Á Feeeeerðalagi

Sit hér innan um þéttvaxið birkið að Húsafelli og læt fara vel um mig í skjóli jökla. 

Neip ég er ekki í apaleik (tjaldferð) læt aðra um það sem nenna svoleiðis vitleysu.Sitjum hér inn í hlýjum bústað og látum fara vel um okkur þar sem gula fíflið fór í frí í nokkra daga.

Ég verð nú að segja það að ég get ekki annað en dáðst að því fólki sem þyrpist hingað á tjaldsvæðin með heilu húsin í aftanídragi. Enn meir dáist ég að þeim sem koma sér fyrir á fallegum bala í kvöldsólinni og tjalda því sem tjaldað verður, sem sagt allt frá einu herbergi og upp í þriggja herbergja tjaldi með eldhúsi og setustofu. Síðan er farið að sofa og vaknað við það næsta morgun að það eru komnir nágrannar. Annar er húsbíll sem er á stærð við heilt einbýlishús og hinn er svona tjaldvagn með útskotum.  Tjaldbúinn sem var svo ánægður með tjaldstæðið sitt kvöldið áður getur rétt skotið sér út fyrir skörina og verður að skáskjóta sér á milli tjalds og ferlíkisins til þess að létta á sér eftir nætursvefninn.

Ég hef nú ekki verið hrifin af teiknimyndum Mbl. en myndin í dag er alveg óborganleg og segir alla söguna.

Það yrði að borga mér afar vel fyrir að ferðast á þennan máta.  

Eftir að hafa visiterað suðurlandsundirlendið um síðustu helgi með bróður mínum Kjartani og Bökku mágkonu, m.a. fórum við á tónleika að Listasetrinu Seli við Heklurætur þar sem Signý og Bergþór fluttu okkur sumardúetta og einsöngslög af þeirra einstöku snilld við undirleik Þóru Fríðu.  Grilluðum með fjölskyldu Signýjar að Bjalla í Landssveit um kvöldið.  Gistum um nóttina að Rangá.  Gerðum usla hjá nokkrum vinum okkar sem áttu sér einskis ills von og ætluðu að hafa það náðugt í sumarhúsunum sínum. Tókum bæði vini okkar í heitum pottum,á kafi í byggingarvinnu og jafnvel náðum einum hjónum í rúminu.   Ekki oft sem okkur tekst það!

Tókum gamla fólkið þ.e.a.s. mömmu og tengdapabba með okkur í Perluna á sunnudagskvöldið eftir mjög langan dag. Þreytt kona sem fór í rúmið þá um miðnætti og þess vegna erum við ekki komin lengra en upp í Borgarfjörðinn þar sem ég er að reyna að ná upp dampinum áður en við höldum áfram norður, en ætlunin er að leggja í hann á morgun.

Sendi frá mér fleiri pistla þegar ég verð í stuði.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís, gott að þið njótið landsins. Ég fékk vinabeiðni á facebook frá þér í dag, viltu senda mér hana á Asdis Sig, ég reyndi að fletta þér upp í search en fann þig hvergi. Knús.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.7.2009 kl. 20:21

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 17.7.2009 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband