Endurfundir - Við og strákarnir í Blásarakvintett Reykjavíkur - Hittingur í Vínarborg

Bara svo þið vitið það þá erum við að fara í tveggja til þriggja daga frí frá tölvu, sláttuvél og öðru heimilisstússi.  Það verður gott að skipta um umhverfi og ekki verra að hitta skemmtilega landa okkar sem búa í borginni við ,,bláu ána",  Jamm Vienna here we come again!

Hef aldrei skilið þetta með ,,Dóná svo blá, svo blá"...........  Fyrir mér er hún svört en ekki blá, aðeins einu sinni man ég eftir að hafa séð bláan bjarma á yfirborðinu  í ljósaskiptunum og þá langt inn í Dónárdal.  En það skiptir ekki svo miklu máli hún er tignaleg eins og hún er.

Það verða nú fleiri sem við ætlum að knúsa þarna í Vínarborg, því þarna eiga eftir að verða miklir og skemmtilegir endurfundir þar sem Blásarakvintett Reykjavíkur mætir á svæðið.  Við komum til með að hitta strákana annað kvöld á heimili sendiherrahjónanna þeirra Sveins Björnssonar og Sigríðar og síðan verðum við viðstödd tónleika á fimmtudagskvöldið einhvers staðar í tónlistarborginni fögru.

Ég hlakka mikið til þess að knúsa strákana það er næstum ár síðan þeir spiluðu hér í garðinum okkar að Stjörnusteini.Blásarakvintett Reykjavíkur

Sem sagt engar áhyggjur þó þið heyrið ekkert frá mér í nokkra daga ég verð á full swing að skemmta mér og öðrum á bökkum Dónár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 16:42

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góða ferð og skemmtun Ía mín hef aldrei komið til Vínar, en veit af myndum að það er undurfagurt þarna.
Kærleik í ferðina
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.6.2009 kl. 16:59

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já Vínarborg stendur fyrir sínu Milla en mér finnst samt Prag fallegri.  Ég segi alltaf Vin á hringinn en Prag á marga hringi.

Ía Jóhannsdóttir, 23.6.2009 kl. 17:10

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða skemmtun elskan mín og skemmtu þér vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.6.2009 kl. 17:15

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2009 kl. 17:41

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Njóttu vel

Sigrún Jónsdóttir, 23.6.2009 kl. 18:20

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

sorrí..... en er hægt að skemmta sér með blásarakvintett?

Djók - skemmtu þér vel :)

Hrönn Sigurðardóttir, 23.6.2009 kl. 18:27

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hrönn horfa á myndina af okkur! Grínlaust!

Ía Jóhannsdóttir, 23.6.2009 kl. 19:07

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 23.6.2009 kl. 22:37

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 24.6.2009 kl. 06:25

11 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Yndislegt og gaman ad fara til Vínar..........Tónleikar,hitta skemmtilegt fólk og njóta.

hvad er hægt ad bydja um betra.

Góda skemmtun.

Gudrún Hauksdótttir, 24.6.2009 kl. 08:27

12 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góða skemmtun í Vín!!!

Kær kveðja frá Ebeltoft

Guðrún Þorleifs, 24.6.2009 kl. 09:38

13 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hot pink fer þér alveg sérstaklega vel.  Góða skemmtun.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 24.6.2009 kl. 23:30

14 identicon

Þetta er nú meira útstáelsið á þér kona  Umkringd "tómum" körlum? Ekki það að ég sé með öfund! Já þú ert flott í bleiku. 

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 17:37

15 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þið eruð glæsileg

Marta B Helgadóttir, 28.6.2009 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband