Ég stóð undir sturtunni og grét óstöðvandi tárum. Það er þá svona að upplifa það að missa hárið. Ég skrúfaði fyrir vatnið og eins og venjulega byrjaði á því að þurrka hárið í von um að það versta væri farið niður um holræsið en það tók verra við þegar ég tók burstann og renndi honum létt yfir hársvörðinn. Þetta var sárt, þetta var hrikalega sárt og skar í hjartað, ég var svo óviðbúin og ég hugsaði líka: Ekki í dag, í dag þarf ég að standa mína plikt.
Á eftir kom helvítis, djöfulsins, andskotinn og ég settist fram í sjónvarpsherbergi og tárin runnu í stríðum straumi án þess að nokkuð hljóð kæmi frá mér. Ég sagði: Ég fer ekkert í dag, þetta bara gengur ekki upp. Svo er ég farin heim strax við fyrsta tækifæri. Hér á ég enga vini, ég hef engan til að tala við og ég hélt áfram að gráta.
Þetta var svona ,,aumingja ég" móment. Stóð stutt yfir.
Mér varð allt í einu minnistætt saga sem fyrrverandi sendiherra Tékklands og minn lærifaðir Einar Benediktson sagði mér fyrir hart nær sextán árum. Hann sagði mér sögu af konu sem var að gefast upp þar sem hún stóð í fjörutíu stíga hita við móttöku og eiginmaðurinn þá sendiherra sagði: ,, Stattu kerling! " og hún stóð sína plikt. Eins ákvað ég í dag að standa mína plikt og sagði við sjálfa mig : ,,Stattu kerling" og það virkaði.
Ég stóð upp og fór inn í fataherbergi og gróf upp eitthvað sem ég gæti verið í og hatt á hausinn. Vildi ekki lenda í því að verða sköllótt í miðri veislu svo þetta gróf ég fram. Klar í bátana!
Um eitt þúsund manns komu í boðið okkar í kvöld. Þetta er í annað skipti sem við höldum átta landa sameiginlega þjóðhátíð. Þ.e.a.s. Noregur, Sviðþjóð, Danmörk, Ísland, Finnland, Eistland, Lettland og Litháen.
Þarna sést í minn elskulega þar sem hann stendur í ströngu í móttökudeildinni.
Boðið var hrikalega vel heppnað og endaði með því að við þjóðirnar átta, sem stöndum alltaf með pálmann í höndunum hér í Prag, sungum saman Oleioleioleiolie!! við mikla hrifningu gesta.
Enging minnimáttarkennd hjá þessum sendiherrum skal ég segja ykkur og hvort þetta er eftir prodokolsrteglum það verður bara hver að dæma fyrir sig. Við alla vega nutum þess að standa saman sem ein þjóð í kvöld.
Flottasta móttaka ever!!!!!!!!!!!!!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:21 | Facebook
Athugasemdir
Systir mín fór líka að gráta þegar hún hélt á síðu rauðu taglinu í hendi sér. Hjá henni fór það nánast allt á einu kvöldi. Hún er eins og þú, alveg þræl hugrökk og með húmorinn í lagi.
Ég dáist að konum eins og þér Ía og henni systur minni.
Ég held að fátt reyni eins á okkur eins og þessi reynsla sem þú ert að lýsa.
Þú ert á bænaskránni.
Knús.
P.s. Svo ertu ofboðslega flott með þennan hatt.
Rokkar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2009 kl. 22:21
Elsku Jenný mín þetta yljar meir en þú getur ímyndað þér. Jamm fólk stóð aðeins á öndinni í kvöld þegar ég brá mér í rokkstuðið heheheh.... just svona smá swing.
Ía Jóhannsdóttir, 4.6.2009 kl. 22:30
Elsku Ía mín.Ég get lítið sagt en því mun meira hugsað til þín og sent þér kærleiksóskir og bænir.Þú ert hetja og gott er að heyra að tárin fá að renna.Það er nauðsynlegt í hverri raun.Þúsund faðmlög til þín vinan og ég sendi þér fallegt ljós frá mér.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 22:38
Ragna ég meðtek ljósið frá þér takk fyrir það.
Ía Jóhannsdóttir, 4.6.2009 kl. 22:47
Flott hjá ykkur !
Eiður Svanberg Guðnason, 4.6.2009 kl. 22:50
Þú ert glæsileg! algerlega stórglæsileg með þennan hatt. Það er skelfing erfitt að missa hárið, ég hef ekki fengið þennan sjúkdóm en þrjár konur mér mikið tengdar.
Þaðan hef ég nú þennan fróðleik.
Knús og ljós til þín
Ragnheiður , 4.6.2009 kl. 23:05
Kæra Ía-ég græt með þér við lesturinn, og þakka þér svo innilega einlægnina í að deila þessari reynslu hér. Mitt hár púffff - þetta þunna litla og fíngerða sem ég hef "til að skarta" .......gæti ég sætt mig við að skola því niður ? neeei - En Þú Ía mín kæra ! ert æðilsleg !!! ja há það má alveg detta í "pittýpott" í svolitla stund og hetjan þú náðir þér upp úr "pittinum" & náðir í hatt - FLOTT kona þarna....:) þú ert frábært dæmi um "hvundagshetjuna" sem gerir þig klára og vílar ekki fyrir þér að takast á við hlutina. það eru nefnilega ekki "hlutir" í lífinu sem skipta okkur mestu máli-heldur fólk og það sem frá því geislar, þú ert greinilega sú geislandi. Ég sé þig fyrir mér dansandi flotta í rokkinu. Ég sendi þér kærleiksljós, hlýju og kraft, áfram áfram þú sterka flotta kona sem getur allt sem þú ætlar þér. Gangi þér vel í "rússíbana" meðferðarinnar, það verður þess virði-kær kveðja - Anna Sig.
ps: ég var á Lækjarbrekku í kvöldmat síðan úti að ganga í "gömlu" Reykjavík bara á peysunni-dásamlegt & óvanalegt kvöld miðað við "norðrið" sem við búum í hér.
Anna Sig (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 00:14
Þú ert stórglæsileg hetja Knús og kveðjur að Stjörnusteini
Sigrún Jónsdóttir, 5.6.2009 kl. 00:32
Hattar og alls konar slæður fara þér örugglega mjög vel, bara þangað til hárið vex afturSjálfsvorkunn eða ekki, þú ert rosalega dugleg og stendur upp úr þessu sterkari en áður Góða helgi
Jónína Dúadóttir, 5.6.2009 kl. 06:50
Ía tú ert glæsileg hefdardama sem fer um og allir taka eftir.
Tú hefur tekid tig vel út í syngjandi sveiflu á dansgólfinu med sendiherrum tessara tjóda og eiginmadurinn stoltur af konu sinni.Ía tú ert bara flottust.
Gudrún Hauksdótttir, 5.6.2009 kl. 07:00
Þú ert hetja. Dáist að því hvað þú stendur þig vel og þú lítur glæsilega út. Það gætu ekki margir verið í þínum sporum.
Óska þér góðs dags og góðrar helgar
Hrönn Sigurðardóttir, 5.6.2009 kl. 09:37
Takk fyrir allar góðu kveðjurnar kæru vinir. Nú skín sólin og allt lítur bjartara út.
Ía Jóhannsdóttir, 5.6.2009 kl. 09:55
Tek utan um þig hér og nú. Vildi að ég væri komin til þín. Krtafturinn sem þér er gefinn er alveg gneistandi. Og maður má alveg gráta ef maður þarf þess. Rússneskt máltæki segir: Konan hlær þegar hún getur og grætur þegar hún vill.....
Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 10:10
"Helvítis, djöfulsins, andskotinn" .. þetta segi ég líka til "hátíðarbrigða" þegar ég lendi í einhverju andsk... óréttlæti.
En Ó mæ god hvað þú ert frábær og flott ía mín. Ég fékk gæsahúð um allan kroppinn við að lesa þetta. Hvernig þú spilar úr hlutunum er yndislegt og glæsikvendi hef ég nú varla séð meira en þig þarna með barðastóra hattinn!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.6.2009 kl. 10:45
P.s. ég er montin af því að þekkja svona flotta konu!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.6.2009 kl. 10:49
Þú ert og verður alltaf flottust elsku mamma mín.
Sakna þín alveg skelfilega mikið, vantar að knúsa þig.
Risa siber knús Soffa Rut
Soffía Rut (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 11:37
Er innilega sammála konunum hér. Held líka að húmorinn þinn skín einhvern vegi í gegn. Auðvitað er þetta nístandi sárt. ...
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 17:10
Jóhanna mín já og sjálf Guðsmanneskjan. Okur verður vís öllum á í messunni öðru hvoru.
Knús á þig elsku Soffa mín. Nú fer að styttast í að við látum sjá okkur á skerinu ég er að verða ansi óþolinmóð en allt líður þetta elsku vinkona.
Ía Jóhannsdóttir, 5.6.2009 kl. 18:29
Grét yfir þessari færslu Ía mín, held það hafi verið bæði sorgar- og gleðitár. Sorg yfir hárinu þínu fína sem fór og gleði yfir því hvað þú er mikil hetja, hvað þú ert falleg og stolt kona. Föðursystir mín ein var líka stolt kona og sagði ég kaupi mér bara Dior hárkollur og get verið eins flott og ég vil á meðan ég þarf. Það þarf sterkan persónuleika í svona, og þar kemur þinn stolti og sterki vel fram. Ljósakveðjur úr Klyfjaseli.
Maja (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 19:30
Ég vissi það!!!! Ég sagði að þú yrðir flott með hatt, ég sagði nú reyndar líka að þú værir flott í öllu, sama í hverju þú værir, þá værir þú alltaf "glæsilegust af öllum".
Tek undir með Höllu og rússneska máltækinu: Konan hlær þegar hún getur, - og grætur þegar hún vill ..........
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.6.2009 kl. 00:06
Elsku Ía mín, þetta hlýtur að vera hræðilega erfitt, ég hef nokkrum sinnum fengið mjög slæmt hárlos gegnum árin og liðið ferlega illa yfir því, veit ekki hvernig ég mundi taka hármissi. Þú ert hetja í mínum augum. Sendi þér allan þanns styrk og kærleik sem ég get. Knús á þig elskuleg þú ert æðisleg með hatt.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.6.2009 kl. 13:17
Lilja Guðrún er með þetta. Djúp svo hjálpi mér gvöd...Spyr samt í einlægni minni erum við að ofspila konurnar? Forðumst við að taka á sársaukanum? Sem hann er óhjákvæmilega?..Já við erum að gera það..Þekki hann svolítið. Afspurnar...Kveðja frá Eyjunni fögru, fallega stúlka...Ekki síst til drengsins sem elskar þig.........
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 23:09
Elsku systir og mágkona, við erum með þér í huga okkar og hjarta í þessari baráttu. Tökum undir með Soffu....þú ert alltaf flottust!
Datt í hug þegar þú varst að tala um "háa ennið" - mannstu ekki eftir þessari setningu hjá móður okkar "hann/hún er með svo fallegan hnakka", en maður skal muna að það skiptir engu hvort háa ennið er fallegt eða hnakkinn - það er innihaldið fyrir innan skelina sem skiptir máli og hjá þér er það sko í lagi Ía mín - það er aðal atriðið.
Kjartan Oddur (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 16:05
Þú ert langflottust!
Egill Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.