Salt er ekki bara salt.

Það er talað um að vinna fyrir saltinu í grautinn. En vitið þið að það er til margskonar salt.  Ég var nú ekki betur informeruð en það fyrir viku að ég vissi ekki betur en að salt væri bara salt. Jú hafði heyrt um mismunandi salt eftir því hvaðan það kom en að það væri svona mikill munur því hafði ég aldrei pælt í. Fyrir mér var bara til borðsalt, sjávarsalt, og síðan þetta grófa sem fiskurinn er saltaður upp úr  en nú veit ég betur og get frætt ykkur um það að salt er ekki bara salt, það er mismunandi salt, salt og sumt jafnvel með sætukeim. 

 Alveg hreina satt. 

Svo nú þegar þig farið að grilla á eftir því ég geri nú ráð fyrir að þrátt fyrir kosningar verði fólk að næra sig þá er ekki verra að pæla aðeins í saltinu sem þið látið í matinn.  Annars höfum við á þessu heimili varla notað salt í mat í mörg ár þess vegna kom það okkur dálítið að óvöru þegar við dvöldum í Wirzberg um síðustu helgi og mínum elskulega var boðið upp á að smakka sex tegundir af salti áður en steikin var krydduð. Hélt bara ekki að salt væri notað á fimm stjörnu veitingastað en sjálfsagt eitthvað inn í dag. 

Hvernig salt má bjóða herranum?  Suður-Afrískt, Algarve, Hawaii, Himalaya eða Peru.

Viti menn það var munur á þessum söltum, sumt ansi parfumerað, annað með sæt-saltbragði.  Sem sagt salt er ekki bara salt.  Það er mikill munur á.

Fyrsti aspasinn 2009 Ef vel er að gáð getið þið séð hluta af saltstaukunum fyrir frama mig hér á myndinni.  Þarna er ég að gæða mér á fyrsta aspasnum þetta árið.  Jammí, elska aspas með Hollandaise.

Og fyrst ég er komin á kaf að segja frá veitingastaðnum þá verð ég að geta þess að nú hafa steikarhnífar breist mikið.  Nei elskurnar það er ekkert eðalstál í þeim lengur heldur keramik, segi og skrifa KERAMIK.  Við héldum fyrst að þetta væri plast og væri rétt fólki sem þeir héldu að gætu farið sér eða öðrum að voða með venjulegum hnífum.  Að við litum svona hrikalega krimmalega út að okkur væri ekki treystandi fyrir venjulegu áhaldi hehehe en nei þetta er keramikhnífur og okkur sagt að væri líka alveg rosalega inn í dag.

Nýjasti steikarahnífurinn úr keramik  Hér má sjá minn elskulega munda hnífinn úr hvítu keramik.  Vígalegur enda bað ég hann að lyfta áhaldinu svo ég gæti fest á filmu.

Jæja fólkens, nú kjósið þið rétt og njótið síðan kvöldsins með vinum og ættingjum.  Eigið góða og skemmtilega kosningavöku.  Hér verður farið snemma í rúmið enda ekkert úthald til að vaka hér fram eftir öllu.  Ætlum þess í stað að vakna við sólarupprás og hafa hér kosningabrunch með fyrstu tölum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gaddur

Ja allt er til en kannski bara gott að geta valið .Mikið eru þið falleg hjón það geislar af ykkur hamingjan.Gott að fara snemma að sofa og vakna snemma.Kveðja

gaddur, 25.4.2009 kl. 17:12

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir þetta ,,gaddur"

Ía Jóhannsdóttir, 25.4.2009 kl. 17:17

3 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Sagt er að keramik hnífar haldi biti betur en aðrir hnífar en vonandi var steikin ekki það seig að nýjustu tækni þyrfti til að vinna á henni.

Ísleifur Gíslason, 25.4.2009 kl. 20:28

4 identicon

Vildi að ég væri komin í dagverð til ykkar í fyrramálið kæru vinir.  Hafið það gott.

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 21:24

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Alltaf velkomin vinkona annars kem ég  heim í sumar og þá getum við knúsað hvor aðra í tætlur.

Ía Jóhannsdóttir, 26.4.2009 kl. 06:35

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góðan daginn Ía mín

Sigrún Jónsdóttir, 26.4.2009 kl. 10:18

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Yndislegar myndir af ykkur elskan þú ert nú bara algjör skvísa.
Salt og salt er ekki það sama hér er notað himalaya salt, grænmetissalt og nomu salt sem er tekið í fjallstindum einhversstaðar og svo Maldon salt, en nota yfirleitt afar lítið salt í matinn. Ég nota heldur ekki blönduð krydd, nema þau sem ég mixa saman sjálf ekkert seson All hér.
Ljós og kærleik til ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.4.2009 kl. 20:58

8 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Kvedja til ykkar fallegu hjón úr Hyggestuen.

GUdrún

Gudrún Hauksdótttir, 27.4.2009 kl. 06:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband