hún Marta mín er Tékknesk en gæti alveg verið Íslensk þar sem hún talar okkar tungumál betur heldur en sumir innfæddir.

Takk elsku Marta mín fyrir alla hjálpina og skemmtilegar umræður í gærmorgun.

Þar sem við sátum, gerðum að gamni okkar og flissuðu eins og smástelpur kom hjúkrunarkona að okkur og brosti alveg hringinn og sagði mikið er gaman að sjá hvað þið eruð hressar og getið skemmt ykkur, jæja eitthvað í þá áttina var það sem hún sagði.  Við brostum báðar og mér var litið yfir ganginn þar sem fólk sat og beið eftir að komast inn í chemo eða komast í viðtal.  Margir voru þarna í fylgd með sjúklingum en enginn sást brosa og hver sat í sínum heimi.  

Ég hugsaði eftir á, alltaf þarft þú að láta eins og fífl frú Ingibjörg, hvenær ætlarðu eiginlega að vaxa upp úr þessu kona!

Í bitið í morgun var lagt af stað í fyrsta hanastélið á spítalanum. 

 Fyrir ykkur, asnarnir ykkar sem vita ekki hvað hanastél er þá þýðir það kokteill en því miður löngu hætt að nota þetta orð yfir samkvæmi eins og cocktail pary.  Þetta hanastél sem ég var að fara í var í boði Tékkneska ríkisins ja eða næstum því.

Mér var nú ekki hlátur í huga í morgun þar sem við biðum eftir að vera kölluð inn á stofuna.  Ég sat prúð og stillt og sötraði vatn til að dreifa huganum.  Hafði ekkert að segja, ekkert að spyrja, ekkert að tala um.  Bara ein biðin í viðbót.

Loksins kom að mér og ég gekk keik inn á stofuna.  Þar blasti við mér fjögur rúm, fjórir svona hægindastólar og síðan voru nokkurn konar kollar, þó með baki við hvern rúmfótagafl.  Það var þröngt setinn bekkurinn, hver með sinn koktail drippandi inn í æðakerfið úr álklæddri platflösku.  Mér var sagt að setjast á einn kollinn. Þar sem ég sneri baki í glugga, rúm og næstum allt vistvænt inni í þessu herbergi var mér nauðugur einn kostur að horfa á gulmálaðan vegg og tvær hurðir sem ég vissi að ég hefði komið í gegn um.

 Þarna fyrir framan hurðina var lífið. Hér inni, þetta var biðsalur dauðans. Og mér varð allri lokið. Ég fór að gráta. Ekki mín vegna heldur vegna allra hinna sem voru með mér þarna inni. 

Þið sem hafið gengið í gegn um þetta skiljið hvað ég er að fara en þið hin, Guð gefi að þið þurfið aldrei að skilja þetta.

Þar sem ekki var búið að tengja mig við koktailinn minn bað ég um að fara fram og tala við minn elskulega sem tók mig í fangið og hughreysti.  Alltaf til staðar minn!  Eftir smá stund gáfum við hvort öðru five og ég þrammaði inn í þetta herbergi sem ég á nú eftir að heimsækja nokkuð oft næstu mánuði.

En nú kemur það skemmtilega við þetta allt saman.  Haldið ekki að minn eðalskrokkur hafi bara ekki næstum neitað að fá þennan fína koktail í æð.  Það var ekki fyrr en í þriðju tilraun sem tókst að troða þessu á sinn stað. 

 Ja hérna Sjaldan hef ég nú flotinu neitað sagði kerlinginog það hefur bara aldrei komið fyrir mig áður að neita koktail hehehhe....... hvað þá svona að fá þetta beint í æð! 

Sem sagt nú er ég komin heim þrælhress og útstungin.  Svo nú á ég frí í viku frá spítala og kærleikssystrum.  

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Án þess að ég hafi reynt það á mér sjálfri þá tel ég mig vita hvað fer í gegnum hugann..ég er í stöðu (hans) um þessar mundir í þriðja sinn á rúmum 6 árum. Elsku Ía mín..væri ég nær þér þá myndi ég bara halda í hendina þína, knúsa þig...ég er bara langt í burtu og sendi þér mínar hlýjustu hugsanir. Lokaðu augunum og meðtaktu bænaóskir mínar um góðan bata fyrir þig..sjáirðu bregða fyrir strákanga með hálfgerða flækjufætur, þá er hann örugglega í erindum móður sinnar.

Kær kveðja

Ragnheiður , 1.4.2009 kl. 13:05

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk Ragga mín.  Veistu ég hefði aldrei trúað að ég félli svona gersamlega saman.  En þetta er bara svo andskoti óréttlátt og töff.  Takk fyrir að senda strákangan þinn, hér er stundum allt fullt af fólki ég bara er ekki alveg nógu meðtækileg í augnablikinu en það kemur aftur.  Knús á þig og hlýtt ljós til Öldu þó ég viti ekki hver hún er og ykkar allra.

Ía Jóhannsdóttir, 1.4.2009 kl. 13:17

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Knús og kveðjur til þín "frú Ingibjörg"  Gangi þér vel í þessari erfiðu meðferð, sem framundan er Ía mín

Sigrún Jónsdóttir, 1.4.2009 kl. 14:01

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já maður verður að hafa húmorinn í lagi svona í og með Sigrún mín annars er ekkert gaman að þessu.  Love you girl.

Ía Jóhannsdóttir, 1.4.2009 kl. 14:23

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Systir mín gekk í gengum þetta í fyrra.  Fyrst lyfjameðferð og svo cemo.

Hún stóð sig eins og hetja en ég ætla ekkert að fara út í hverning þetta var allt saman.

En allt gekk vel og það veit ég að gerist hjá þér líka elsku Ía mín.

Megi ljósið umvefja þig og heila.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2009 kl. 14:46

6 Smámynd: Auður Proppé

Elsku Ía mín, megi allar góðar vættir vera með þér og gott að heyra að húmorinn er í lagi, það hjálpar alltaf.  Gangi þér vel elskuleg.

Auður Proppé, 1.4.2009 kl. 16:17

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk Jenný mín það er svo gott að heyra jákvæðar sögur.

Auður mín gangi þér vel líka í þínu verkefni. 

Ía Jóhannsdóttir, 1.4.2009 kl. 16:27

8 identicon

Elsku kerlingin. Þú átt mikið að eiga húmor, það er á hreinu. Einhverra hluta vegna kom upp í huga minn saga af konu úr Éyjum í gamla daga. Hún var illa haldin af liðagigt og þeir sem það þekkja vita um verkina meðan liðirnir eru að eyðileggjast. Aðspurð um það hvernig hún hefði það var svarið alltaf: Ég er aðeins betri en í gær! Hetja eins og þú Íjuskott ..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 17:26

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já Hallgerður mín góða vinkona það sem ég er búin að segja þetta oft: Betri en í gær, stundum satt og stundum haugalygi  Heheheh...

djöf... skal ég verða fín á morgun sko hér úti í sólbaði ef veðurfregnir klikka ekki með sólvörn no 30.  Shit á ekki sollis, hef aldrei notað sólvörn no 30, halló! Ætli sé ekki alveg eins gott að bera bara tvisvar no 15, nei bara spyr sonna? 

Ía Jóhannsdóttir, 1.4.2009 kl. 17:40

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Ía mín þú ert svo yndislega einlæg, hreinskilin og með húmorinn í lagi
Það bjargar manni langt og mikið ertu heppin að eiga þinn elskulega, börn, barnabörn og vini elskan ég sendi þér ljós og orku yfir hafið.

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.4.2009 kl. 19:00

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já Milla mín það er ómetanlegt að eiga góða að hvort sem það eru skyldmenni, vinir og að ég tali nú ekki um góða bloggvini, fólk sem hittist bara hér á síðunum sí svona og finnur samkennd.

Ía Jóhannsdóttir, 1.4.2009 kl. 19:10

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég var einmitt að kommenta á eina mynd sem tekin var á hitting á Akureyri á Laugardaginn, og sagði: ,,Við erum vinir, af hverju, jú við erum ekki með neinar kröfur á hvort annað." Þetta er staðreyndin að leifa vinskapnum að fljóta með gleðinni og vera ekki með kröfur.

Þú ert yndisleg elskan
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.4.2009 kl. 19:17

13 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Mig langar rosalega að mæta einhvern daginn með ykkur á Akureyri, mér finnst þið flottastar að halda svona vel hópinn, örugglega sagt þetta áður við þig Milla. 

Ía Jóhannsdóttir, 1.4.2009 kl. 19:33

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú átt eftir að koma með okkur á kaffihúsið

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.4.2009 kl. 19:43

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gangi þér vel flotta Ía mín  ... svo er ég pirrast yfir einhverju smá öri og eftirliti..slapp fyrir horn -   .. skammast mín geðveikt! .. 

Ljós og bæn og friður og já hvítt ljós og fjólublátt ljós og rauðar rósir og tja.. englar og já svona feitir sætir englar á skýi og sjálfur Jesú vaki yfir þér dúllan mín!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.4.2009 kl. 20:41

16 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

J'ohanna mín ég skildi þig svo vel og þú vogar þér ekki að skammast þín.  Knús á þig vinkona.

Ía Jóhannsdóttir, 1.4.2009 kl. 20:52

17 Smámynd: Ragnheiður

Ía mín, ég fer ekki að yfirgefa þig. Málið er að ég er með sjúkling hér sem ég er að...með og ég get ekki alveg staðið keik á öllum vígstöðvum á meðan, ég kem og peppa þig áfram, sendi orku og ljós og kássum af knúsi

Ragnheiður , 1.4.2009 kl. 21:08

18 identicon

Elsku vinkona.  Þú ert flottust, hefur alltaf verið það,  klár og sterk, en stundum þarf maður einfaldlega bara öxl til að skæla á og þá er gott að eiga besta mann í heimi. 

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 22:15

19 identicon

Elsku besta mágkona, það vildi ég óska að ég gæti verið þarna hjá þér til að veita þér allan minn stuðning og kraft, ég sendi þér alla mína hugar-og hjartaorku í staðinn!.....og stórt faðmlag!

Knús! Bökka

Björk Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 22:40

20 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Heyrðu vinkona, haltu í húmorinn og jákvætt hugarfar. Ég hvar um ég syng

Ísleifur Gíslason, 2.4.2009 kl. 00:55

21 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Held ég hafi bara aldrei verið svona dugleg að svara hér eða hef ég ekkert annað verið að gera en að sitja við tölvuna, mætti segja mér það. 

Takk fyrir góðar kveðjur og hlýjar hugsanir 

Halla mín kveðja til ykkar í sveitina. Er ekki komið að burði.  Man þegar við heimsóttum ykkur og þú fóst með okkur út í fjárhús og sýndir okkur ærnar.

Hvernig var þetta aftur hjá þér,jú, tókst utan um hálsinn á einni og sagðir:  Er hún ekki fríð?  Halló, ég bara sá engan mun á þessum skjátum þínum.

Fríð hvað hehehe.... love you girl

Bökka mín hringi í ykkur um helgina. Knús á línuna.

Ísleifur minn ég skal reyna.  Bestu kveðjur í húsið þitt til allra

Ía Jóhannsdóttir, 2.4.2009 kl. 03:09

22 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 2.4.2009 kl. 06:10

23 identicon

Elsku Ía, þú átt hug okkar allan þessar vikurnar og gott að sjá að húmorinn er ekki fokinn.

Sigrún Erla (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 13:43

24 identicon

Þú ert nú alltaf með húmorinn á hreinu. Elska að lesa bloggið þitt, kemur mér alltaf í gott skap. Hefur þér nokkuð  dottið í hug að skrifa bók? Nei datt bara í hug, ert allavega með dúndur talent í það. Hehe en þú getur líka hvæst.... Man þegar ég tók 1000 kr úr kassanum fyrirfram (úpps gerði það örugglega oftar en einu sinni) og þá fékk mín að heyra það og maður skalf af hræðslu hehe nei djók. Þú varst alltaf yndisleg og þið bæði við mig og á ég góðar minningar frá þessum dögum. En haltu í húmorinn, hann fleytir manni langt. Bið að heilsa Þóri, Soffu og Agli.

Syrrý "winny´s" (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband