11.7.2009 | 11:38
Út í óvissuna í dag.
Við hjónin byrjuðum ferðina hingað heim á því að fá ærlegt hláturskast þegar við settumst upp í flugvélina frá Prag til Köben. Haldið þið að við höfum ekki fengið sæti í Exitinu alveg óumbeðið og ég fékk sömu lesninguna eins og ég lýsti hér tveimur færslum framar á síðunni minni.
Þetta var næstum svona taka tvö hehehe...
Nú þegar þetta er skrifað er ég stödd hér rétt við Rauðhóla í íbúð Guðfinnu vinkonu minnar með himneskan fjallahringinn í augsýn. Hengilinn, Hellisheiðina og Bláfjöllin í öllu sínu veldi. Ótrúlegt útsýni héðan af þriðju hæð. Ég held að þetta hús sé byggt á nákvæmlega sama stað og ég fór með móður minni í gamla daga í berjamó og þá þótti okkur við fara langt upp í sveit í ber.
Í gær fór ég og hitti góða vinkonu, Hönnu Kristínu sem kennd er við hárgreiðsustofuna Kristu og hún tók það sem eftir var af lubbanum mínum og gerði mig húsum hæfa svo nú get ég státað af stuttu hári og með lit sem ekkert líkist þeim músarlit sem var kominn á kollinn á mér. Takk elsku Hanna mín.
Það er búið að vera nóg að gera að heimsækja fjölskylduna og nú ætlum við að brenna austur yfir fjall með bróður mínum og mágkonu út í algjöra óvissu. Ætlum alla vega að hlusta á Signýju og Bergþór syngja í kvöld þarna fyrir austan.
Síðan sjáum við bara til.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Tónlist, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Velkomin á skerið! ;-) Þið fáið aldeilis veðrið!!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.7.2009 kl. 13:54
Jónína Dúadóttir, 11.7.2009 kl. 17:21
Þið komuð með sólina! Nema hvað elsku stelpan Kveðja til drengsins sem umber þig..
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 18:19
Ía, veistu að "hlátur er ódýrasta og áhrifaríkasta meðalið"
Auðvitað veistu það!
Þessi Rauðhólaíbúð hljómar mjög svipuð sem sú sem sonurinn býr í .... vað eitthvað. Ég var svo heilluð af útsýninu þarna, að ég settist á stól við gluggann og starði út, og sneri bakinu við öllum hinum gestunum sem voru staddir þarna í ferkantaða húsinu í ..... vaði eitthvað og naut þess að góna á Bláfjöllin fær og Rauðhólana nær.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.7.2009 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.