20.5.2009 | 07:37
Getur einhver vitringurinn hannað rafmagnsflysjara fyrir aspas.......
Fáir fussa við ferskum aspas með ítalskri pharma skinku og Hollandaise sósu eða hvað? Nei held ekki en mikið óskaplega er nú þessi athöfn við að flysja þetta frábæra grænmeti þreytandi og seinlegt. En tilhugsunin um þetta ljúfmeti í munni gerir það að verkum að þú lætur þig hafa alla þessa fyrirhöfn.
.......ég skildi glöð borga vel fyrir þannig græju. Hann (flysjarinn) mætti líka þjóna í víðtækari tilgangi þá er ég að hugsa um annað gott grænmeti sem við stöndum sveitt við að flysja áður en skellt er í pottinn. Nú segir einhver, hva ertu að flysja, þá helst vítamínið ekki í gærnmetinu. Já elskurnar mínar við hér á þessu heimili étum ekki skrælling, síðan lítur grænmetið svo miklu fallegra út flysjað.
Það var Þýsk vinkona mín sem kenndi mér, konunni úr norðri hvernig best væri að hantera og elda aspas, þennan góða vorboða mið Evrópu. Ég sýð hann alltaf í sykurvatni það gerir reginmun á bragðinu. En mikið vildi ég að einhver vitringur gæti fundið upp annað verkfæri en þennan venjulega aspasflysjara til að létta okkur verkið.
Af hverju er ég að pæla í þessu núna jú vegna þess að ég stóð í nærri einn tíma í fyrradag við að flysja aspas sem ég ætlaði að hafa í hádeginu handa gestum mínum. En það var þess virði og þessir sænsku vinir okkar sem komu hingað jömmuðu og ummuðu yfir góðgætinu.
Í dag skín sólin eins og fyrr og kominn tími til að koma sér á fætur og finna einhver smart sumarföt því nú skal halda til afmælisveislu í hádeginu. Við vinkonurnar ætlum að halda surprise party fyrir Írska vinkonu okkar sem varð sextug í síðustu viku.
Dagurinn er sem sagt að byrja vel og verður vonandi einn af þessu opsadeysí dögum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Ef þú fréttir af undratæki fyrir aspasinn þá láttu mig vita.
Ég ELSKA ferskan aspas.
Njóttu dagsins Ía mín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2009 kl. 07:58
Namm! Ferskur aspas.
Ég er svo löt, ég borða hann bara með hýðinu enda hefur mér aldrei dottið í hug að flysja aspas
Eigðu góðan dag.
Hrönn Sigurðardóttir, 20.5.2009 kl. 10:12
Jamm geri það Jenný.
Hrönn hann hlýtur að hafa verið ansi harður undir tönn ef hann hefur verið hvítur, annars þarf ekki að flysja þennan græna. Næst flysja, eyða smá tíma í svoleiðis dútl, ekki spurning þú finnur mun.
Ía Jóhannsdóttir, 20.5.2009 kl. 16:37
Ég var med svona aspas frokost um daginn.Setti aspas í pottinn í sjódandi saltvatn,örstutta stund ..Tók sídan uppúr og kældi.Vafdi med skinku og beikoni´setti á pönnu og steikti smá stund ...madur minn hvad tetta er gott.Borid fram med hollandersósu og kældu hvítvíni.
Verdi ykkur ad gódu.
Kvedja frá jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 20.5.2009 kl. 19:22
Sæl Ía aspaspía
Sé að þú hefur fengið prýðisráð nú þegar varðandi flysjunina.
Þér að segja, flysja ég alls ekki, sýg gufusoðið innihaldið úr harða stönglinum, með smjörlagaðri hollandiase, mmmmmmmm gott, og flysjið fer bara í vaskataetarann!
Kveðja frá Kyrrahafsströnd
Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.5.2009 kl. 06:09
Umm, ég verð bara svöng að lesa þessar aspas lýsingar. Hér er enginn ferskur aspas, bara dósamatur. Hafðu það sem allra best elsku Ía mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.5.2009 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.