Hraunmolarnir okkar voru festir á þröskuldsbút.

Mikið hefði verið gaman að standa í sporum forseta Alþingis og taka í hlýja hönd friðarleiðtogans frá Tíbet. 

Hraunmolinn sem Dalai Lama var færður vakti athygli mína enda minnti mig óneitanlega á grip sem við hjónin hönnuðum fyrir all mörgum árum hér í Tékklandi. 

Þannig var að árið 1994 að ég held, ákvað ég að taka þátt í alþjóðlegum jólabazar hjá International Womens Club. Þar sem ég var ein frá Íslandi og varð að koma með eitthvað þjóðlegt á söluborðið ákvað ég þegar ég fór heim um sumarið að fylla nokkra poka með hraunmolum og flytja með mér út. 

Þá er það sem sé upplýst hér að ég stal hrauni og flutti með mér úr landi. Blush Police

Þegar heim kom var hafist handa við að hanna mynjagrip frá Íslandi.  Minn elskulegi kom með þá hugmynd að festa hraunmola á viðarkubb og þar sem við vildum halda verðinu í hófi keyptum við nokkra þröskulda, söguðum í búta og lökkuðum svarta.  Hraunmolanum var síðan komið fyrir með skrúfu minnir mig frekar en nagla ofan á bútnum og til að gera þetta seljanlegra létum við útbúa skildi sem á stóð GREETING FROM ICELAND  sem var síðan komið snyrtilega fyrir á hlið þröskuldsins.

Þetta auðvitað rann út á jólabazarnum ásamt íslensku síldinni sem ég nota bene stal ekki og ég safnaði vel í sjóð sem rann til fátækra barna.  

Nú er sem sagt einhver listamaður búinn að stela hugmyndinni okkar og farinn að stórgræða, shit svona missir maður hvert tækifærið á eftir öðru út úr höndunum bara fyrir eintóman klaufaskap. DevilGrin

Man hvað mér fannst hugmyndin frábær á sínum tíma en var auðvitað búin að steingleyma henni þar til ég sá þetta ferlíki sem blessaður maðurinn fékk í dag afhent með viðhöfn.

Verð að segja það að mér fannst okkar útgáfa fallegri, eitthvað svona nettari. 

Hvernig ætli það sé núna með hraunið fylgir vottorð eins og með kjötinu? Wink

Nei segi bara svona og svo var ég að velta öðru fyrir mér líka ætli hann verði látinn borga yfirvikt?  Halo  


mbl.is Dalai Lama í Alþingishúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hann er svo mikið krútt þessi kall.

Hrönn Sigurðardóttir, 2.6.2009 kl. 21:28

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú hefðir átt að fá þér einkaleyfi, annars finnst mér gjafir ekkert þurfa að vera stórar, lítill hlutur gleður jafn mikið eins og þú bendir á.  Krúttkveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 2.6.2009 kl. 21:59

3 identicon

Kæra Ía - þakka skemmtilegan pistil - mér lýst enn betur á HRAUN-þröskuldinn þinn með "GREETING FROM ICELAND" nú ætti Dalai að renna við í sveitinni þinni og ná í alvöru/original minjagrip..... alltaf gaman að kíkja hér við. Gangi þér áfram vel í tilverunni. Ég hitti Ástu vinkonu þína í sl viku, hún er alltaf jafn falleg og ljúf. Þið eruð svo likar........vinkonurnar.

Kær kveðja Anna Sig.

Anna Sig (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 23:47

4 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 09:12

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Alltaf brautryðjandi Ía mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.6.2009 kl. 11:42

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Guð má maður ekki taka hraun, eða bara ekki flytja það úr landi?
Gísli minn var nefnilega að taka hraunmola fyrir min í smá beð sem ég er með, eða sko hann hugsar um það, en ég skipa fyrir.
Annars ert þú flottust Ía mín.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.6.2009 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband