8.7.2009 | 10:54
Værirðu til í að opna dyrnar in case við lendum í nauðlendingu.
Þetta er eitthvað svo týpískt. Í hvert skipti sem ég legg upp í ferðalag með flugi þá gerast svona hópflugslys rétt áður eða alla vega yfirvofandi slysahætta í háloftunum. Ekki það að ég sé flughrædd enda hvernig ætti það að gera sig svona hundgömul flugfreyja sem var sko klár í bátana hér í denn. En samt, það hefur aukist með aldrinum að ég fari með mína farbæn um leið og vélin sleppir taki á flugbrautinni.
Mig langar að segja ykkur smá sögu. Eitt sinn sem oftar vorum við á leið yfir hafið og ég hef haft það fyrir venju, sérstaklega á löngum leiðum og ef ég man eftir að biðja um sæti við Exitið. Þá getur maður rétt betur úr fótunum og er ekki að troðast með bossann upp í andliti á næsta farþega sem situr við hliðina á manni þegar maður þarf að skutlast á WC-ið.
Jæja rétt fyrir flugtak kemur þessi líka fallega stelpa til okkar og spyr mig hvort mér sé alveg sama um að sitja í Exitinu?
-Ég lít á hana svona með spurningu í augum en segi síðan ,, Já ég bað um þessi sæti sérstaklega"
- Hún brosir um leið og hún segir: ,, Ja sko er þér þá sama að þú berir ábyrgð á því að opna hurðina ef við verðum að nauðlenda?"
Mér svelgdist aðeins á munnvatninu enda aldrei verið spurð að þessu áður og oftsinnis setið við neyðarútganginn. -,, Ha humm, já ég held ég ráði alveg við það"
- Viltu þá ekki að ég kenni þér hvernig á að opna?
- Neip segi ég þetta er í góðum málum, hefði nú frekar átt að segja að þetta væri í góðum höndum.
Við vorum ekki fyrr komin í loftið en alls konar spurningar fóru að vakna í mínum ljósa kolli.
Ætli það sé eitthvað að vélinni? Hvers vegna spurði hún mig hvort ég kynni örugglega á opnunarbúnaðinn? Var Capteinninn eitthvað veikur, eða timbó eða bara hálf fullur? Var vélin komin yfir skoðunartíma? Var illa raðað í Cargoið eða hafði gleymst að afísa vélina?
Svona spurningar veltust í mínum kolli fram og til baka en það versta var að ég fór allt í einu að hugsa:
My good, kann ég yfir höfuð að opna þessar dyr!!!!!!! Ég var að fljúga fyrir þrjátíu og eitthvað árum. Hefur ekki búnaður vélanna breyst á þeim tíma?
Þarna sat ég kófsveitt og titrandi í heila þrjá tíma og bar ábyrgð á lífi 250 farþega plús áhöfn á vegum Icelandair þar sem ég hafði ekki hugmynd um hvort ég gæti opnað neyðarútganginn í tíma ef vélin færi niður. Og einhver ljóshærð og bláeygð stelpa hafði spurt í sakleysi sínu hvort ég gæti örugglega opnað helvítis dyrnar.
Eftir þetta hef ég oft gjóað augum á flugfreyjuna sem opnar dyrnar eftir lendingu og mér sýnist þetta vera bara gamla góða systemið og nokkuð auðvelt.
Er að fara í flug á morgun. Ætla að sitja i Monkey og ekki að ræða það að ég biðji um sæti við Exitið. Tek ekki nokkurn séns hvort ég geti höndlað þetta verk ef til þarf.
Farþegi gerði við flugvélina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Samgöngur, Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 10:56 | Facebook
Athugasemdir
he he he he -mín kæra - þú færir létt með að gera við "tíkina" ef eitthvað hefur gleymst hjá "mekkunum". Það er sól og sæla á litla íslandi ! góða ferð og velkomin á "frónina" love kær kveðja Anna Sig
Anna Sig (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 11:17
Takk Anna mín. Ef til vill hittumst við á förnum vegi, hver veit.
Ía Jóhannsdóttir, 8.7.2009 kl. 11:21
Það er ég líka handviss um, að þú færir létt með að opna exitið ef á þarf að halda. En mikið rosalega er þetta fyndin saga, ætli hún hafi ekki treyst þér aðþví að þú varst ljóshærð og bláeygð. En hún hefur auðheyrilega verið nýbúin að ná flugfreyjuprófinu, og ætlað aldeilis að vanda sig. - Góða ferð heim til Íslands, kannski að maður rekist á þig á ferðinni um bæinn. Kær kveðja Lilja
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.7.2009 kl. 12:06
Hehehe, góð saga og vel sögð. Góða ferð heim Ía mín
Sigrún Jónsdóttir, 8.7.2009 kl. 13:56
Sæl Ía mín,
gaman að lesa svona eins og klippt út úr eigin hugskoti og reynslu.
Farbænin er alltaf á takteikninum, nema þegar ég sofna fyrir flugtak. Exit sæti fylgir þessi kvöð og fyrirlestur hjá flestum flugfélögum, sem ég hef flogið með.
Óska þér góðrar og öruggrar ferðar og heimkomu til Íslands.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 8.7.2009 kl. 14:52
Takk skvísos! Er að pakka og kominn mikill spenningur í mannskapinn, allt of langt síðan við fórum heim síðast.
Ía Jóhannsdóttir, 8.7.2009 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.